fimmtudagur, júlí 07, 2005

Sæl öll,

Mikið er maður nú latur að skrifa og klikka alveg að melda nýjasta meðlim fjölskyldunnar. Karen Ásta Edwardsdóttir fæddist á LHS 11.47 sunnudaginn 3. júlí undir messunni á gufunni. Afar hátíðleg stund sem gekk vandræðalaust fyrir sig og út kom yndisfögur stúlka 14 merkur og 52 sm, við hestaheilsu. Hún er búin að eyða lífinu 'so far' í að sofa, drekka mjólk og skoða heiminn og nennir ekkert að standa í að grenja nema bara þegar mjólkurbílinn á að koma sem er svona ca. á 4 tíma bili. Næturnar eru bara nokkuð góðar. Hinsvegar tókst mér að handleggsbrotna fyrir 3 vikum og hef því verið einhentur við barnið. Ekki stoppaði það neitt og rann á mig berserkshamur fyrir helgina áður en fagurfífillinn minn fæddist og ég setti saman sjónvarpsskáp, bókaskáp og setti nýjar höldur á alla eldhússkápa, auk þess að flísaleggja eldhúsgólfið svo allt yrði nú klárt fyrir krúttakrúttið. Mér hefur sennilega tekist að tefja fyrir bata um 1-2 vikur með hamagangnum, en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín :)

Engin ummæli: