föstudagur, desember 23, 2005

Elskurnar mínar, gleðileg jól!! Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar!

Hér fór allur jólaundirbúningur í skrall, Kjartan búinn að vera veikur í viku og svo varð ég líka veik. Hrafnkell var búinn að fá frí í vinnunni síðustu dagana fyrir jól og við ætluðum bara að vera að frílista okkur í bænum, meðan Kjartan væri á crèche og undirbúa jólin í rólegheitum. En enduðum á því að stroka allrækilega út af listanum okkar og redda því bráðnauðsynlegasta í dag og á morgun. Ekkert stress, bara minni flottheit! Fyrir vikið verða jólagjafirnar til hvors annars loforð (sem verða vonandi efnd í rólegheitum milli jóla og nýárs!).
Jeps, life is what happens to you while you're busy planning something else!

Þrátt fyrir erfiða byrjun er ætlunin að njóta jólanna, borða góðan mat, liggja í leti yfir bókum (eða Stubbunum fyrir suma fjölskyldumeðlimi), fara í góða göngutúra og almennt slappa af!
Vona að þið gerið það sama.... enn og aftur gleðileg jól!

fimmtudagur, desember 22, 2005

Gleðileg Jól!!

fimmtudagur, desember 15, 2005

Elsku fólk! Ég er að upplifa sanna jólageðveiki að hætti Frónbúa í fyrsta skipti. Sumsé ég er ekkert farin að hugsa um jólin þar sem ég er svo svaka upptekin við að reyna að klára allt áður en jólin koma. Hið óhjákvæmilega gerist náttúrulega: Jólin koma, og þá ferð ég á ferð með örvæntingarblik í augum og reyni að hamstra í kappi við gamlar konur og klambra saman gjöfum í brúnan pappa á síðustu stundu þar sem jólapappír gleymdist auðvitað. Gleðin ómæld og stressið með, gamli maðurinn á efri hæðinni tók forskot á sæluna og skellti sér snemma í árlega spítala ferð og er víst ekkert á því að koma heim fyrir jól þó læknarnir vilji losna við hann...kannski maður ætti bara að gera það sama, fara strax á stofnun og láta stjana við sig þar af úrillum og illa borguðum sjúkraliðum sem voru neyddir á jólavakt.

Allavega gleðileg jól og við þiggjum heimboð hjá Bödda eftir jól of-course?? og munið! ef sést skína í rauða skotthúfu er best að taka út hólkinn.

miðvikudagur, desember 14, 2005


Lífsmark!!! :) Ja það er tilvalið að hittast eftir jólinn! Enda verður maður búin að troða sig svo út .. og engin ástæða til að hætta þvi þó hátíðn verði liðin.
Þá getum við farið að plana Bústaðarferðina:) En elsku fjölskylda min .. Gleðileg jól... étið og drekkið eins og engin sé morgundagurinn. Takk kærlega fyrir árið sem er að líða... Eins og öll hin árin höfum við staðið okkur rosalega vel í hittingi og skemmtunum... og eins og alltaf hefur verið ROSALEGA gaman hjá okkur! Set mynd af stóra dýrinu mínu... engar áhyggjur.. eg kom ekki nálægt þessum bakstri.. as you know, i specialise in sauces !!!! ;) .... þetta er enn versta sósa sem eg hef smakkað!!!! allavega.. sjáumst kannski á jólarölti/hlaupum/snappi... Gamla

mánudagur, desember 12, 2005

Jæja gott fólk, þið segið það :)
Nú líður að jólum og við væntanlega öll að fara hafa það gott.... spurning að við reynum að plana hitting fljótlega á nýju ári, t.d. langar mig að bjóða ykkur heim til mín og Hildar, í mat og drykki eða eitthvað sniðugt - hvernig líst ykkur á ? Svo væri nú ekki vitlaust að fara huga að sumarbústaðaferðinni næsta vor eins og við ræddum um hjá Edda í síðasta hitting. Svo skora ég á alla að láta í sér heyra allavega einu sinni fyrir jól ;) Gleðileg jól ef ég sé eða heyri ekki frá ykkur á síðunni fyrir jól... læt eina góða mynd flakka frá einni af jólagleðinni okkar, fyrir ca. 2 árum síðan, þokkalegur stemmari !!

þriðjudagur, nóvember 29, 2005


Gaman að sjá einhverja hreyfingu hér. Allt fínt að frétta af okkur, börnin stækka og stækka og það fer eiginlega allur tíminn í að hugsa um þau. Egill Ingi er voða duglegur stóri bróðir og hugsar sko vel um systur sína. :) Og svo er ég bara á fullu í jólaundirbúningi, baka og mála og þrífa, rosastuð.
Hér er mynd af grislingunum.
Gleði!!! það er komin ný færsla og líka mynd!! Júbbí!
Sæt mynd af ykkur skötuhjúunum Böddi. Mér heyrist að það hafi verið gaman hjá ykkur í París, ekki lent í sprengjum eða slíku. Ekki laust við að ég öfundi ykkur smá, alltaf gaman að vera í París.

Ég er búin að vera ógurlega busy undanfarið og verð áfram fram til sirka 10.-13. des. Er á fullu í verkefnavinnu, var reyndar bara rétt í þessu, fyrir 10 mínútum síðan, að klára síðasta hlutann af annar-verkefninu plús kynningu á því. Verð mjög fegin þegar kynningin verður búin í kvöld!!! Og þá taka bara prófin við. Sem betur fer bara 2, annað heimapróf og hitt open-book. Guð hvað ég verð fegin svo að komast í jólafrí. Er orðin of gömul fyrir svona nám og vesen. Heilinn er hættur að meðtaka nýjar upplýsingar.

Þegar ég kemst í frí lofa ég brúðkaupsmyndunum, þangað til getið þið bara skoða myndir af litla dýrinu mínu. Mamman er svo stollt af honum. Við vorum í smá fagnaði á crèchinu um helgina, þar sem tekið var á móti St. Nicholas og hann kom og gaf öllum góðu börnunum gjafir. Flest börnin voru þvílíkt hrædd eða smeyk við sveinka, nema Kjartan. Hann var sá eini sem þorði að setjast í fangið á honum. Hins vegar hafði hann engan áhuga að láta taka mynd af sér, var of upptekinn við að skoða nammipokann sem St. Nicholas færði honum.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Sælinú félagar, hvað segist.... lítið búið að skrifa á bloggið nýlega ! Við Hildur skruppum um daginn yfir helgi til París og það var aldeilis fínt, frekar kalt í veðri en gaman að rölta um stræti Parísar, skreppa upp í Eiffell turninn og Sigurbogann, borða góðan mat og chilla á Buddha-bar. Maður á Louvre safnið inni fyrir næst, það tekur nú alveg nokkra daga að taka þann túr ! Hvernig gengur hjá ykkur Stebba og Hildur með nýju meðlimina, endilega skella inn myndum og lífga upp á þetta.... ? Gaman að sögunni þinni eddi, aldeilis viðburðarrík ferð norður - gaman fyrir stelpuna að heyra um skírn sína þegar hún stækkar ! Hvernig líst ykkur svo á jólin og alla þá stemmningu sem fylgir - eigum við eitthvað að stefna á hitting rétt fyri jólin eða bíða með skemmtinar og gleðistundir fram á nýtt ár ?

föstudagur, nóvember 11, 2005

Vá Eddie, þetta hefur verið rosaleg ferð! Ég skil svo vel hvernig þér leið að ferja barnið á milli, þvílíkur stormur.

Þegar þú minnist á febrúar 2000, fæ ég hroll. Ég var föst þar, kasólétt, í tæpan sólarhring. Þurfti endilega að fara að sjá Heklugosið. Og, eins og allir vita sem hafa verið óléttir, þá getur maður ekki haldið í sér, það var verst.
Svo heyrði pabbi í útvarpsfréttunum um nóttina að verið væri að bjarga ófrískri konu sem væri komin með hríðar úr storminum. Hann var mjög feginn að mamma dottaði yfir fréttunum og sagði henni ekkert þegar hún vaknaði. Þetta var auðvitað ekki ég.
Ég fékk svo að sofa í hjónarúmi hjá góðu fólki á Þorlákshöfn, því að þegar við komum í skólann, þá var hann fullur, og engin dína eftir. Góður björgunarsveitarmaður sendi mig þá heim til sín, vakti konuna sína til að ég gæti fengið að sofa, það var kl 7 um morguninn.

En Lille Bro, ég er að vinna í þessu með myndirnar úr kúbupartýinu. Gott að reka á eftir, þá gleymist þetta ekki!

Hér eru svo fleiri myndir af strákunum mínum: http://www.albumtown.com/showalbum.php?aid=48920&uuid=27650&page=1&pid=758346
Vá, þetta hefur verið ævintýraleg skírn!!! Skil vel að hjartað hafi verið í buxunum yfir líðan barnsins í þessu vetrarævintýri! Maður verður svo viðkvæmur þegar maður eignast börn....

Og til hamingju með nýja bílinn, þótt það sé Volvo!!! ;-) Þeir eru svo öruggir að þeim fylgir fallhlíf just in case!!!

Svo vil ég mynd af nýskírða barninu! Og öllum hinum líka!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

ætlaði að skrifa þetta á íslensku en það dregst eitthvað...allavega fréttir:


How to baptise children

As the good agnostic I am, me and Ásta had our little daughter baptised on the 29th of October. Wanting to play it safe with the deities I suggested the baptism to be held on the land of the man who decided Icelanders should become Christian 1000 years ago. This land is in the north near my hometown. The man, Þorgeir Ljósvetningagoði was the pagan chieftain of the area during the Viking era and had the task of settling the dispute if Icelanders should become Christian or remain pagan, holding on to such characters as Óðinn, Þór, Týr, Loki and such like. He was a diplomat and decided in principal we should become Christian but in fact one could as one pleased. This went well with Icelanders 1000 years ago and on the 29th of October 2005 Karen Ásta was baptised, but with a nod to the Norse gods. The trouble is this plan of mine did not seem to go down to well with the ruler(s) of the universe.

The family set out on the Wednesday prior, i.e. the 26th of October to have a few days of R&R in Akureyri prior to the baptism. We set out in our small Nissan Almera sports car with the aim of beating a tremendous storm that seemed to be brewing somewhere south of Iceland. We had lovely days in Akureyri and waited for the Friday when the main bulk of people was to arrive from Reykjavík, either by aeroplane or coach. But as predicted the storm hit Iceland full force on that very Friday. All domestic flights were cancelled that day and the coach only left late in the evening arriving 3 am in Akureyri with the bedraggled mother of Ásta and a couple of nieces. As this storm was not to die down until midday the following day I called up the priest and had him postpone the baptism till five in the afternoon, mainly as by then we expected the mountain pass, over which we had to go to get to the church to be cleared. To be on the safe side we had rented a 15 person Econoliner van, a 4x4 vehicle raised up and especially equipped to deal with bad conditions. Having driven many jeep under all sorts of conditions I was the designated driver. The next day, the day of the baptism, the weather was fine, in Akureyri that is, but further out in the fjord the blizzard raged and the mountain pass remained closed and the twin propeller Fokker Friendship planes of Air Iceland were grounded still. But by 3pm the weather cleared sufficiently do get aeroplanes through and although most of the people had by then cancelled, my uncle Jacques, who had come from Trondheim, Norway for this event only and stopping for 3 days, managed to get on a plane and get to Akureyri. His arrival was at 4 pm and as the baptism was to start at 5 and the church was an hours drive away, he sure made it in the last minute. Nonetheless the mountainpass was still closed, so we made a trip around the mountain on rather bad roads in the big van and just made it by 5pm. The baptism went smooth and both Karen and Steinarr were baptised and after that we had coffee and drove back home for dinner in casa Huijbens.

One would think after the ordeal and stress of getting everyone there under very hairy weather conditions we were in the clear, but that was not the case. The next day on Sunday the plan was for everybody to go back home. Some went on the coach at 3pm, but others by plane and the family packed up the small Nissan for another winter drive to Reykjavík. But the low pressure area responsible for the storm on Friday and surely sent by the gods was not about to go anywhere. It had cooled of for some 24 hours from Saturday afternoon till Sunday afternoon and as we hit the road the weather was acting up again. I chequed and double chequed the forecast and the road conditions on the internet and decided it was ok. The planes were flying all that day and the coach company had not postponed or cancelled their trips. We drove.

