mánudagur, júní 28, 2004

mútter þú ferð nú ekki að taka einhverja gúmmítékka fram yfir okkur, þeir tippsa örugglega ekki neitt hvort eð er ! Ferð ekkert að klikka á þessari dagsetningu og bannað að koma of seint... Veðrið var skítt um helgina í þórsmörk, leiðinlegt að gista í tjaldi þegar mígrignir eins og það sé hellt úr fötu. Vildi að ég væri á Sikiley eins og sumir :) ég þrái að komast í sól og sumaryl ! Mér líst vel á salatið hjá soccermom, höfum það 24. júlí ásamt fleiri ljúffengu í fljótandi og föstu formi, innan við mánuður það styttist...hlakka til !
Talandi um Tékka! Minns kemur heim 9 og fer beint í ferð sem enda átti 17/7 en viti men dettur ekki inn onnur ferð sem fer daginn eftir 18 með 30 tékka, farastjórinn sá hin sami og lenti í rútuslysinu með Tékka á Draghálsi í fyrra sumar á fyrsta degi...kannski verður spennandi..allavega kem úr þeirri ferð 24 um kveld og svo beint í Landmannalaugar 25-29 og svo aftur í ferð til 10/8...ég geri nú samt ráð fyrir að mæta í pottinn, verð kannski í seinna fallinu??

sunnudagur, júní 27, 2004

Meeeðan ég man (sumt af því). Af því við erum í eldhúsi kúbufjölskyldunnar. Ég fékk svo góða uppskrift að salati um daginn... hmm hugs hugs.
Það er ruccola, ristaðar furuhnetur, cherry tómatar, rauðlaukur, dressing: soyjasósa, hindberjasafi(óblandað), balsamedik. Allavega er þetta það sem ég man. Hrikalega gott salat.
Var að tala við hina gömluna okkar, hún er líka on 24.júlí.... og við HLÖKKUM SVO TIL :D
Síðasta kvöldið okkar hér í íbúðinni í Danmörku, og Tékkar eru að raða niður mörkum á móti Dönum. Við hefðum ekki getað pantað það betra, orðin hálf tékknesk, we are the proud supporters of the Czech Republic. Á morgun fer dótið í skip, og á hinn förum við til Sikileyjar. ARG svo mikil tilhlökkun. Mér tókst ekki að taka mynd af barnum sem við keyrum svo oft framhjá, og heitir Hos Lillebro, ég hugsa alltaf til Bödda ;)
Alltaf gaman hos lillebro. En 24. júlí verðum við vonandi hjá Hildi í potti og grilli. Vonandi hefur pabbi rænu á að mæta líka.

fimmtudagur, júní 24, 2004

Erum við þá on með 24.júlí? Þann eðaldag ;)
Við erum byrjuð að pakka, hlökkum til að flytja heim til Íslands. Búið að vera rosalega gaman hérna, en komið nóg. Danmörk er ekki draumalandið okkar, ojjj. Ég mun bara sakna striksins, frekar mikið. Jæja, þarf að halda áfram að pakka.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Esjan var "klifin" í gær í góða veðrinu... eitthvað tæpir 900 metrar að mig minnir ! Töluvert átak að koma sér þarna upp en þess virði þegar baráttan var búin og maður kominn niður. Útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið okkar náttúrulega alveg einstakt. Fínn undirbúningur fyrir helgina þegar gengið verður yfir fimmvörðuháls inn í Þórsmörk og gist þar um helgina. Vona að veðurguðirnir verði manni hliðhollir !

þriðjudagur, júní 22, 2004

Congrats Inga þegar þú kemur af fæðingardeildinni og lest þetta :)...maður átti sko ekki að fá að missa af þessu...tveir meilar í dag og þrjú blogg...það er gott að vita að maður er í loopunni þó langt í burtu. Annars bara same old same old frá Englandi. Fagnaði 17. í York með íslenskum félaga með bjór og BBQ og svo meiri bjór, Sumsé enn breytist ekkert hjá mínum...er að prumpa í mig af æsing yfir að koma heim, þetta er svoooo að verða búið!
Hamingjuóskir til Ingu ef einhver hittir hana, eða hún les þetta. Þetta er að verða stelpnager hjá henni.
Gaman að heyra ! Til hamingju Inga ef þú lest þetta... :)) Ekki slæmt fyrir litlu stelpuna að eiga sama afmælisdag og Vilhjálmur Prins !!
Smá fréttir af Ingu ef þið eruð ekki búin að frétta af henni. Hún fékk aðra stelpu í gær, 13 merkur og 52 cm. Allt gekk vel og allir sælir og glaðir!!

fimmtudagur, júní 17, 2004


Mer tokst thetta lika :=D Her er Halldor ad veida endur i Bakken.  Posted by Hello
Ég er svo STOLT af fjölskyldunni :=) (Andvarp).

Ég fann út úr því að senda myndir, jei! Og fyrst það tókst ákvað ég að senda eina af þessu brosmilda barni sem ég á. Aðeins að monta mig. :-D Posted by Hello

dyrid var 9 ara a sunnudaginn! afmaelismynd. myndaforritid heitir hello from picasa og er linkur til ad downloda þvi a help sidu bloggsins :) Posted by Hello
Hefur einhver glóru um hvernig á að setja upp gestabók??? Mín tæknikunnátta er ekki meiri en þetta...
Hefur einhver glóru um hvernig á að setja upp gestabók??? Mín tæknikunnátta er ekki meiri en þetta...

miðvikudagur, júní 16, 2004

líst mér vel á ykkur! djö hlakka ég til að hittast í pottinum og fá allt slúðrið!! minns er bara að massa vinnuna sína eins og aldrei áður ;) og svo auðvita er maður fullur um helgar eins og vanalega. dýrið er farið vestur í einhvern tíma þannig annað dýr er farið á kreik hér á höfuðborgarsvæðinnu hehehe... shit hvað maður verður ruglaður á að vera svona single!! knús í bili
já fínt að hafa gestabók og líka spurði ég fyrir nokkru hvernig maður getur sett inn myndir, hef ekkert svar enn fengið, er það möguleiki? ég sá að sú gamla hafði sett inn myndir hérna um daginn.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Og þá tók ég eftir að það er kommentakerfi á síðunni! Ég óska hér með eftir nýjum heila, má vera ódýr en minniskubburinn í honum þarf að vera ansi stór til að bæta upp fyrir tapað minni!!! Helv.. brjóstagjafaþoka!
Var að prófa að bæta við kommentakerfi... Virkar þetta?
Gamla greyið er með sína eigin bloggsíðu, sem ég er ekki búin að komast inná í nokkurn tíma. Held að internetið sé að reyna að stía okkur í sundur :(
Það verður gaman þegar næstum því allir verða komnir til Íslands aftur á næsta ári, þá þurfum við bara að hugsa um hvenær Ella er á landinu.
Ég var að tala við Ingu Jóns og hún er sett í dag, en ekkert að gerast og hún er að bíða. Hún skoðar stundum síðuna okkar, sko, fjölskyldan á einhverja vini :) Það væri gaman ef síðan væri með gestabók. Ella ertu til í að setja upp gestabók?
ha ha ha.... ég ´hélt í nokkrar mínútur að þú værir að fara kenna SUND við HÍ (er byrjað að kenna sund þar humm...), svo fattaði ég ;) stundakennari eins og svo margir aðrir snillingar, good luck ! Pressa hvað ?!? ég þrífst á pressu (je ræt).
Mútter er að fara á fjöll sem fyrr í sumar, loksins fékk ég að fara aftur að jeppast og losna við ömmurnar í aftursætinu...Í haust eru línur aðeins að skýrast. Verkefni með ödj um mat og framleiðni á smáum skala. Sundakennsla við HI, fékk sjónarhorn landfræðinnar líklegast og svo er aðal málið að reyna að fá stöðu en jar/lan hefur ekkert í bráð en Viðskiptaháskólanum á Bifröst vantar líklega fólk með goð próf og er í skoðun...Nú vissulega hvet ég til að BT mæti á svæðið...IJ er sennilega bara að eignast as we speak og víst er Gústa að fara að droppa einu í Ágúst....Bingi það er komin pressa!...Hvar er Gamla?? Annars helst af ritgerð...hugsanleg fyrstu skil fyrir 9. júlí...þá verður Mútter ofsa happy á Íslandi :)
Við hvað ertu að fara vinna Mútter góð ? Hvernig væri svo að reyna fá BT hingað inn, ég man varla hvernig hann leit út karlinn ;) hvað er svo að frétta af Ingu jóns okkar er hún orðin móðir aftur, veit einhver ? Var svo einhver að segja hérna að ágústa væri líka að fara eiga kút..... what's goin' on in the kitchen !!