As we were more or less mid way that lingering low pressure area made its presence felt. As we were about to reach the village of Hvammstangi, or the road thereto, the wind reached gale force and a blizzard hit. The view from the car was less than 20 metres and cars inched their way along bumper to bumper at very low speeds. I was the second in the line. Suddenly the first car stopped and the man came out and barely making it to my car he asked me to lead. So I did for about a 100 metres when I got stuck in a snow drift. For one hour we sat there as ice piled onto the car and my wipers failed. I called 112 and they said the rescue brigades were on the way and I was not alone. After the hour many men in overalls had come from cars stuck behind me and wanted to get out of the snow so we could carry on with inching along the road. They thought all this was my fault, the stupid guy in the Nissan sportscar holding everyone up, but the fact is everyone was stuck and several had actually been blown of the road. Anyway the pushed me free and I inched on another 100m where I came to the bumper of another car. We sat there for an hour when I caught someone scuttling past in the storm. That man said at least a 100 cars were in front of me. I started to realise the gravity of the situation, during my time in the rescue brigades we had been called to rescue people stranded in cars and there were never more than 10, but still the operations took hours. Here we had at least a hundred and last time something like this happened was in the year 2000 where over 2000 people had to be rescued from the mountains near Reykjavík when a freak storm hit those going to see the eruption in mount Hekla. Rescuing those 2000 took over 24 hours, i.e. the last to be rescued had sat in their cars for over 24 hours. We could be stuck there for some time. Ok could be worse…

Naturally it got worse. The car’s ventilation and heating had been slowly but surely icing up. Shortly after reaching the car in front of me the heating finally broke down and no air was being blown into the car, neither hot or cold, but as the ice storm raged outside the temperature in the car quickly sought equilibrium to the one outside. It was time for action a 13 year old, a 4 month old, me and Ásta in a freezing car and could have to stay there for several hours. I decided to go outside. I put on everything I had, which was ok, but I had no protecting trousers and no hat. I got out of my car and hung on to the bonnet inching my way to the car in front, it was like being hit by a volley of ice needles, my hair and ear immediately froze up and as I could not hold on to the bonnet of my car getting over to the other car I was blown to the side of the road where snow had piled up and had to crawl along that and the snow that had accumulated on the lee side of the car in front in order to get into it. I got there and pulled the door open and guess what therein was a good friend of mine from Akureyri all alone in a car with a functioning ventilation and hot air. I hurried back to my car and made the family ready we had to get over there. First I took Steinarr. I told him he had to simply led go, let the wind blow him on the ice towards the snow on the other side of the road and crawl along there and then up the ridge that had formed on the lee side of the car in front. Naturally I went with him and then back again. Each return to my car meant some 15 minutes of gathering strength as the ice shower literally knocked the wind out of you. Then it was to get Ásta and the baby over. We strapped Karen on the front of Ásta and roped a blanket over her and out we went. We had to go the same way and thankfully it went very well and finally we were all in the car in front. I will freely admit that transferring Ásta and my little girl between the cars in these conditions was the scariest thing I have ever done, me I knew would be ok and Ásta too, but nothing and I truly mean nothing could happen to Karen, I shudder at the mere thought of the infinite potential accidents on this short route.

With the relief of getting all safely into another car, with my good friend I filled two ½ litre plastic bottles with pee and started to try and dry myself as I was by then soaked to the bone. In that car we sat for 5 hours till a snow mobile from the rescue brigades came to pick us up. We were among the last to be rescued and we were transferred to the community centre at the village of Hvammstangi. Most of the people had been brought to another village nearby and most of the relief work was being concentrated there so when we arrived there was not much to be had. I was still soaked and had become hypo thermic with a body temperature of 35,5° still we had to sort out our sleeping and I got a room in the basement for us with 3 thin mattresses and 2 duvets. Steinarr got one Ásta and me shared the other, but Karen was sorted in a carriage and all with her own duvet which we pulled out with us. Needless to say I shivered through the night and it was not till lunch the next day I was back to normal, but being cold is not so bad and could function allright. My role for the following day was to keep the children occupied.

That day the weather was the same a raging blissard and ice storm and not until evening did conditions improve, at least in the village. I went with the rescue brigades to retrieve the car. We reached the cars and the weather there was still as bad, but this time I had borrowed good gear and was fine. We pulled out several cars and watched a couple literally blown of the road until we finally reached mine. Mine, as everyone elses had its bonnet filled with snow which was like concrete. We had to hack our way to the air intake and fan belt and free those before attempting to start the car. Naturally I needed a jump start but the car did start, much to my surprise and I drove under escort to the village where I tried to mend what I could and unthaw the car. We staid another night in the community home this time with proper mattresses and duvets in a warm room. The relief was immense, I had a few friends amongst those who had got stuck and they were now in the village as the two relief centres had been joined. We managed to get the local publican to open up and sell us a few beers as we were now in the clear.

The day after we drove home to Reykjavík in fair conditions, but as we came into the city I stopped at the Volvo dealership and bought a brand new Volvo station V50. If I was going to be stuck again like that, I want a car that works and we do not run the risk of freezing to death while waiting to be rescued. Next time there might not be an empty car next in front. Why Volvo then, well one of the cars we pulled out was a Volvo and the owner sat in it after we dug it out, started it and drove off. There was nothing wrong with it, nothing. It could take the ice storm, while as almost all other types broke down in some way. I also made another promise to myself. My mountain gear would always be with me in the car from now on!

Baptising children is always an occasion, but if you want to remember it for the rest of your life do them in Iceland, during winter.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

*roðn* Brúðkaupsmyndirnar, ja, þær eru komnar í hús flestar, en ég hef bara verið svo busy í skólanum að ég hef ekkert mátt vera að því að velja úr þessum sirka 1000 myndum til að setja á netið! Plús það er svona skemmtilegra að laga rauð augu og svona!

Og ég vil krílamyndir!!! Allir að monta sig af sínu kríli og setja inn nýjustu myndir! Sýna hvað þau eru stór!!!

Ég vil líka kúbukvöldsmyndir.....

Góða skemmtun í París Böddi. Ég myndi nú lítið hafa áhyggjur af þessum látum. Þetta er yfirleitt í úthverfunum sem eru svona sirka jafnlangt í burtu og Keflavík er frá Reykjavík. Njóttu bara Parísar í botn. Ég mæli með góðu rölti um vinstri bakkann, St-Germain-des-Prés og Latínuhverfið, alltaf ljúft, og svo Marolles. Klikkar ekki! Líka ótrúlega gaman að fara upp í turnana á Notre-Dame, eða kannski er það bara ég, er með eitthvað thing fyrir kirkjuturnum! Verð að komast þangað upp!

Og koma svo, MYNDIR! Mínar koma um leið og ég er laus við þetta helv... verkefni!
Hvar eru myndirnar.... Ella brúðkaupsmyndir ? Marta, Stebba kúbukvöldsmyndir ?

Af mér er svo sem lítið að frétta, við Hildur erum reyndar að fara til París í helgarferð á föstudaginn eftir viku. Spurning hvort maður þori samt miðað við fréttir síðustu daga, vona að ástandið þarna fari að róast aðeins ?!?!

Áttum við síðan ekki alltaf eftir að gera upp síðasta kúbukvöld... ég var allavega ekki búinn að borga neitt minnir mig.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Segi það sama! Samt kíkir maður reglulega og bölvar því að enginn sé búinn að skrifa neitt lengi! Ekki er maður betri sjálfur!!!

Ekkert merkilegt að frétta. Ég er að reyna að berja hausnum við stein og vera í námi. Búin að komast að því að ég er ekkert geim í meira nám. Eflaust ástæðan fyrir því að ég nenni aldrei að vinna verkefnin mín (en snautast samt til að klára þau rétt fyrir skil). En ég ætla að klára þetta (fyrst maður er búinn að borga) og hætta svo. Taka mér gott sumarfrí og fara svo í atvinnuleit!
Líklega verðum við svo eitthvað áfram hérna úti og erum að spá í að flytja. Komin með hundleið á húsinu sem við erum í, plús við búum lengst út í rassi. Skil ekki að ég miðbæjarrottan hafi samþykkt suburbiu dauðans þegar við fluttum hingað! Svo það á að finna hús sem er nær miðbænum, með pínulítinn garð, helst malbikaðann, og risa-eldhús!

Og svo vil ég fá myndir!!!! Það er komið fullt af nýjum krílum og maður fær ekkert að sjá! Meiri myndir!
Hvað er að gerast hér? Er síðasta færsla 12. október??
Ekki það að það sé neitt að frétta hjá mér... það hlýtur eitthvað að vera að frétta af ykkur??

miðvikudagur, október 12, 2005

Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Aldeilis fallegur og fínn strákur. Gaman fyrir Halldór að fá bróðir.
Til hamingju kæra fjölskylda, Stebba, Snorri og Dóri DNA; með nýjasta meðliminn, Árna S. :)

Spurning hvort hann eigi nokkuð eftir að líkjast félaga okkar og kórsöngvara Árna S.(igurði) Björnssyni !!! - veit einhver um þann pjakk núna, hvað hann er að fást við, hef ekki heyrt né séð í nokkur ár.........

Ella, voru engar myndir teknar í brúðkaupi ykkar hjóna um daginn ? Væri gaman að sjá eitthvað, fyrst við vorum ekki á svæðinu (allavega ekki ég).

Marta, þú varst að smella af í gríð og erg um daginn, ertu búin að henda þessu inn á netið e-h staðar ?

þriðjudagur, október 11, 2005

Vá til hamingju !! þetta er bara flottasta barn :) og afar íslenskst og flott nafn. Árni Sn. velkominn í heiminn

mánudagur, október 10, 2005

Til hamingju Stebba!!! Hann er algjör rófa! Verður gaman að sjá hvort hann líkist bróður sínum!

Gangi ykkur vel!
TIL HAMINGJU STEBBA!! Vonandi gekk allt vel, hlakka til að sjá prinsinn.
Hér eru myndir af Árna http://www.albumtown.com/showalbum.php?aid=48920&page=1&uuid=27650&pid=702984
Hann fæddist kl 00:11 í gær þanni 9.okt, 14 merkur og 51cm.
ÁRNI SNORRASON ER FÆDDUR! Til hamingju elsku Stebba, Snorri og Halldór og við hlökkum til að fá fleiri fréttir :-) ... og myndir.....

föstudagur, október 07, 2005

Við viljum myndir.... !!

miðvikudagur, október 05, 2005

Til hamingju með djobbið Stebba! Almennilegt!!! Hehe, þú tekur þetta bara með trukki í apríl.

Ég vil gjarnan heyra meiri sögur frá laugardagskvöldinu, sjá uppskriftir og myndir!!!! Ég hugsaði stíft til ykkar á laugardagskvöldið, meira að segja skellti í mojito!!!!

Annars þykist ég vera að læra, nóg að gera og það bara bætast við verkefni.... styttist líka í miðannarpróf. Gúlp!
Svo það er eins gott að snúa sér aftur að bókunum...

þriðjudagur, október 04, 2005

Ég þakka líka fyrir mig. Þetta var frábært kvöld. Set bráðum myndir inn á síðuna sem Lille Bro gerði fyrir okkur.
Það er alltaf gaman að borða svona öðruvísi mat, kúbu matreiðslubókin lofar góðu.
Ég er til í stóra sumarbústaðaferð í vor, hlakka strax til.

Smá fréttir hér af kerlu... Orkumálastjóri var að að ráða mig sem yfirverkefnisstjóra í upplýsingatækni á Vatnamælingum. Sko.. allt geta og mega ófrískar konur gera í dag :) Ég byrja með glans, er komin í veikindafrí fram að fæðingu, og svo fæðingarorlof fram í apríl. En hlakka rosalega til að mæta aftur og taka á þessu.
Annars er allt tilbúið fyrir nýja barnið, er bara að vona að þetta dragist ekki fram yfir 17.okt.

mánudagur, október 03, 2005

takk sömuleiðis fyrir síðast,

tókst aldeilis ljómandi vel - góður og "öðruvísi" matur að kúbönskum stíl ! Eftirrétturinn hefðbundnari, geðveikt góð SYKUR bomba með ávöxtum, eins og eddi sagði held ég: FRúTTA BOMBA !!

takk fyrir mig - hvað skulda ég, check plís ?

líst svo vel á kannski næsta vor að leigja Skógarkotið og allir að mæta með alla sína og fylla bústaðinn, tekur 12 manns hið minnsta þessi bústaður, svo er hægt að bæta við dýnum og svefnloft örugglega stórt !
Hello hello,

Bara kv. og takk fyrir kvledið. Þetta var afar gaman og ljúft og ég bíð spenntur eftir myndum frá þeim sem tóku þær. Ég er allavega enn blindaður af flassi svo ég geri ráð fyrir að nóg sé til af þeim :)

laugardagur, október 01, 2005

Hildur, til hamingju með nafnið á krúttið. Ég ætla að kíkja á ykkur á Selfoss þegar ég er sjálf komin í fæðingarorlof :)

Líst rosalega vel á matseðilinn og kokkana. Er farin að hlakka til að borða :) Við gömlurnar komum svo með eitthvað gúmmulaði í eftirrétt.

Vá hvað ég væri til í að fara á Orichas í Brussel! Væri að skoða miða á netinu ef ég væri ekki ólétt, en við förum bara seinna ;)

föstudagur, september 30, 2005

Mútta, þú gleymdir, það eru 2 með í anda!

Oh, slef, öfund öfund!!! Ætli ég fari ekki bara að draga fram kúbönsku uppskriftirnar sem Stebba sendi mér einhvern tíman og velja úr þeim fyrir matseðil helgarinnar.... sniff sniff, langar að vera með!!!

Skemmtið ykkur óxla, verð með ykkur í anda!!!

p.s. Orishas eru að spila í Brussel í nóvember, mætiði????
Mæti að sjálfsögðu í Kringluna sem aðstoðarkokkur. Líst mjög vel á þennan matseðil.
Ok kúbanskar uppskriftir 'galore' Humar a'la Karíbahafið (afar spes) og svo Nautakjöt að social realískum stíl...skv minni talningu erum við 8 (BT+Helga, Stebba+Snorri, Edzer+Ásta, Marta+Bingi)...

Mig vantar kokka með í Kringlu um 15.00, hvernig er með ykkur Binga og BT, aðrir mæta Stigahlíð 20 ... 18.00 ok?

fimmtudagur, september 29, 2005

Ég held að ég sleppi því að koma í þetta skipti, kíki vonandi bara næst.
Ég var að skíra um helgina og daman fékk nafnið Telma Björg.
Góða skemmtun á laugardaginn...
Ég kem einn í matinn á laugardag, hildur er vant við látin og kemst ekki með !
Hlakka til að sjá litla krílið ykkar ástu, eddzer.... verðum svo í bandi strákar með hvað við eigum að kaupa í matinn og elda, færðu humar billigt ed ?
Hvenær eigum við að hafa mætingu, er það ekki bara upp úr kl. 18, jafnvel aðeins fyrr fyrir okkur kokkana ? Enga kokkteila fyrir mig í þetta sinn.....

miðvikudagur, september 28, 2005

Skemmtisaga miðvikudagsins - af því ég kemst ekki á kúbukvöld.