mánudagur, júní 14, 2004

Ég skal fara í eitthvað bleikt til að fagna 5 ára Kúbuferð :) Nei annars skal ég bara vera siðprúður...minns vonar að verja fyrir jól og taka febrúar útskrift hér í Englandi, sumse dr. Eddie feb 2005...dagskrá haustsins er að þéttast og þéttast, þetta er allt að koma, stefnir í 2-3 vinnur, guiding og mogulega husflutninga, held að þetta sleppi allt. :)
Dagsetningin hentar mér líka vel, reyndar hefði það svona næstum því sama hvað dag þetta verður fyrir mig, ekki mikið að plana ferðir, er mest bara heima í rólegheitum :) Samt er nú búið að plana allavega tvær útilegur í sumar, erum meira segja grand á því og leigjum okkur tjaldvagn fyrir þær báðar :)
Sammála Stebbu um að við verðum að halda annað partý þegar Ella kemur, það er sko alveg möst, verst að hún skuli alltaf missa af pottapartýum.
Rosalega líst mér vel á dagsetninguna. Ferðaplan sumarsins er komið, og ég er einmitt EKKI í ferð á þessum tíma. Mikið hlakka ég til, og ég VEIT að Lille Bro grátbiður um að fá að fara í eitthvað bleikt, ef hann mætir ekki í bleikri sundskýlu.
Mútter, þetta Freizeitschock verður hrikalegur atburður, legg til að þú verðir búin að gera þétta dagskrá til að farast ekki í þessu. En hvenær ætlaru að verja og útskrifast?
Ég er að díla við mitt eigið sjokk núna, búin í skólanum, og er með ToDo lista dauðans áður en við flytjum, en hvað gerist... ég NENNI ekki. Langar mikið frekar að vera í sólbaði og fara á strikið.
Við verðum að halda annað kúbupartý þegar að Ella kemur, mér finnst það algjört must. En það er svosem lítið mál, mjög lítið mál.

föstudagur, júní 11, 2004

Lille bro, þú ættir ekki að lofa neinu! Hver veit hvaða vitleysu þetta kúbupartý endar í eins og flest önnur!!!
Vissuð þið það að núna eru ca. 5 ára síðan við komum úr kúbuferðinni skemmtilegu ! Svo styttist orðið í 24.júlí get ekki beðið eftir potti og grill... og kannski smá bjór og með því ;) p.s. ég fer ekki í bleikan bol í þessu partý eins og í fyrra !!! en hvað veit maður sosem...
Tæknilega séð er ég búin með 8x8 eða 64% ritgerðarinnar eftir 7 mánaða skriftir og í end sept verður allgert spennufall dauðans þegar 4 ár af sömu vinnu og pælingu bara líkur.... 'frei-zeit-shock' ið hennar Stebbu öðlast nýjar víddir og var minns sleipur í þeim fræðum fyrir...

fimmtudagur, júní 10, 2004

Mér sýnist familían bara vera horfin!!!
Til hamingju að vera búin með þessi 8%. Það er yndisleg tilfinning þegar manni tekst að klára eitthvað! Verður svo ekki feitt tjútt þegar öll 100% eru búin eða verður það spennufall dauðans??
Guð hvað þetta er langt frá manni þessa dagana ritgerðir og annað vesen, hér eru það bara pelar, kúkableyjur og "hvað gæti hugsanlega verið að barninu núna"!!!!!
Ég skal mæta 24. júlí ef ég finn þyrlu! Er alveg til í partý..
Kveðja úr svækjunni...
Hvað segja bændur þá og allt hið mikla búalið?? Erum við nelgd á laugardaginn 24. júlí í pott á Selfoss?? Eg er eitthvað tregur að skilja ef þetta var allt komið á hreint :) Annnars er minns að berja saman kafla 6 og hugsanlega klára hann á morgunn, sem þýðir að á 7 dögum náði minns að berja saman heilan kafla (8% af ritgerðinni) ef heldur fram sem horfir (sem það gerir ekki) verður allt búið 'on time'...vibbbbiiii