.... ég var að fara heim úr vinnunni einn daginn og var með báðar stelpurnar afturí. Rakel heimtaði að fá "púkanammi" sem er uppáhaldsnammið hennar og þar sem ég var orðin ansi þreytt eftir daginn brunaði ég beintí næstu bílalúgu til að kaupa "púkanammi". Þar tók á móti mér strákur sem var greinilega að byrja ekki alls fyrir löngu. Í fyrsta lagi átti hann í hálfgerðum erfiðleikum með að opna lúguna og svo þegar hann opnaði sagði hann "hæ!". Ég hafði aldrei séð þennan strák áður svo ég bauð kurteislega góðan daginn og bað um "púkanammi". Hann varð hálf-vandræðalegur með bros á vör og spurði "ha?" "Púkanammi sagði ég aftur og svo í þriðja skipti grafalvarleg. Eftir þriðja ha-ið .... horfði hann hissa á börnin aftur í og svo mig og sagði svo hálfbrosandi og hálfhissa...... Kúkanammi??????? Ég fór að hlægja svo mikið að ég kom engu orði upp, ég bara hló og hló og allt heimsins stress sem ég var búin að safna upp síðustu daga braust út í þessu geðveika hláturskasti... ég man bara ekki eftir því að hafa hlegið svona mikið... tárin voru farin að leka niður svo að ég ákvað að skella bara í gír og keyra í burtu. Núna talar strákurinn örugglega um geðveiku mömmuna sem bað um "kúkanammi" handa börnunum, hló svo eins og geðsjúklingur og keyrði í burtu... Húmor :-)
Hæ! Úff mikið að gera...........
Kemst því MIÐUR ekki :-( Er að fara með Halla og stelpunum í bústað. ... Hef ekki verið nógu góð mamma undanfarið og ætla að reyna að bæta það upp um helgina með vatnslitum, púsli og mömmó. Kannski tekst mér líka að elda eitthvað svona einu sinni.... Ég hef heyrt að ég sé þessi svokallaða "móðir í hjáverkum".. hef reyndar ekki haft tíma til að lesa bókina.....
Skemmtið ykkur vel!

þriðjudagur, september 27, 2005

Hver nær í Ingu?? Hvernig er með Hildi??

mánudagur, september 26, 2005

Sounds good thar sem svo margir eru edrúistar og svoleiðis...stelpur með eftirmat í stað brennivíns...svo er vínskápurinn heima ekki alveg tómur og ég er vanur að veita af því...

laugardagur, september 24, 2005

Fyndið að einhverjum finnist við skemmtileg....þú ert greinilega vel gift Ella mín :=)

Ég er fyrir laugardaginn, og við Snorri mætum bæði. Mér líst svona rosalega vel á humar, það er æðislegur matur, og ég treysti ykkur alveg til að elda hann eins og listakokkar.
Svo er spurning með áfengi og dót, eru það bara ávaxtasafar?? Það er svo misjafnt hvað fólk vill (má!!) drekka svo að það er kannski best að allir komi með fyrir sig og við stelpurnar reddum einhverjum góðum eftirrétt. Hvað segið þið um það?

föstudagur, september 23, 2005

Ójá, ég verð sko með í anda! Þið drekkið nokkra kokteila fyrir mig og skálið fyrir Brusslu! Væri alveg til í að vera með.... og Hrafnkell líka. Hann hefur dauðlangað með á annað Kúbudjamm frá því ég fékk að taka hann með í eitt geimið! Segið svo að við séum ekki skemmtileg ;-)

Og svo ein stuðmynd frá síðasta geimi...
Ég mæti að sjálfsögðu og tek Helgu með.
Sem vísindamaður verð ég til sýnis í dag fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur frá kl. 17:30 til 21:00.

fimmtudagur, september 22, 2005

Ég held að laugardagur verði að far undir þetta þar sem ég á miða í leikhús kvöldið áður... maður gæti nú kannski fengið humar tiltölulega billega en ég kann að matreiða hann svo vel sé, það gæti verið magnað.

drengir með mat og stúlkur með vín og aðra drykki, ávaxtakokteila etc... :9

Mæting so far
Eddie og maki
Bingi og maki ?
Stebba og maki?
Marta og leynivinurinn Jói geimvera
BT??
Hildur??
Inga??
Ella í anda
Endilega setja inn myndir Ella frá brúðkaupinu, við viljum skoða :)

Styttist í skemmtunina, hvort eigum við að taka föstudaginn eða laugardaginn í þetta ? Ef ykkur er sama þá ætla ég ekki að vera með í kokkteila dæmi þetta kvöldið, bara minn bjór og rauðvín með matnum - kokkteilar, rauðvín og bjór blandast eitthvað illa í mig og ég verð hálf skrýtinn þegar fer að líða á kvöldið og þynnkan frekar mikil daginn eftir, því miður !!

Við Eddi og BT finnum síðan eitthvað gómsætt í matinn - að venju.... hrikalega langar mig í humar eftir síðustu helgi, vorum í sumarbústað og þar voru grillaðir humarhalar með hvítlaukssmjöri og þvílíkt góðir. Reyndar var kokkur sem vinnur á Hótel Sögu með í för sem eldaði matinn - kannski skýrir hvað þeir voru góðir. Verst hvað humar er dýr :( annars væri hann ansi regulega á mínum matardiski.

Fór einhver á GI-norden í síðustu viku, veit að Marta fór - einhver annar ? Var maður nokkuð að missa af einhverju... nennti ómögulega auk þess sem var brjálað að gera á vinnustaðnum.

Haustferð í vinnunni á morgun, skreppum á suðurlandið, Keldur og Urriðafoss skoðaður, skoðum hella rétt hjá Hellu og borðum á Hótel Rangá, Hildur þú ættir að þekkja þetta umhverfi eitthvað? Býst við fjöri enda allt... "on the house" !

þriðjudagur, september 20, 2005

hæ hæ hæ hæ!!!!! hef ekki kíkt inn lengi.. en eg kem í til þin eddie... veit samt ekki með baðið með stebbu!!! hlakka til og la de svinge!!

mánudagur, september 19, 2005

Ja hann er bara laglegur karlinn, og Madame Eloine ekki slæm heldur :)

Allavega ég er búin að fylla út öll eyðublöð og fá öll nauðsynleg samþykki í 3 riti varðandi 1. okt. hvernig er það gengur það ekki bara upp...koma ekki svo gott sem allir. Stigahlíðin er á voða hentugum stað við allar megin akbrautir til vesturs og suður um allt land...og norður...
Jæja, kæra fjölskylda, þetta er þvílík leti sem hrjáir okkur. Ég hef ákveðið að rífa þögnina...

Allir sem eiga hamingjuóskir skyldar, til hamingju (með það sem var að gerast)!!!! Búin að missa töluna á hvað er að gerast hvar...

Gaman að sjá mynd af snúllunni þinni Hildur, voða sæt stelpa! Má maður spyrja um nafnið? Forvitin, forvitin...

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar... Mér finnst ég ekkert breytt þótt ég sé gift kona og geti titlað mig Frú Elín... íks... einhvern vegin hljómar Madame Ella betur!!!

En dagurinn var geggjaður í alla staði, fengum besta veður sem hægt er að hugsa sér og allt var bara frábært. Væri alveg til í að endurtaka þetta ;-)
Skellti með einni mynd af okkur hjónakornunum svífandi um á einhverju hamingjuskýi!
Við eigum eftir að fá allar myndirnar og þá munum við velja úr og setja á netið, sendi ykkur slóðina þegar það er búið... ef það þá gerist á þessu ári!
Ég er nefnilega byrjuð í námi... aftur... I know, get ekki hætt! Skellti mér í diploma í Project Management. Boston University er með útibú hér í bæ, allt voða lítið og sætt en helvíti góðir kennarar. Allt byrjaði með trukki fyrir 2 vikum síðan og ég er varla komin í gang með að læra! Á meira að segja að skila fyrsta hluta af annar-verkefni á morgun og það er ekki langt komið. Gúlp! Voða gaman, en samt óþolandi þessi tilfinning sem fylgir með að manni finnst alltaf eins og maður eigi að vera gera eitthvað annað þegar maður stendur upp frá bókunum!

Vonandi hefur þessi langi pistill rofið þögnina og maður fari að heyra meira í ykkur hérna í "eldhúsinu".

föstudagur, september 09, 2005

JESS!! allir í bað hjá múttu. Þetta verður stemming :)
það eru 1,5 fermetra svalir á íbúðinni...svona fyrir þá sem vilja sumarbústaða fíling, ég get líka látið renna í bað fyrir þá sem vilja busla í 'potti' :)

fimmtudagur, september 08, 2005

Mér heyrist stemming fyrir matarboði sé svona að verða ofan á...1. okt...ég lagði til við mína spússu að leggja Stigahlíðina undir þetta...hvernig hljómar það??

Til hamingju með giftinguna Ella og Marta til hamingju með afmælið.

Það gengur allt rosavel hjá okkur, daman stækkar og stækkar og er bara ofsalega dugleg.
Ég ætla ekki að lofa að ég komi í matarboð en lofa að reyna, líst allavega betur á það en bústað eins og er.
Eigum við að taka frá 1.okt og stefna að kúbukvöldi!!!

þriðjudagur, september 06, 2005

Til hamingju með afmælið gamla - ekki slæmt að halda upp á það í köben !
Ekkert mál mín vegna að fresta bústaðaferð um einhverja mánuði, förum bara seinna þegar hentar betur :)

mánudagur, september 05, 2005

Þetta hljómar nú alveg rosa vel hjá Lille Bro.
Ég ætla samt að stinga upp á aðeins einfaldara plani :)
Ég er ekki neitt rosalega spræk þessa dagana, er alltof léleg í að vera ólétt. Gætum við í þetta skipti hist í bænum og farið í sumarbústaðaferð seinna? Við gömlurnar ræddum þetta og vorum sammála um að við værum alveg eins til í kósí matarkvöld í bænum a la familia.
Hvað segið þið?
Jæja mér sýnist við allavega vera 7 (Inga hvað segir þú?) sem förum þannig að stebba þú getur auðveldlega pantað bústaðinn ef þú ert ekki þegar búinn að því ?

Ég var síðan að spá hvort við gætum ekki tekið daginn snemma, og komið okkur upp í bústað og tekið eins og eina góða göngu á eitthvert fjallið í nágrenninu - ræktað smá landfræðinginn í okkur - áður en við eldum, förum í pottinn og allur sá pakki ! Hvernig líst fólki á það...... stebba þú ert að sjálfsögðu undanskilin enda tæplega hentugur tímapunktur fyrir soleis rölt hjá þér !
Marta! ertu orðin 31 núna?? var það ekki á laugardag?? til hamingju :) Hvernig var Danmörk...minns og Gamala hittumst á Leifstöð í síðust viku minns á leið til London og hu´n Köben...can you beleive it!!
Til hamingju Ella min! Knús :)

fimmtudagur, september 01, 2005

Til hamingju með giftinguna Ella, þetta hefur örugglega verið mjög gaman.
Auðvitað mætir maður í Skógarkot, tek Helgu með. Mæti á glænýjum bíl beint úr kassanum, þeir geta þetta þessir námsmenn....
Ég mæti,
Hildur kemst því miður ekki.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Hvernig verður mæting laugardaginn 1.okt?
Við Snorri mætum.
Skráið ykkur áður en ég panta bústað!

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Til lukku með giftinguna frú Ella um helgina, býst við að allt hafi gengið að óskum og fjör hafi verið í veislunni - !!
Flott stelpa Ed, ótrúlegt að maður eins og þú skulir geta búið til slíkt augnayndi ;)))))

Hvernig standa bústaðamál, þarf ekki að fara taka ákvörðun ef við ætlum að láta verða af þessu... mér hentar best síðasta helgin í september. Stebba þú pantar þá bústaðinn í Skógarkoti ef allir eru til í að kíkja, hann er ennþá laus þessa helgi !

laugardagur, ágúst 27, 2005

Hún er algjör snúlla!!! Hún á sko eftir að bræða strákana seinna meir ;-)

föstudagur, ágúst 26, 2005

Þetta gastu eddie! hún er rosalega falleg :) Þar sem eg er alltaf laus... ömurlegt en satt.. þá skiptir mig engu máli hvaða helgi verður farin... eg kem með :)

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

hvar verður brúðkaupspartýið Ella...hvað er ásættanlegt að margir 'gate-crashi'


Duddudýr... og hitt...

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Oh oh oh oh oh!!!!!!!

Djöfull væri ég til í að koma með... tæki kallinn og gríslinginn með med det samme! Jeg er fyr og flamme... (har har har).

Þetta er gallinn við að búa í útlöndum.... maður kemst aldrei með.... bööö...
þarf að eignast þyrlu!

Annars er ég bara í góðum gír, letilíf á Íslandi, ömmurnar og afinn keppast um að passa svo maður veit varla lengur að maður eigi einn orkubolta! Vorum bara barnlaus síðustu helgi, voða notalegt.
Svo er allt á fullu, brúðkaup eftir 3 daga og maður bara í því að gera allt til á lokasprettinum, láta sjæna sig til og svona! Bara stuð! Og pínulítið stress....
Hæ. Ég veit nú ekki hvort ég kem. Börnin bæði í næturpössun helgina á undan og ég er að reyna að halda næturpössun í lágmarki. Annars er ég að fara erlendis á þriðjudaginn - til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu... og hvað haldiði að ég hafi séð á visir.is í dag? Copy-Paste.

Mikil flóð í Mið--Evrópu
Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. Þá er rafmagnslaust víða í þessum löndum og drykkjarvatn mengað. Þá eru mörg þorp einangruð vegna skemmda á vegum og járnbrautum og hefur björgunarstarf gengið erfiðlega vegna þess

Yess!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Gleymdi að segja ykkur, að ég er sett 17.okt.
Við erum til þessa helgi, það lítur allavega ekki út fyrir annað núna :)
Mér er alveg sama hvort krakkarnir koma með eða ekki, ef einhver fær ekki pössun er sjálfsagt að taka þau með. Eigum við ekki bara að kíla á þetta?
http://www.bhm.is/fin/Orlofssjodur/husLysing.html#Skogarkot
Skógarkot er bara laust 30.sept - 2.okt... komast allir þá ?
Ég reyni að dobbla mína dömu með, hún hefur örugglega gaman af því að hitta ykkur öll !
Er ekki of mikið umstang ef krakkarnir eiga að fljóta með !?!? geta ekki allir fengið pössun fyrir litlu englana sína ;)
Taka maka með :) Já líst vel á það.. ég kaupi einn og kem með hann til sýnis :)
Líst vel á lok sept, langt síðan ég hef hitt þetta kúbulið... Líst vel á að taka makana með, þá geta þeir séð hvað við erum öll frábær!!
Skógarkot hentar mjög vel ef margir ætla að mæta, bústaðurinn tekur 12 manns í gistingu, ætti að vita það- héldum giftingarveisluna þar.
Lok sept sounds good. Minns í London í næstu viku fram yfir fyrstu helgi í sept svo no-go. en kíla á lok sept 23.-25 ef barneignir há ekki of mikið...svo hef ég séð þetta og þetta er ekkert mál, bara nokkur hrein handklæði, nál, tvinni, hellingur af róandi og nóg af gasi...

Varðandi maka...flott þá mætum við í spariskóm en ég hef samt grun um að minn maki mæti ekki vegna pössunar og umstangs, nema allur barnaskarinn eigi bara að fljóta með....howsat?
ég verð að taka í sama streng og stebba.. eg er laus allar helgar.. ekkert líf.. á bara krakka og núna kött...heitir Mjási ( eg fékk engu um það ráðið!! ) ... ég er ekkert smá til.. auðvita!!!!!!!!! hvernig virka þessar dagsetningar sem lilli setti inn fyrir ykkur?? Gamla kelling ?? lok sept?
Já, flott í september,
ég er reyndar upptekinn helgarnar 9-11. (gifting á laugardeginum) og mjög líklega 23-25. sept. Sé á FÍN vefnum að bústaðurinn í Skógarkoti er laus helgina 30.sept - 2.okt. er það kannski of seint Stebba ? hvenær áttu aftur von á þér....... svo er BHM með bústaði í Svignaskarði, Borgarfirði - tjékkaði á því og þar er bústaður laus 2-4. sept. 23-25. sept og 30.sept-2.okt.... ef þið vitið um aðra bústaði þá tjékkiði á hvort þeir séu lausir.
Endilega fá comment á hverjir vilja fara og hverjir komast, hvenær og soleis !

mánudagur, ágúst 22, 2005

HEI! Ég er með í bústað. Við verðum bara að fara í ágúst eða september, og ég tek Snorra með. Við ættum kannski öll að bjóða mökum með í þetta skipti? Reynt að sýna okkar bestu hliðar :)
FÍN er með stóran bústað í Borgarfirði, skógarkot, það kostar 6000 helgin.
Segið nú til.... ég er laus allar helgar eftir næstu helgi (æi, greinilega ekkert líf), og því fyrr því betra ;)
Já, endilega kíkja í bústað eins og síðasta haust... væri samt til í að fara aðeins fyrr þannig að við náum kannski ágætis veðri, spurning með mætingu núna ? nokkrar stelpnanna uppteknar við barneignir, ella í útlöndum sem fyrr... Hver nennir að redda bústað núna... væri gaman að kíkja kannski á Vesturlandið núna, vorum í Brekkuskógi síðast ? við vorum 6 stk. síðast að mig minnir, hljótum að geta náð allavega 5 - helst fleiri !!

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Myndirnar koma allar ... time please time ... annars nú fer að líða að hausti (sorry það er bara satt!!) og hinn árvissa sumarbústaðarferð familiunnar er að færast nær...hvað skal gera ?? hverjir mæta?? hvert og hvenær??

mánudagur, ágúst 15, 2005

Eru ekki neinar myndir af nýja fólkinu í boði????

föstudagur, ágúst 12, 2005

halló halló !
enginn að blogga lengur :( ég skrifa þá bara smá, bulla eitthvað til að fylla upp í.
Eddi hvernig gengur í pabbahlutverkinu ?
Marta, var að sjá nýja hárgreiðslu á síðunni þinni - er þetta satt ? voru skærin í yfirvinnu.... og dökki liturinn kemur sterkur inn í vetur !
Google Earth, þetta er magnað flott, mæli með að þið downloadið og kíkið á þetta: http://kh.google.com/download/earth/index.html

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Innilega til hamingju Hildur með stúlkuna :) flottar myndir á síðunni hans Egils... var að koma aftur til vinnu í dag eftir suamrfrí og fór svo nánast í beinu framhaldi á ráðstefnu í Bandaríkjunum - gaman að heyra hvað gengur vel með barneignirnar og nú er bara Stebba eftir af heilugu þrenningunni ! Synd að hún sé að eyðileggja spádóm minn með stelpurnar þrjár ;))

mánudagur, ágúst 01, 2005

Jæja loksins kemst maður í tölvu, er búin að setja fullt af myndum á heimasíðuna hans Egils, kann ekki að setja þær hérna inn. Litla krúttið er ennþá á vökudeild en fær vonandi að koma heim á morgun. Endilega kíkið á barnaland.
Til hamingju Hildur!! bíð eftir myndum.

Minns er úti á landi að vinna eins og gengur, talandi um ólæknandi ferðabólur og skipulag ferðalaga...well well there we are... reyndar er e´g ekki meira útá landi um þessar mundir en svo að ég gisti tvær nætur á Reykjavík Centrum, nýja hótelinu í miðbænum...ógeðslega flott!!!

föstudagur, júlí 29, 2005

Þetta er hreint ótrúlegt!! Er í kasti.
Eina spennandi sem ég sé útum gluggann í vinnunni minni, er þegar fólk klessir á hvort annað á gatnamótum Grensáss og Múla, um daginn rauk einn út og öskraði og trylltist eftir að einhver hafði dúndrað á hann. Honum hefði kannski ekki veitt af nótt með klámmyndastjörnunni.

Hildur, til hamingju með krílið. Bíð spennt eftir að sjá myndir hérna inni. Vonandi heilsast ykkur vel.
Komnar tvær stelpur, þannig að mér er óhætt að eyðileggja spánna fyrir ykkur núna. Ég er með annan strák, skrákahlunk enn og aftur :)

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Hehehehehe!!!
Þessi er góður Inga, ég sit hérna í keng af hlátri!
Ótrúlegt hvað fólki dettur í hug!!! Ég kannast við þetta með að gera hamborgara úr typpinu á sér. Þegar ég var í Ástralíu þá var "Puppetery of the Penis" mjög vinsæl sýning, en það voru tveir atvinnulausir verkamenn sem datt þetta í hug til að græða smá pening, fóru að föndra við typpið á sér og finna út hvernig þeir gætu snúið því, teygt og togað til að búa til furðulegustu fígúrur!! Stóðu allsberassaðir kvöld eftir kvöld við þessa iðju upp á sviði fyrir framan fjölda manns....... og mokuðu inn peningum!
Jamms, margt er skrítið í kýrhausnum!

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vinnu-glugginn minn snýr að nýja Radison SAS hótelinu í Hafnarstræti/Pósthússtræti sem hefur hýst margan frægan síðan það var opnað í maí. Núna er staddur hér á landi hópurinn Jim Rose Circus. Sá hópur dvelur sem stendur á Radison og hefur spókað sig grimmt á tröppum hótelsins síðustu daga. Ég hef verið að dunda mér á dauðum tímum vinnunnar að virða fólkið fyrir mér. Í hópnum er einn gríðarfeitur maður sem er liðugur eins og köttur og hringar sig saman innan um keppina sína. Einn er það heppinn að hann getur föndrað þannig við typpið á sér að úr verður hamborgari. Tveir úr hópnum geta hengt þunga hluti í tungu og augnlok. Og svo eru tvær stúlkur, önnur er klámmyndaleikkona og getur farið í reipitog við typpi með klofinu á sér og hin kannski líka.. veit ekki en vonandi. Svo til að toppa allt þá fær einn heppinn áhorfandi að sofa hjá klámmyndakonunni

.....og ég sem í barnslegri einlægni eins og mér einni er lagið, ætlaði að fara með börnin í Sirkus.
Til hamingju með litlu skvísuna Hildur! Vonandi að þið hafið það sem best! Hlakka til að sjá myndir, er búin að vera að kíkja á síðuna hans Egils, en geri ráð fyrir að þið séuð enn að jafna ykkur. En er litla skvísan ekki svolítið á undan áætlun???

Mér sýnist kenningin hans Lilla vera að rætast, komnar 2 stelpur.... Stebba, þú hlýtur að vera með stelpu líka! Þetta verður algjört stelpuflóð!

mánudagur, júlí 25, 2005

Hildur okkar eignaðist stúlku í gær :-) Litla dömu (2140 g og 46 cm) sem var tekin með keisara. Ástarkveðja og knús til þeirra allra! Hlökkum til að heyra frá þér Hildur !

föstudagur, júlí 22, 2005

Inga, ég veit alveg hvernig þér líður :)
Er líka alltaf að plana. Planaði allt fyrir okkur og tengdó á Spáni, og þau bara létu sig hafa allt sem mér hafði dottið í hug, greinilega fyrirtaks fólk :)
En núna langar mig mest í útilegu með gítar og romm, er búin að vera meira og minna veik og er að truflast. Kemst lítið út og get ekki neitt :(
Svo kom Sálarlag í útvarpinu ('þá vil ég vera með þér') og ég ýmyndaði mér að ég væri að fara með kúbufjölskyldunni í útilegu með grill, gítar (hmm, kann einhver að spila?) og romm og lopapeysu og þá leið mér allt í einu mikið betur.
Þið lofið að við getum einhverntíman látið þenna draum rætast!! Kannski næsta sumar!!

Skemmtu þér vel í Tallin Inga, kondu Halla bara á óvart með þyrlunni.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Ég heyrði um daginn að allir sem fara í landfræði í háskóla hafa allavega eitt sameiginlegt og það er að vera ferðalaga-plana-sjúk. Ég er allavega alvarlega sýkt og hef alltaf verið og örugglega þessi ævintýraþrá sem dró mig í landfræðina. Málið er að ég hélt að allir hlytu að vera ferðalaga-plana-sjúkir. Hver hefur ekki gaman að því að plana ferðalög??? Jú það er bara fullt af fólki!Núna er tengdó úti í Kaupmannahöfn og þau spurðu MIG hvort ég gæti fundið gistingu og eitthvað skemmtilegt að skoða fyrir þau. Ég hélt það nú og var ekki lengi að redda því (planaði í leiðinni nokkur ferðalög sem við fjölskyldan getum farið einhverntíman). Svo er ég búin að plana ferðalag um Spán (þó við séum ekki á leiðinni þangað) og ekkert gróft plan heldur er ég búin að finna gistingu líka. USA ferð planaði ég um daginn, þá bara leiðina en lét gistingu bíða. Svo erum við að fara með vinahóp til Austurríkis og Ítalíu og ég fékk að plana Austurríkið (því það er fallegasta land sem ég hef komið til). En þegar ég var búin að plana Austurríkið þá fannst mér svo leiðinlegt að vera strax búin að því að ég fór að plana fleiri ferðir um Austurríki.. bara einhvern tíman seinna. Ég var meira að segja farin að hugsa um að skipta um gististað í Austurríki af því ég var svo fljót að plana það. Núna um verslunarmannahelgina erum við Halli svo að fara til Tallin og ég er búin að plana það allt. Við fljúgum til Helsinki og ég er að reyna að fá hann með mér í áætlunarþyrluflug til Helskinki í stað ferju. Ætli ég sé á réttri hillu í vinnunni? :-) Endilega fleiri myndir af litlu :-) Hvenær fær hún nafn?

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Sammála Lilla, við viljum fá fleiri prinsessu-myndir!!

Hvernig er það, á litla prinsessan ekki sína eigin heimasíðu eins og öll íslensk börn?

föstudagur, júlí 15, 2005

Stoltur af ther Mutter min... :)
Endilega settu inn fleiri myndir af ther og eda Astu og prinsessunni thinni !!!!!!!
Innilega til hamingju með stúlkuna kallinn minn, hún er mjög myndarleg. Þú átt eftir að standa þig vel í föðurhlutverkinu, eflaust nú þegar kominn með færni í kúkableyjuskiptum.

Af mér er gott að frétta, var í góðu mánaðarsumarfríi með familíunni eftir að ég kláraði í Lundi. Er byrjaður að vinna aftur á RALA núna LBHÍ og er að vinna í að rumpa mastersverkefninu af þannig að ég geti klárað í október.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Til hamingju með prinsessuna Eddie, hún er ekkert smá mikið krútt!!

Það er allt ágætt að frétta af mér, er bara heima og læt dekra við mig. Strákurinn er í pössun meira og minna alla daga og ég á bara að liggja og SLAKA Á. Er orðin frekar þreytt á þessu og get varla beðið eftir að fá krílið í fangið, bara 3 vikur eftir ;)

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Eins og frændi minn frá Nýja Sjálandi orðaði það af alþekktri kímni (allavega innan fjölskyldu Huijbens): Stay calm, focused and concentrate on having her do ALL the work...:) Ég stóð við það og í dag er mitt hlutverk að þeysa um bæinn og tryggja að ekkert vanti á kotið og allt sé í topp standi þar, ekki mjólka ég ... get reyndar skipt á bleyjum og ég fæ að baða, reyndar bara í eldhúsvaskinum sem um þessar mundir hefur fengið nýjan íbua; dauðan 1000 punda lax, uggarnir standa uppúr og þetta er svolítið ógnvænleg sjón...