þriðjudagur, júní 08, 2004

Bastard!! Minns var að hugsa upphátt og var að tala um að negla dagsetninguna, sem er nú þegar búið og gert!! Ekki svona klúr í hugsun....:)...then again come to think of it...

mánudagur, júní 07, 2004

Á að negla konuna eða dagsetninguna ? :))))))
Lilli! ertu að missa vitið? eða er ég að missa vitið...hmmm...10/7-17/7 er minns i jeppum a hálendinu. svo 29/7-10/8 er minns með Amrísk gamalmenni í rútu. Einhverntíman í þessu öllu þarf ég að rölta lugarveginn með konunni sem verður að negla....hmmm...ok....sumse 24/7 pottur, laugardagur...hljomar vel, minns smellir þá Laugarveginum inn 18/7-23/7...alright alright sounds good!!
Mutter, was ist los ? 24.júlí er málið ekki 17... þá verður þú víst prílandi einhverja kletta eða í rútu með hollenskum túristum. Pottapartý á selfossi, treysti á gott veður !
17. þá eða??
Ground ZERO: 24. júlí, ok stefnum að því ! Djöfull væri fínt að bara gista í tjaldi á Selfossi í stað þess að bruna í bæinn. Þá gæti maður krúsað á Selfoss í nýja bílnum sínum... Ford Focus ambiente 2002 árgerð, steingrár með topplúgu og læti !

sunnudagur, júní 06, 2004

ég er on. búin að taka þennan dag frá :)
Mér líst mjög vel á helgina eftir 17.júlí. Tek hana frá fyrir ykkur!! Hvað segið þið hin?? Eruð þið laus??

laugardagur, júní 05, 2004

Mútter á fjöllum, ekki skrítid ad vid erum svona. Ég er í Svíthjód ad bída eftir lestinni til Gävle, verd thar fram á fimmtudag. Rosa skemmtileg rádstefna í nokkra daga. Vid verdum bara ad plana eitthvad skandalös eftir 17.júlí. Hvad segir Hildur um pottapartý laugardaginn eftir 17.júlí?

föstudagur, júní 04, 2004

Hei! Minns er á fjöllum til 17. júlí allavega en svo í 10 daga fríi eftir það...Ég get ekki misst af pottunum og kokteil og rommi osv...til hamingju Stebba með sniglanna, já og prófin. Ég er aftur komin út og sit við tölvuna mína og er alveg að drepast úr leiðindum. Ég get ekki meir...ég nenni þessu ekki!! Mig langar HEIM!!! urgh...allavega minns sáttur við Lille Bro á Ísafirði, fínn bær...en nú spyr maður hverra manna er stúlkan?? Congrats gamla með hugsanleg íbúðarkaup, býð spenntur eftir innflutnings partý! og Ella nú er Kristbjörn vinur komin til Brussel og orðin tölvu sjéní EFTA, er það eitthvað nálægt Hrafnkel??

later

fimmtudagur, júní 03, 2004

Fréttir af mér og sniglunum: Ég er búin í síðustu háskólaprófunum í þessu lífi, og sniglarnir dóu áður en þeir gátu flúið.
Mér líst vel á 16.júlí, allavega þangað til annað kemur í ljós, ég veit ekkert hvenær ég fer í vinnuferðir. Ég hef sloppið hingað til með dagsetningarnar okkar, svo að segjum 16.júlí og ég krossa fingur.
Mikið eru þessar myndir æðislegar! Við erum auðvitað æðisleg.

miðvikudagur, júní 02, 2004


taktar Posted by Hello

svona a ad gera �r Posted by Hello

þriðjudagur, júní 01, 2004

lýst vel á þetta hjá lövernum! ég er tilbúin ad bóka 16 eda 17 júlí :) Er einhver séns ad það sé hægt ad draga ykkur í rafting fyrir norðan í sumar? langar svo ad fara í jökulsá!!!! ég er búin ad fara nokkrum sinnum í hvítá en þad er ekki nægilega mikið fútt.. eins og þad kallast á afbragðs íslensku!
Heimta dagsetningu á potta-partý ! Sumarfrístíminn fer að byrja og maður 'farinn að plana smá, verðum að fá málin á hreint bráðlega... 16.júlí ? hvernig hljómar það.... var annars á Ísafirði um hvítasunnuna í bongó-blíðu, 17 stiga hiti og sól nánast allan tímann, ekki slæmt !