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Jiiiii hvað hún er sæt! Til hamingju elsku Eddie minn og skilaðu kveðju til stelpnanna þinna :-) Þú hefur sinnt þínu hlutverki vel, gert allt eins og karlmaðurinn á að gera á meðan átökunum stendur, þ.e.a.s. steinþegið með hvolpaaugu? Þannig var minn maður og ég pantaði það í næstu fæðingu líka, sem ég fékk.
Hún er algjör rúsína!!!
Þú þarft að passa hana fyrir strákunum seinna meir ;-)

mánudagur, júlí 11, 2005

Til hamingju elsku karlinn minn :))))))
Skrifad fra Englandi i 30 stiga hita og vid hvitvin og godan mat, stoltur af ther, hlakka til ad sja thig i fodurhlutverkinu...... myndarstelpa !
VEL GERT DR.M :)
Hún er alveg æði!
Ég á þessa :)

föstudagur, júlí 08, 2005

Til hamingju með litlu skvísuna Eddi minn!!! Jiiii, ég sit hérna og brosi hringinn! Yndislegt! Hlakka til að sjá myndir!!!!

Ójá, hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín! Alveg ótrúlegt hvað maður þolir þeim, meira að segja að vekja sig á næturnar marga mánuði í röð!!!!
Gangi þér vel einhentum með kúkableyjurnar!!!

og fyrst fyrsta Kúbubarn ársins varð stelpa þá fer ég nú að hallast á kenninguna hans Lilla...

bk
Ella kúbufrænka

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Sæl öll,

Mikið er maður nú latur að skrifa og klikka alveg að melda nýjasta meðlim fjölskyldunnar. Karen Ásta Edwardsdóttir fæddist á LHS 11.47 sunnudaginn 3. júlí undir messunni á gufunni. Afar hátíðleg stund sem gekk vandræðalaust fyrir sig og út kom yndisfögur stúlka 14 merkur og 52 sm, við hestaheilsu. Hún er búin að eyða lífinu 'so far' í að sofa, drekka mjólk og skoða heiminn og nennir ekkert að standa í að grenja nema bara þegar mjólkurbílinn á að koma sem er svona ca. á 4 tíma bili. Næturnar eru bara nokkuð góðar. Hinsvegar tókst mér að handleggsbrotna fyrir 3 vikum og hef því verið einhentur við barnið. Ekki stoppaði það neitt og rann á mig berserkshamur fyrir helgina áður en fagurfífillinn minn fæddist og ég setti saman sjónvarpsskáp, bókaskáp og setti nýjar höldur á alla eldhússkápa, auk þess að flísaleggja eldhúsgólfið svo allt yrði nú klárt fyrir krúttakrúttið. Mér hefur sennilega tekist að tefja fyrir bata um 1-2 vikur með hamagangnum, en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín :)

föstudagur, júlí 01, 2005

Til hamingju með bílinn Lilli! Mig langar líka í nýjan bíl, en umboðin vilja ekki taka gamla bílinn uppí nema að fá hann gefins, svo að við höfum ákveðið að skröllta á honum eitthvað í bili.

Við vorum að koma frá Spáni. Það var svo gaman, algjör fjölskylduferð. Tengdó kom með og bróðir hans Snorra sem er 12 ára, og hann er besta au-pair sem ég veit um. Lék við Halldór útum allt og ég bara endalaust í fríi. Þeir söfnuðu skordýrum og kvikindum úr sjónum, uppáhaldið hans Halldórs. Hann tekur upp öll hryllileg dýr og skoðar þau í krók og kring og spáir í hvar augun séu osfrv. Ég fæ alveg klígju. Hann er með magnaða aðferð til að ná kröbbum. Hann setur þumalfingur á bakið á þeim þannig að búkurinn þrýstist niður, og allar lappirnar veifa útí loftið, svo setur hann vísifingur undir að aftan og tekur þá þannig upp. Þeir klípa svo bara útí loftið. Hann er sem betur fer hættur að spyrja hvort ég geti geymt dýr fyrir hann í vasanum, skildi loksins að það er ekki í boði, en ég þurfti samt að ættleiða nokkur, t.d eðlu (sem hét Broddi), fiðrildi, engisprettu og margt fleira (þau þurftu náttúrulega öll að kalla mig mömmu). Þetta eru þeir sem fengu að koma inn, en það voru nokkrir sem þurftu að dúsa úti, krabbarnir til dæmis.

Á morgun ætlum við á hamingjudaga á Hólmavík. Ég minni á Strandirnar ef þið ætlið að ferðast eitthvað innanlands. Það er flottasta safn á Íslandi á Hólmavík http://www.vestfirdir.is/galdrasyning/index.php, og ég mæli sérstaklega með því að sjá þegar draugurinn er kveðinn niður, það er magnað.
En svo er komin vefsíða með öllu mögulegu um strandir http://www.strandir.is/

Af óléttu er allt fínt að frétta, kúlan stækkar en ég þyngist ekki eins mikið og síðast. Sem er auðvitað alveg frábært, því ég var eins og hvalur, en þið munið líklega eftir því :=)
Takk Ella - nýji bíllinn er rosalega sprækur og skemmtilegur, átti fyrir Ford Focus árg. '02 þannig að Ford er minn bíll um þessar mundir allavega ;) ég leyfði konunni líka að velja litinn á bílinn, hún vildi svartan (panther black) og ég var mjög ánægður með það - var annað hvort svartur eða dökkblár í mínum huga !
Jæja svo Gamla, hvernig var á Djúran Djúran ??? svaka stemmning
Til hamingju með nýja bílinn Lilli! Ertu ekki ánægður með Fordinn? Við fengum okkur Ford Mondeo þegar við komum hingað og ég hreinlega elska þann bíl! Kraftmikill og góður og ekkert smá þægilegt að keyra hann. Og það var heldur ekkert leiðinlegt að fá að kaupa sér nýjan bíl einu sinni á ævinni. Ég fékk símtal þar sem ég var beðin um að velja litinn!!!! Materíalistanum mér þótti það ekkert leiðinlegt og ek nú um allan bæ á burgúndí rauðum bíl! Fer svolítið öfugt ofan í belgana sem vilja helst hafa sína bíla gráa, gyllta eða silfraða!!!

miðvikudagur, júní 29, 2005

Nei ella, ég kíki nokkuð reglulega hingað líka - maður er bara allt of latur að skrifa. Ekkert spennandi í gangi þannig, lítið búinn að vera á flakki - reyndar kominn á nýjan bíl, Ford Focus árgerð 2005, svartur og sportlegur keyrður 32 km þegar ég fékk hann ;)
Nú er aðal-spennan hjá Dr. M - var það ekki í kringum 25. júní sem Ásta var sett ? eitthvað smá komin framyfir eða uppfærsla frá doktornum á leiðinni :) vonum það besta og að allt gangi vel. Ég heyrði af konu um daginn sem fór tæpar 2 vikur fram yfir og eignaðist svo stelpu sem var 21 merkur og 56 cm - mér skilst að það sé svaka stórt og langt !!!
Er það nokkuð bara ég sem kíki reglulega hingað inn í von um fréttir af Dr. M og familíu??? Spennandi tímar...

þriðjudagur, júní 28, 2005

Glæsilegt Dr. M! Til lukku :) fer ekki að líða að fleiri stórtíðindum hjá þer?

föstudagur, júní 17, 2005

Glæsilegt, Dr. M ;) til lukku með titilinn, góða skemmtun á Spáni Stebba, góða skemmtun í Munchen Ella.... hrikalega þægilegt veður á klakanum núna, maður er er alveg að fíla þetta í botan ;)

fimmtudagur, júní 16, 2005

Dr. M.... hummm... sounds ummm.... well... ok!
Segi það sama og Stebba, bíð spennt eftir næstu fréttum úr familíunni, dr. M. Ef þetta verður stelpa þá fer ég að hallast á kenninguna hans Lilla.

Góða ferð til Spánar Stebba. Njóttu frísins vel! Við fáum svo myndir þegar þú kemur aftur. Við ætlum að skreppa til Munchen og hitta vini og eina frænku yfir helgina. Gott að komast aðeins burt. Annars verður sumarfríið okkar bara kæling á Íslandi. Veitir kannski ekki af ef hitastigið heldur áfram að hækka hér. Í dag var bara 29° stig og ég er inni að kæla mig. Segir það eitthvað???

Gott flakk allir saman!
Til hamingju Dr. M!!!
Það er svo gott að vera búinn er það ekki. Núna tekur bara lífið við!
Ég býð spennt eftir næstu fréttum úr fjölskyldu Dr.M :)

Ég fer til Spánar á morgun, og get varla beðið, hlakka svo til að taka mér algjöra pásu frá öllu.
Ég kemst ekki Duran, er ekki í formi fyrir það. DAMN!
Hafið það gott elskurnar hvar sem þið eruð á flakki í sumar. Endilega verum dugleg að setja inn fréttir ofl.
Call me dr. M :)
Til hamingju Mútter!!!! Frábært að allt gekk vel og þú lifðir grillið af! Núna veistu hvernig góðri grillsteik líður! Það var allaveganna almennilegt af grillurunum að bjóða upp á G&T eftir svona þolraun. Svo er nú ekki amalegt að geta skeytt dr. fyrir framan nafnið sitt. Eigum við núna að kalla þig dr. Mútter???

miðvikudagur, júní 15, 2005

Hún gekk!!! 3 tíma grill þar sem þeir voru bara að skoða hvað ég þyldi við á heitum kolum!! Þetta var ótrúlegt ég hélt í alvöru að þetta væri bara búið og mér væri öllum lokið en svo kom ég inn eftir að þeir höfðu ráðið sínum ráðum og þetta var bara smá viðgerðir og ekkert meir, öllu lokið eftir 1-2 vikur!! Sumsé minns er dr. Huijbens eða svo sögðu þeir allavega þegar þeir buðuð mér G/T á barnum á eftir...

þriðjudagur, júní 14, 2005

Gangi þér rooooooosa vel með vörnina Mútta! Ég hugsa til þín!!!! Þú lætur okkur svo vita hvernig gekk. Krossa alla putta og tær!!!!

mánudagur, júní 13, 2005

Glæsilegt hjá ykkur öllum með nám, varnir og fleira skemmtilegt !
Ég held ég passi á Djúran Djúran (wild boys wild boys) - væri samt til í U2 hvenær sem er; öfunda þig massa mikið Ella :) góða skemmtun þann 30.júní Marta, þú verður svo að smella mynd af þér og liðinu þann dag ef þið ætlið í 80's búningum á giggið !
Ég sjálfur fer í frí í byrjun júlí og við Hildur skreppum til Englands í vonandi sól og blíðu í sveitinni í Catnerbury þann 9. júlí - í 8 daga... svo kríaði maður út ráðstefnu erlendis í vinnunni í sumar, þann 23.-30.júlí til San Diego California, það verður vonandi gaman og fróðlegt. Líst samt ekki á flugið, beint flug til San Fransisco í 10 tíma í beinu flugi, úffff allt of langt í einu !!
Sjáumst vonandi fljótt öll - dr. Ed þú lætur svo vita þegar þú ert orðinn pabbi, sms eða á vefnum - óska þér góðs gengis í pabbahlutverkinu félagi !! xxx
Madur situr nuna og bidur eftir vorninni herna i landi Engla, thetta er voda stress, en med kvoldinu aetti ad verda ljost hvad eg tharf ad gera meira til ad na hinum langthrada dr.

laugardagur, júní 11, 2005

Ég væri nú alveg til í U2 núna með Ellu. En loksins er ég nú búinn í Lundartörninni. Liðið kom út til mín síðasta laugardag og við vorum eina viku í Lundi og erum núna komin til Danmerkur þar sem við verðum eina viku. Þegar ég sá börnin á laugardaginn þá skildi ég ekki hvernig ég fór að því að vera frá þeim í 5 mánuði. Prófin gengu mjög vel og maður er bara í góðum fílíng...

föstudagur, júní 10, 2005

Ekkert Djúran hjá mér, sniff sniff.... Ennnn ég fæ að fara á U2 í staðin! U2 í kvöld baby!!! Jei!!!
Er á þvílíku blússi að koma mér í tónleikagírinn, með U2 í botni auðvitað. Búin að draga út tónleikagallann og svo er bara að setja sig í stuð!
Hehe.. svo er maður orðinn svo gamall að aðalskipulagningin er Kjartan og barnapían. Þarf að græja kvöldmat og fleira áður en ég fer. Það er af sem áður var!

föstudagur, júní 03, 2005

Heija familia! Ætlið þið á Duran Duran.. eða Djúran :) Húsið opnar kl 18 þannig eg ætla að hafa pre-party hjá mér frá fjegur !!! Topp tónlist í boði djúran úr gettóblasternum hennar Birtu og stemning rifjuð upp í anda Don Cano og millert ;)
Sumarið? England í næstu viku í 2 daga...svo er túristaferð í 10 daga í lok júli og svo ættarmót konunar í djúpinu helgina eftir verslunnarmannahelgi. Sumar eins og ég vil hafa þau, heima á skerinu og ferðast aðeins um. Allt sunnan við 63° er húmbúkk :)
Til hamingju Stebba! Vonandi skemmtið þið ykkur vel á Spáni. Ég hef keyrt þarna út um allt á suður-spáni ef þú vilt einhverjar ráðleggingar ;) Halli var að bóka ferð fyrir okkur TVÖ til Tallin um verslunarmannahelgina :) Fljúgum til Finnlands og tökum svo ferju til Eistlands og verðum þar í 4 nætur. Ég er argandi spennt yfir þessarri ferð. Langt síðan við tvö höfum gert eitthvað, þ.e.a.s. bara við tvö :) Mig langar endilega að heyra hvernig sumarið ykkar hinna verður. Á að fara eitthvað utanlands eða innan?

miðvikudagur, maí 25, 2005

Til hamingju kella!! það er væntanlega ljúft að vera búin með svona nokkuð!! Minns bíður spenntur eftir 13. Júní, það verður vonandi eins ljúft og hjá þér!! Hve lengi á að hanga á Spáni??

þriðjudagur, maí 24, 2005

Takk Ella :)
Ég er svoooooo ánægð að vera búin með þetta. Er búin að vera frekar upptekin af þessu. Núna er rosa gaman að þurfa 'bara' að vera í vinnunni.
Þetta tókst vel og ég var með mjög sæta meistaranefnd sem var ekki með neitt vesen. Snorri ver sína ritgerð í næstu viku, og svo förum við í útskriftarferð til Spánar :)
Til hamingju Stebba að vera búin með þetta!!!
Ég væri mætt í VR-II í dag, verð þar amk í huganum!
Taktu þig svo til og dekraðu vel við þig þegar þetta er alltsaman búið!!!!
Meistaraprófsfyrirlestur við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands

Í dag, þriðjudaginn 24. maí kl. 14:00 heldur Stefanía G. Halldórsdóttir fyrirlestur um MS verkefni sitt í umhverfisfræði við tölvunarfræðiskor.
Verkefnið ber heitið:

HÖNNUN VATNAFRÆÐILEGS GAGNAGRUNNS FYRIR VATNATILSKIPUN ESB

Útdráttur:

Verkefnið snýst um gerð gagnagrunns með þarfir íslenskra stjórnvalda í huga. Markmiðið með því verkefni er að hanna landfræðilegan og vatnafræðilegan gagnagrunn með tilliti til Vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Gerð er grein fyrir hvers konar landfræðileg gögn eru nauðsynleg til þess að hægt sé að framfylgja Vatnatilskipuninni. Gögn sem til eru, eru borin saman við tilskipunina og gerð grein fyrir hverju þurfi að bæta við, hvað þurfi að laga og hvað sé hægt að nota óbreytt.
Vatnafræðilegur gagnagrunnur er tengdur staðfræðilegum gagnagrunni og búið til landfræðilegt upplýsingakerfi er þjónar framangreindum markmiðum.

Vatnakerfi í landfræðilegum gagnagrunni þurfa að hafa vissa eiginleika til þess að hægt sé að nota þau í Vatnatilskipuninni og við vatnafræðilegar greiningar. Sýnt er í þessari ritgerð hvernig hægt er að tengja saman landfræðileg gögn og vatnafræðileg gögn í gagnagrunni. Ætlast er til þess að framsetning gagna vegna Vatnatilskipunarinnar fari mikið til fram á kortum, en nú um stundir eru stafræn kort nátengd gagnagrunnum þar sem landfræðileg gögn eru geymd í vensluðum gagnagrunni, og tengd vatnafræðilegum gögnum þar.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 156 í VR-II, húsakynnum verkfræðideildar Háskóla Íslands.
Meistaraprófsnefndina skipa Helgi Þorbergsson dósent, Kristinn Einarsson landfræðingur hjá Orkustofnun og fulltrúi deildar er Jónas Elíasson prófessor.

föstudagur, maí 13, 2005

Já það var náttúrulega hrikalegt að geta ekki dottið í það þrjú kvöld í röð, en svona er lífið stundum er ekki allt hægt. Var að koma úr skógarfelti, frábært veður. Mútter og þið hin, sjáumst næst hress á klakanum.

Dad
Ég fer frá Lundi í kveld. Missti af dad í gær þar sem það var dinner og læti, hann hefur eflaust saknað brennsans...við sjáumt bara heima næst dear dad...

fimmtudagur, maí 12, 2005

Ég játa, ég játa.. Þetta er allt rétt sem mútter segir. Þetta var heljarinnar rommfyllerí á þriðjudagskvöldið sem stóð fram undir morgun. Tilefnið fyrir þessu partíi var aðallega frí daginn eftir í skólanum. Svo var gaman að hitta mútter, Kalla Ben og fleiri á barnum í gærkvöldi.

Gamla úrsérgengna lestin var mun verri en Mútter bjóst við. Það er því spurning hvort að verðið hafi verið sanngjarnt eftir allt.

Stuðkveðjur frá Lundi
BT
Hann dad segir ekki mikið um djamm!! Hah! ég hef það nú frá fyrstu hendi að hann sé úti til 5 á morgnanna á romm fylleríi og hiki svo ekki við að skella sér út á lífið beint kvöldið eftir. Mínir menn í Lundi segja að sé þekktur undir nafninu 'den islenka party dyr'.... hitti dada í Lundi hann tekur sig vel út og bærinn fer honum vel.!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Mojito:
Hvítt romm, sódavatn. Myntulauf og sykur kramin saman og sett útí. Lime kreist útí og smá sneið sett með.
Strawberry Diquiry:
Frosin jarðaber, hvítt eða dökkt romm, fullt af klökum, jarðaberjasafi eða einhver sætur rauður safi. Allt í mixer.

Vonandi ekki of seint. Góða skemmtun :)

mánudagur, maí 09, 2005

Jæja var ekki mikið djamm á liðinu um daginn? Ég ætla að vona það. Við ætlum að vera með kúbuþema annað kvöld nokkrir Íslendingar í Lundi. Var búinn að segja frá þessum frábæru kúbönsku drykkjum sem við höfum verið að drekka og það varð náttúrulega að hafa eitt kúbukvöld áður en önnin er úti.

Nú vantar mig uppskriftir að móhító og takírí eða hvað þetta nú heitir, kann kúba líbre blönduna. Óska eftir svörum strax því það er stuttur tími til stefnu.

Eddie, ert þú ekki á leið til Lundar þessa dagana. Endilega hafðu samband við mig þegar þú kemur, síminn er +46730357639. Verðum endilega að hittast.

Kv,
BT
Því miður !!!!!
ég verð þvi miður að fresta innflutnings geiminu um einhvern tíma ... Það eru margir á faralds-fæti þessa helgi og of mikið að gera á öllum sviðum... Þannig við höldum bara áfram að byggja upp þessa gríðalegu spennu sem þessu fylgir og hlökkum meira til ... :)

föstudagur, maí 06, 2005

Oh já, þessi kúbukvöld okkar eru svo skemmtileg! Er búin að leggja inn á ykkur.
Núna þurfið þið bara að byrja að safna fyrir Brusselferð!!!
ekkert mál lilli :) það fer best svoleiðis :)
Marta, er ekki í lagi að ég leggji 500 kall inn á þig - svo getið þið Egill gert upp hitt, þá þurfið þið ekki að leggja inn á mig 1.250 hvort og ég 3.000 kall inn á þig !?! Stebba, ég skal senda þér user name og password til að setja inn myndirnar, einnig geturu sent þær á mig og ég komið þeim þar inn ef þú vilt ? Vá, hvað mér finnst vera mánudagur í dag, samt er víst föstudagur og ný helgi á leiðinni :)
Var minn með eitthvað,

Ef svo er er það

280376-3029
0137-26-28036
hvað er númerið ´hjá þer Bingi??

Mitt er 1143-26-734 og kt er 040974-4159
Stebba,

kt:180675-3379, reikn. 0152-26-7890

fimmtudagur, maí 05, 2005

Takk fyrir síðast. Æðislega gaman. Ég er með haug af frábærum myndum af ykkur ;)
En því miður kemst ég ekki inn á myndasíðuna sem Böddi bjó til fyrir okkur! Ég er strax farin að hlakka til að fara til Brussel!!
Hildur! Sendu mér póst með reikningsnúmeri.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Sæl og takk fyrir síðast,

Lagðist yfir þetta aðeins og að neðan er þetta niðurstaðan án þess að velta mér mikið uppúr hundraðköllum til eða frá:

Vín 17.000/6 = 3.000 á haus
(Marta blæddi)

Matur/Safi 10.000/8 = 1.250 á haus
(Eddie 3500, Bingi 3500, Hildur 3000)

Sumsé 5 sukkarar leggja 3.000 hver inná Mörtu (Eddie, Bingi, Inga, Ella, Egill, svo hún sjálf)

2 étarar (Ella og Inga) leggja 1250 kall á mig
2 étarar (Egill og Marta) leggja 1250 kall á Binga
1 étari (Stebba) leggur 1250 kall á Hildi

Með þessu ætti hver og einn að hafa pungað út um 4000 kalli (mat + vín)... Stebba og Hildur um 1250 kalli (matur safi)...ekki satt??
Takk fyrir síðast, það er alltaf jafn hrikalega gaman að hitta ykkur :)
Ég borgaði kr. 3165 fyrir safa og sitthvað fleira.
takk fyrir síðast!! þetta var frábært! Serlega fagnaðarkennt ! :) útlagður kostnaður hjá mér var 17000.. vantar enn upphæð frá hildi og mom.. vorum 8 í mat og 6 i sullinu :)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Takk fyrir síðast sömuleiðis! Þetta var svo gaman!!!!! Jiiii....

Ég held ég hafi ekki borgað fyrir neitt, Hildur sá um þá hlið mála.

Hvenær fórstu aftur Inga? Við sátum eitthvað áfram og kjöftuðum í góðum gír. Mig minnir að klukkan hafi verið um tvö þegar fólk skrönglaðist heim á leið. Engin bæjarferð í þetta sinn.... við erum orðin SVO GÖMUL!!!
.... en á ekkert að segja hvernig var??
Já þið kannski bara reiknið þetta út og segið mér tölu og r.númer :-) Og ég verð með í áfengisútreikningi, því þó ég hafi verið stuttan tíma - þá er ég og verð svelgur.
hæ, takk sömuleiðis öll fyrir síðast ! Nú er bara að safna fyrir Brussel ferð næsta vor, líst vel á að leggja inn á kannski 2.000 kr á reikning, þá er þetta fljótt að safnast í flugfarið..... hins vegar er næsta mál á dagskrá væntanlega uppgjörið, ég borgaði 3.500 kr í matinn í Hagkaup, ég veit að Eddie var með eittthvað svipað, sumir voru ekki að drekka þannig að kokkteilarnir og vínið ættu ekki að skiptast á alla, ég, eddie, marta og ella erum væntanlega með 100% hlut meðan aðrir eru með minna - finnum út úr þessu þegar heildartala á dæmið er komið !

mánudagur, maí 02, 2005

Hellú beibs! Takk fyrir síðast. Hvernig fór svo? Hvert var farið? Hver var fyllst/ur (hugsa að ég viti það :) ..... ) Það var virkilega gaman að sjá ykkur þó svo að ég hafi bara stoppað frekar stutt. Dagurinn eftir var tekinn snemma svo ég var sátt við þetta allt saman. Mér finnst þið nefnilega svo skemmtileg :) En það sem ég vil fá að vita er: Hvað á ég að borga, hverjum og hvert?

laugardagur, apríl 30, 2005

Var eitthvað að ruglast... hittumst kl 4 fyrir utan ríkið í Kringlunni

föstudagur, apríl 29, 2005

ÆÐI!! Hittumst allar í mjólkurbúðinni í kringlunni, var það ekki kl 3?
gæs! er buin að redda 4 stólum þannig eg þarf bara þessa frá þer gamla mín :)
Ég kemst örugglega með í mjólkurinnkaup, bjallið bara í mig þegar þið eruð komnar í Kringluna. Ætla að nota ferðina og versla brúðkaupsgjöf svo ég verð á búðarrápi allan daginn. Gsm nr. mitt er 865 0638 ef þið eruð ekki með það.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Oh ég hlakka svo til!!!!

Ég sit hérna með feitt sólheimaglott og bara iða í stólnum! Gooooodddd.... Gaaaammaaaaannn!!!

Ég skal alveg mæta í mjólkur-og djúsbúðarleiðangur. Verð eflaust í símasambandi þegar ég verð komin á Klakann.

Annars er bara allt á fullu að pakka og undirbúa. Hafa nóg af nesti og dóti til að lifa af 7 tíma ferðalag ein með 14 mánaða barn! Gúlp! Verður fjör. Sem betur fer fæ ég áfallahjálp þegar ég kem á Klakann og frí frá barnauppeldi í 2 vikur!!!! Súper.

Sjáumst á laugardaginn!
salt og pipar origano og matarsóti.. og olia . er til.. ekkert annað..veit að matarsótinn durgar í lítið enn fannst það skemmtilegt að telja allt sem er til á heimilinu :) það eru til pottar, hnifar, eldfastform og svona sitt lítið af hverju.... vel á minnst.. það eru bara til 6 diskar.. eg redda rest fyrir laug :) Við verðum 8 held eg.. Egill ætlar að vera með... og ú ú ég ætla að kaupa pönnu í dag! Skrytið þetta með prumpið mamma :-
Hvernig er krydd staða hjá gömlunni, ertu með svona 'basic stöff' eins og salt og pipar og svoleiðis?? Er eldfast mót og pottar og pönnur og verkfæri, hnífar og gums??...iðrin í mér iða af eftirvæntingu, ég prumpa þar af leiðandi reglulega af spenning...
Mest ljómandi plan!! Stelpur.. eigum við ekki að hittast bara kl 16 og fara í mjólkur og ávaxta túr? ekki bara kringlan hjá kaffitár?? EITT!!!! ég á enga stóla :) Stebba getur reddað 4 en mig vantar 4 í viðbót!! eigið þið ekki meðfærilega stóla sem þið getið komið með? Verð buin að kaupa pönnu fyrir laug og fæ lánuð glös :) þannig þó þetta verði ef til vill frumstætt þá held eg að við reddum þessu :) Er komin með mikilvægasta hlutin : Blender :)!!! og er að filla frystirinn af klökum... jeijj hvað ég hlakka til :)

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Mér finnst að mojito sé nauðsynlegur.... og mojitoskálar eru mjög góðar í slíka blöndun! Strawberry daquiri er líka góður... ég á meira að segja uppskrift af einum slíkum óáfengum handa þér Stebba mín!

Fylgifiskar? Tja, Hrafnkell verður ekkert dreginn með, hann fær bara að vera í Brussel að vinna fyrir okkur, og Kjartan fær sko að vera í pössun hjá ömmu og afa alveg fram á mánudagsmorgun!!!!

Virgin Strawberry Daquiri:
1 oz fresh lime juice
3 oz frozen strawberries (or fresh)
1 teaspoon sugar
cracked ice

Fill a blender with cracked ice. Add lime juice, strawberries and sugar. Blend until smoot, then pour into a chilled glass. Garnish with an extra strawberry (if you have one).

Hei... það er líka hérna óáfeng pina colada....

Pina Colada
2 oz coconut milk
1 1/2 oz crushed pineapple
1 oz pineapple juice
1/4 cup crushed ice
Brown sugar to taste (1 tbs)

Put all the ingredients into a blender and blend until smooth (about 30 sec). Pour into chilled glass. Garnish with a pineapple wedge or a maraschino cherry.

Jumm...

En á ekki örugglega einhver uppskrift af ÁFENGUM kokteilum? Ég held ég kunni að gera mojito ennþá....

mánudagur, apríl 25, 2005

Gott plan, ég skal standa mig í að blanda kokteila, þó ég megi ekki drekka þá sjálf. Fæ mér bara mojito með sprite...OJJ!!
Hvaða kokteilar eru á óskalistanum? JÁ vitiðið hvað!! Af því að mojitoið var ekki nógu gott í bústaðnum, þá fékk ég mojito skál í jólagjöf. Það heitir víst mortél, en ég er alveg til í að gera mojito í nýju mojito skálinni minni :=)
Fylgifiskar? Ætlið þið að mæta með einhverja? Ég held að Snorri sé ekki endilega með núna, en ég get dregið hann með hvenær sem er, hann er voðalega meðfærilegur alltaf.
Alltaf reddar mútter okkur!

Jú líst vel á planið hjá þér! Höldum okkur bara við það, það klikkar aldrei ;-)
Mætum bara upp úr 17 með kokteilana!
Er þetta ekki gamla góða planið?

Lilli og Mútter í búð og redda mat, eftir Ellu uppskrift með twist frá Afa

Steplu skrítlurnar fara í mjólkurbúð og Ávaxtasafabúð Sigurbjarnar eftir drykkjum

Mæting er

Mútter, Lilli, gamla, Stebba, Ella, Hildur, Inga pinga ... fleiri??

Eldamennska um 17.00 í nýju sloti gömlu...

howsat???
ég mæti.
Ég ætla að mæta á laugardaginn, það vill reyndar svo óheppilega til að það er óvissuferð í vinnunni hjá Tóta á laugardaginn en ég ætla bara að fara með guttann upp í sveit og láta mömmu hlaupa á eftir honum. Ef það verður 3ja rétta eigum við þá ekki bara að byrja frekar snemma? Kannski um kl. 18? Hvernig líst ykkur á það? Mín vegna má alveg byrja fyrr. Ég er ekki með neinar hugmyndir um mat en líst vel á kjúklinginn hjá Ellu.
jæja nú eru bara nokkrir dagar til stefnu!! ætla ekki allir að mæta? hvað verðum við mörg? einhverjir fylgifiskar? hvenær eigum við að byrja á laugardaginn? hvað sagði afi? er ekki 3-rétta?

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Afi kemur á morgun í bæinn, ég rek spíss í gegnum kallinn og grilla hann um upplýsingar...hann hefur allavega verið slatta í Kingston svo hann hlýtur að muna eitthvað, nema hann sé að leyna einhverri neyslu afurða úr jurtaríkinu...

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Ég ákvað að ríða á vaðið og skella inn jamaikönsku uppskriftunum sem ég fann um daginn.

Jamaican Jerk kjúklingur (f.4)
1 msk mulið allrahanda krydd
2 tsk mulinn kanill
4 vorlaukar, saxaðir
2 rauð chili, fræhreinsuð og söxuð
1/2 tsk þurrkað timian
2 tsk ljós muskovado sykur
1 msk sólblómaolía
4 kjúklingabringur
2 lime
ferskt kóríander

Setjið krydd, lauk, chili, timian, sykur og olíu í matvinnsluvél eða blandar og maukið. Saltið ef vill. Líka hægt að nota mortél.
Makið þessu mauki á allan kjúklinginn og setjið á grunnan disk. Látið bíða allaveganna í 30 mín í ísskáp, best ef hann er marineraður yfir nótt.
Kreistið safa úr 1 lime yfir kjúklinginn. Steikið á grillpönnu eða grilli við vægan hiti í amk 25-30 mín, snúið einu sinni. Dreifið kóríander yfir og sneiðum af lime og berið fram.

Kókoshrísgrjón og baunir (f.4)
200 gr basmati hrísgrjón
1 stöngull af fersku timian eða slatti af þurrkuðu
smá chiliflögur eða duft
4 vorlaukar, í sneiðum
400 g dós af kókosmjólk
400 g dós af rauðum nýrnabaunum

Hreinsið hrísgrjónin í sigti og setjið síðan í pott. Bætið timian, chili og 2 vorlaukum út í. Blandið kókosmjólk við vatn þar til blandan verður 600 ml og setjið út í pottinn. Saltið. Sjóðið í 8 mínútur með lokið á. Hellið af baununum og hreinsið þær. Bætið þeim út í hrísgrjónapottinn. Sjóðið áfram í 3-4 mín með lokinu á þar til hrísgrjónin eru tilbúin. Dreifið afgangnum af vorlauknum yfir.

Og síðast en ekki síst,
Jamaican Rum Punch (f.4-6)
100 g grófur sykur
150 ml ferskur limesafi (sirka 5 lime)
425 ml jamaíkanskt romm
600 ml exotic ávaxtasafi
mulinn ís
sneiðar af ananas, lime og appelsínum

Setjið sykur í mæliglas og hellið yfir sjóðandi vatni upp að 300 ml markinu. Hrærið til að leysa upp sykurinn. Kælið.
Hellið sírópinu í stóra skál og bætið í limesafa, rommi og ávaxtasafa. Hrærið vel. Setjið helling af mulnum ís í glösin og hellið punchinu yfir. Skreytið með ávaxtasneiðum.

Nokkrar hugmyndir í safnið!!!
Jæja gamla mín, til hamingju með flutninginn. Verst að komast ekki að sjá dýrðina þann þrítugasta. En það verður nú heldur betur gleði hér í svíaríki þann dag, Helga ætlar að koma til mín í nokkra daga eftir að hafa verið á ráðstefnu í Uppsala og þennan dag 30 apríl halda svíar út á götur borga og bæja og skvetta ærlega úr klaufunum. Þetta er þeirra verslunarmannahelgi þannig að það verður gríðarlegt stuð. Annars er fer þetta nú að styttast í annan endann hjá mér, ekki nema rúmar 6 vikur eftir af náminu og þá er það bara Skandinavískt frí í hálfan mánuð með familíunni. Var að ljúka við að lesa bókina Engla og Djöfla eftir Dan Brown. Fjallar um þegar allt fer fjandans til þegar verið er að kjósa nýjan páfa. Mjög dramatískir og hroðalegir atburðir eiga sér stað. Hvet fólk til að lesa hana núna á meðan páfakjörið fer fram.
BT
Gömlu þykir virkilega vænt um okkur Hildur. Hef aldrei séð hana tala um óáfenga drykki áður. Það verður rosa gaman. Endilega skellið uppskriftum á netið. Mútter... ertu búin að spyrja afa um uppskriftir? Þær hafa alltaf heppnast rosa vel.

mánudagur, apríl 18, 2005

Til lukku gamla með flutninginn ! Líst vel á pleisið miðað við myndirnar sem maður sér á síðunni þinni, endilega dæla inn fleirum.... svakalega ertu nú þolinmóð, ég væri genginn af göflunum að bíða í svona 3-4 mánuði, ég hef alltaf flutt innan 1-2 vikna í þau skipti sem ég hef staðið í búferlaflutningum !
Jamm, þurfum svo að fara dúndra inn uppskriftum, syttist í gleðina eftir tæpar 2 vikur... er ekki málið að byrja nógu snemma og dunda sér við matseld og skála í kokkteilum (óáfengir fyrir suma). Ennþá 100% mæting í gangi, fyrir utan að sjálfsögðu BT, vonum að það breytist ekki !
Hafði það af!!! Flutt inn :) jeijj!!! Partyið er sem sagt on hjá mer... kanski þurfa allir að koma með stóla en það er þá bara skemmtilegra.. ehagi? Er ekki orðið tímabært að finna ljómandis uppskriftir og tilheyrandi???? Veit að það er ekki viðeigandi að minnast á óáfenga drykki í vinarhópnum en eg fann í gær nokkrar uppskriftir... handa þeim sem eru í ástandinu....

fimmtudagur, apríl 14, 2005

ohh hvað verður gaman hjá ykkur í sumar!!!! Það er fátt jafn skemmtilegt og að plana ferðalög!
Ég sit heima núna og læt mér leiðast, blóðþrýstingurinn er eitthvað að stríða mér svo það lítur út fyrir að þessi meðganga verði jafn stembin og fyrri. Nema að er auðvitað aðeins erfiðara að vera með lítinn sprækan gaur á heiminu. En vonandi næ ég að lækka hann og fæ að fara að vinna aftur fljótlega. Ég var svo sniðug að fá tölvuna lánaða hjá bróðir hans Tóta og get því hangið á netinu allan daginn og stytt tímann þannig. Ætla sko að vera extra dugleg við að gera ekki neitt heima svo ég þurfi ekki að liggja inni á sjúkrahúsi seinni hluta meðgöngunnar, en nóg um það! Ég stefni samt að því að koma og hitta ykkur 30.apríl, þið látið mig bara vita ef það er eitthvað sem ég get gert.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

ÆÐISLEGT Inga!
Þetta verður gaman. Ég get vel mælt með öllu í Austurríki. Það eru æðislegar bændagistingar allsstaðar og allt mjög barnvænt, líka hægt að fá hús, og fólkið er frábært. Þegar ég var úti með Halldór 1 árs færði fólkið með bændagistinguna mér endalaust volga mjólk úr fjósinu í pelann :=) Ég var þá rétt hjá Salzburg, sem er frábært svæði, og það er fullt af vötnum þar í kring. En ég myndi velja eitthvað ódýrt og barnvænt. Ég hef pantað í gegnum eina heimasíðu sem mér finnst lang best http://www.tiscover.at/home/index_at.html?_lan=en
Ef þú ferð í provinces þá getur þú valið Salzburger land, en það er örugglega fínt fyrir ykkur að vera þar ef þið eruð að koma frá Þýskalandi. En... úps... ætlaði ekki að fara að plana allt fyrir ykkur, er víst ferðaplansjúk ;)Er búin að vera á netinu að panta sumarhús og bíl á Spáni í endaðan júní. Hlakka svo mikið til.

mánudagur, apríl 11, 2005

Var víst búin að lofa að fara að pikka inn uppskriftirnar af þessum jamaíka réttum sem ég rakst á um daginn. Busy busy í dag, kemur síðar.

Inga, Móseldalurinn er geggjað svæði, voða notó. Örugglega hægt að finna hús til að leigja þar, prufið bara að leita á netinu. Svo veit ég að N-Ítalía er líka geggjuð, t.d. öll vötnin, Como, o.fl. Eflaust dýrt við Como en það eru sveitir þarna sem eru mun ódýrari. Enn og aftur borgar sig bara að leita á netinu. Með Austurríki vísa ég á Stebbu!!!

Fann m.a. þetta á netinu:
http://www.vacationhouses.com/index1.asp

http://www.vacationvillas.net/index.cfm

http://www.accommodix.com/index.asp

http://www.holiday-rentals.com/

Góða skemmtun að leita!
Við vorum að panta okkur ferð út í sumar :) .... eða í haust réttara sagt .. 30. ágúst. Við ætlum að fljúga til Frankfurt með vinafjölskyldu okkar Garðari, Sigrúnu og Emmu. Þar hittum við Tryggva og Björt kærustuna hans. Svo ætlum við að finna okkur einhvern stað í S-Þýskalandi, Austurríki eða N-Ítalíu til að slaka á í 10 daga. Hugmyndin er að leigja hús/bústað einhversstaðar á þessum slóðum, helst einhversstaðar uppí sveit eða rólegum stað þar sem við getum verið öll saman, 6 fullorðnir og 3 börn. Hefur einhver ykkar hugmyndir?

sunnudagur, apríl 10, 2005

Líst líka vel á þetta þema :-) Ég var vorið 1996 í útskriftarferð í Dómeníkanska Lýðveldinu. Þá var bara drukkið romm daginn út og inn. Eftirminnileg ferð þrátt fyrir rommið... vorum ekki rænd nema 2 sinnum. Annað skiptið var allur hópurinn rændur af bílstjórum jeppasafarísins og hitt skiptið voru nokkrir rændir af herbergisþernum. Við vorum bara um 20 stykki og allar stelpurnar sem voru lausar náðu sér í einn súkkulaðibrúnan og ein gekk svo langt að sofa alltaf með honum í strákofanum hans utan við ferðamannaparadísina þar sem hún sagðist hafa verið vakin á hverjum morgni af hana sem stóð á rúmgaflinum. Ég verð nú samt að viðurkenna að jafnmikið samansafn af fallegum karlmönnum hef ég aldrei áður séð.

laugardagur, apríl 09, 2005

Líst feyki vel á jamaíka þemað... sjálfur fór ég til Jamíka vorið 1996 í útskriftarferð Versló nemenda, rosa gaman en allt öðruvísi upplifun heldur en Kúbu ferðin okkar 1999. Á Jamaíka lá maður bara á ströndinni og í rólegheitum í 2 vikur á sínu strandhóteli og lítið var um ferðalög og fleira skemmtilegt. Rommið var fljótandi og stemmning rosalega afslöppuð, full afslöppuð stundum - held að þeir heimamenn reykji sumir of mikið af Ganzja. Sjálfur prófaði ég það ekki, en lyktin af þessu algjör viðbjóður, eitthvað Hasslegt við það allt ! Man að bjórinn þeirra, Red Stripe, var mjög góður - örugglega ekki til í ríkinu, en kokkteilum var maður lítið í, eflaust svipað og á Kúbu, Ærí man....

föstudagur, apríl 08, 2005

Þetta á eftir að verða skemmtileg upplifun. Ég bíð spenntur að heyra hvernig þér líður eftir fyrstu nóttina. Ég vona að það sé upphitun þarna, nema að þú sért með góðan svefnpoka. Fyrir þá sem vilja sjá myndir þá eru þær á þessari slóð:

http://www.trainhostel.com/eng-photo.asp
Hehehehe,
Einmitt það sem ég hugsaði. Greyið Eddie, þetta er eitthvað hrikalegt :)
Hlakka til að fá lýsingarnar hér inn. Annars hlýtur þú að geta fengið að lúlla hjá dad ef að það rignir inn!

fimmtudagur, apríl 07, 2005

"þú hlýtur að fá þetta á mjög sanngjörnu verði" .... hvernig finnst ykkur þetta hljóma?? á ég að hlakka til ? ...
Mér sýnist það vera augljóst að mom & dad hittist í Lundi!

Snilld að bjóða upp á gistingu í lestarvagni! Einhversstaðar sá ég líka farfuglaheimili um borð í skipi sem lá við bryggju. Hvort það var bara ekki í Svíþjóð líka?!

Þetta verður greinilega heljarinnar veisla 30. apríl. Enn gaman, ég er þvílíkt farin að hlakka til! Jamm, jamaíkauppskriftir, ættum að geta fundið út úr því! Skal pósta inn þessar sem ég fann um daginn!
En hvaða kokteila drekkar jamaikabúar? Eða eru þeir bara í hassinu??
Já verðurðu í lestinni. Ég hjóla fram hjá henni á hverjum degi (er í 10 mín göngufjarlægð frá íbúðinni minni). Hélt nú lengi að þetta væri ónýt lest sem hefði dagað þarna uppi, en svo sá ég glitta í farfuglaheimilismerki í gegnum rykið. Þú hlýtur að fá þetta á mjög sanngjörnu verði.

BT
Er í Lundi 10. til 14. maí og gist nálægt lestarstöðinni í einhverjum parkeruðum lestarvagni.

Staðfesti að ég hafi séð ´nyja kærastann hennar Mörtu en ber við minnisleysi varðandi öll smáatriði :)

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Hej min lille sode familia! :) Jú jú eg er að vinna í þessu eins og mother focker til að hafa allt klárt fyrir 30 ap. Mér líst rosa vel á að hafa jamæka þema... er til í að fara að leita að góðum uppskriftum og þviumlíku fyrir kvöldið :) er það svo ekki bara að draga fram reggí-safnið og hafa litagleðina í fyrirrrúmi?? Mikið hlakka ég til :) Ég verð nú líka að segja ykkur að eg stend nú líka fyrir fjölgun í okkar fagra hópi :) ekki barn en buin að eignast (ekki keyptur þó þið haldið það) þennan ljómandi myndalega kæresta. Það væri ljómandi hugmynd að hafa hann til synis 30 ap. hhmm sjáum til hvort hann hættir sér!! hann er að vísu buin að hitta Eddie þannig hann veit út i hvað hann er að fara.... hhhmmm ja og er skotiní mér þannig hann gerir sér alveg grein fyrir þessu.. :-
Eddie hvaða daga verður þú í Lundi?

Allt í góðu hér nema póstþjónustan í Svíþjóð er alveg að fara með mig. Helga sendi mér afmælispakka í vetur, fékk aldrei neinn miða í póstkassann um það og þegar ég vitjaði hans í þriðja skiptið á pósthúsinu þremur vikum eftir sendingu þá loks fékk ég pakkann (þá átti að fara að senda hann til baka). Þegar ég fór til Íslands um páskana gleymdi ég gemsanum, sem er reyndar alveg ágætt en Helga vildi endilega senda mér hann út. Hann fór semsagt með hraðpósti fyrir tæpri viku síðan og er ekki kominn ennþá, þetta kallast kannski hraðpóstur í Svíaríki.

mánudagur, apríl 04, 2005

Þið teljið mig með 30. apríl að sjálfsögðu! ALLIR að mæta (sem sagt þú líka Inga pinga!!) nema BT, ég hiit hann bara í Lundi! Minns er bara að drukkna í vinnu núna lokaspretturinn í HÍ og nóg annað að hellast yfir...
Til lukku Stebba og co. !
Ef þetta hefði verið skrifað deginum áður á síðuna þá hefði maður kannski verið með "smá" efasemdir...... 1. apríl og það allt !
Ég hugsa að þetta verði allt stelpur hjá ykkur elskunum.... Edda, Hildi og Stebbu, upphafsstafir ykkar mynda orðið SHE, þ.e. hún, þ.e. hún stelpan. Spái 3 stelpum á árinu !
Inga, að sjálfsögðu mætir þú, you're one of us.... þú átt bara eftir að kíkja til Kúbu, reddar því seinna ;)
Gamla, hvernig gengur að standsetja íbúðina ? Verður allt klárt 30. apríl...
Til hamingju Stebba!!!!! 3 nýjir fjölskyldumeðlimir á einu ári, það er nýtt met :)
Og Inga, auðvitað mætir þú 30.apríl, ekki spurning!!
Til hamingju Stebba!!! Æðislegar fréttir!!! Geggjað!
Það eru nú meiri lætin í þessari familíu!!!
En ég segi eins og Inga, mig grunaði nú að það færi að koma að barni númer 2!!!

Hlakka til að sjá ykkur öll í vor... og auðvitað ertu líka boðin Inga!

laugardagur, apríl 02, 2005

Takk fyrir hamingjuóskir :)
Inga, auðvitað ertu með... við þurfum kannski að láta skrifa undir ættleiðingarpappíra þegar við hittumst ;)
En skemmtilegar fréttir!!!!!!!!!!!!!!!!!! Til hamingju Stebba til ykkar allra! Eitthvað fann ég nú þetta á mér samt sem áður.... Mér finnst svo skemmtilegar svona barnafréttir eins og þið nokkur hafið fengið að kynnast :)

30. apríl. Er ég líka boðin? Ef svo er þá er ég til :)
Til hamingju elsku kellingin mín. Það er nú ekki ónýtt fyrir Halldór að fá lítið systkin. Það er aldeilis að það er fjör á kúbuliðinu ég segi ekki annað. Ég náttúrulega mæti ekki 30 apríl en verð með ykkur í huganum. Nýbúinn að klára fyrri kúrsinn ekki búinn að fá út úr prófinu en gekk bara vel að ég held. Fór heim um páskana, var mjög gaman að hitta liðið, drengurinn bara farinn að tala eins og fullorðinn maður þvílík breyting síðan ég fór. Annars hefði Helga nú átt að fá frí frá barnauppeldi meðan ég var heima, en það var nú öðru nær. Ég veiktist um leið og ég kom úr hinu steriliseraða umhverfi í Svíþjóð í horið heima og lá þrælveikur í rúminu í nokkra daga þegar ég átti að vera að læra fyrir próf. Það var því lítið á mér að græða heima fyrir.
BT
30.apríl er tekinn frá. Það væri gaman að vera með Jamaika þema.
Ætla ekki allir að mæta. Endilega skrifið hvort þið komist. Svo skiptum við verkum og plönum eitthvað æðislegt. Við getum verið hér, en ef gamlan okkar verður komin með slotið í stand, þá væri rosa gaman að vera þar.
Ég lofa að vaka lengi, en mun ekki drekka mig fulla, verð bara bílstjórinn ykkar :=) Ég ætla nefnilega að taka þátt í að fjölga í kúbufjölskydlunni, 3.kúbubarnið kemur í heiminn um miðjan október (er komin 12 vikur núna).
Það er stór dagur í dag, Halldór er 5 ára, ég er núna að baka pizzur fyrir afmælið. Það mæta nokkrir hressir úr hverfinu ;) Þetta verður fjör!!!!

föstudagur, apríl 01, 2005

Ég er sko alveg til í kúbukvöld 30.apríl, búin að taka daginn frá. Mér er alveg sama hvort við höfum Kúbuþema eða eitthvað annað. Vorum við ekki að tala um að taka með okkur kúbumyndir eða var það eitthvað annað kvöld? Ég á líka fínar partímyndir og myndir úr ferðunum okkar, gæti líka verið gaman að kíkja á þær aftur.

Annars er allt fínt að frétta hjá mér, bara þetta same old. Við erum á fullu í garðvinnu, Agli til mikillar gleði, hann er aðallega í því að leita að ormum til að hrekkja mömmu sína með. Nú á sko að fara að búa til smá leikpláss í garðinum svo að ég þurfi ekki að sitja á róló í allt sumar.

fimmtudagur, mars 31, 2005

Ekki spurning Stebba að við myndum öll mæta á aðalfund og styðja ykkur í stjórn FL.... um að gera að fá ferskt fólk þarna inn !
Mér finnst vanta meira líf í landfræðinga félagið. Allt í góðu með að halda ráðstefnur og soleis öðru hvoru en væri fínt að bjóða líka upp t.d. fræðsluferðir, heimasíðan mætti alveg ganga í endurnýjun lífdaga, félagaskráin má uppfærast (hvað eru landfræðingar að gera í dag) o.fl.
Stebbu og co. í stjórn FL !!

miðvikudagur, mars 30, 2005

Þema ha? Gætum alveg expandað Kúbuþemað... Ég var t.d. að skoða jamaískar uppskriftir, frekar jummí...

Mæli ekki með belgísku þema... ég lifi og hrærist í því daglega. Alveg í góðu lagi með belgískt súkkulaði eða vöfflur, og Tinni stendur alveg fyrir sínu, en þið skuluð alveg sleppa því að smakka belgískt vín! Er alveg á mörkunum að teljast drykkjarhæft... frekar biður maður um vænan belgískan bjór, þeir eru betri í því Flatlendingjarnir!

Annars bara, stefnum á að gera eitthvað skemmtilegt!
Sæl öll, páskarnir liðnir og vinnan tekin við !
Nú styttist óðfluga í hitting okkar eftir mánuð eða svo.... 30. apríl, hlakkar til !
Spurning að hafa eitthvað þema, t.d. þetta venjulega kúbuþema eða kannski belgískt þema í tilefni af því að Ella fær "loksins" þann heiður af samveru okkar.... belgískar vöfflur, belgískt súkkulaði, tinnabækur (?!?) - hlýtur að vera til eitthvað sér-belgískt vín í ríkinu og líklega bjór. Horfum kannski á Jean-Claude Van Damne mynd.... nei fjandinn hafi það, skulum ekki alveg drepa stemmninguna !
Heyrði að það hefði verið "opinn" bar á ráðstefnu FL um daginn, treysti á að þið hafið nýtt ykkur það vel sem mættuð og spanderað vel af sjóðum FL, sem mér skilst að hafi aldrei verið jafn digrir, heyrumst síðar.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Konukvöldið var hrikalegt.
Það var uppboð á einhverju drasli og glötuð dansskemmtiatriði. Svo var tískusýning dauðans. Ljótustu föt sem ég hef séð, svo hallærislega sett fram. Ég var í menningarsjokki. Stelpurnar voru dúðaðar í síð pils og drusluföt og gamlar skrukkur í mínípilsum. Ég var lengi á klóinu meðan fjöldasöngurinn var. Get svarið það... ég mun ekki jafna mig í einhvern tíma. Þetta geri ég ekki aftur.

Landfræðiráðstefnan var fín, Eddie og Marta slógu í gegn. Ég var bara meðhöfundur og þurfti ekki að flytja neitt.
Það var rosa gaman hjá okkur. Mikið af skemmtilegu efni.
Við erum að spá í að skella okkur bara í stjórn!! Mætið þið ekki á aðalfundinn til að styðja okkur??

þriðjudagur, mars 22, 2005

Gleymdi öllu þessu skemmtilega!!!

Hvernig var ráðstefnan? Hefði viljað vera þar...

Hvað gerist á konukvöldum Stebba?

Hvernig tók BT sig út í moggaviðtali?
Frábært. 30. apríl frátekinn og stefnum á ðe vól þíng! Matur, desert, mojitos, daquiris, rauðvín og alles. Jibbí skibbí! Og vænt partý á eftir takk! Helst ekki að skríða heim fyrr en 7! Komin örugglega 2 ár síðan það var gert síðast!! Jæks hvað maður er að verða gamall!!! Svo verð ég eflaust sú fyrsta til að lognast út af!! Har har har... týpiskt ég! Maður ætti kannski ekki að vera með neinar yfirlýsingar... humm....

Aníhús, allt voða ógaman hér í Brusslu. Ég er að mygla yfir þessari stærðfræði. Jamms Stebba, það er samt einhvern vegin svo erfitt að skilja dæmin. Ég bara fatta ekki hvað þeir eru að gera!!! Ég er farin að skilja hvernig nemendum okkar leið!!! Svo loksins þegar kom eitt tölfræðidæmi þá gat ég það ekki einu sinni heldur!!! Híhí, maður er blessunarlega farinn að gleyma þessu! Sem betur fer!
En mér hefur tekist að tjóðra mig við tölvuna og lært alveg slatta. Amk hefur skorið mitt í æfingaprófunum bara hækkað, sem er gott... og ég ætti að ná helmingi af prófinu. Hef ekki hugmynd hvort það dugar inn í suma skólana, en það eru nú bara 2 af 4 sem biðja um þetta próf svo ég á allavegana séns í hina tvo!

Fyndið, ég er alveg að mygla yfir þessum lærdómi, samt hefur þetta bara verið rúm vika..... og ég stefni á að leggjast aftur í nám í haust! Er ég biluð eða hvað? Kannski bara masókisti...