föstudagur, desember 23, 2005

Elskurnar mínar, gleðileg jól!! Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar!

Hér fór allur jólaundirbúningur í skrall, Kjartan búinn að vera veikur í viku og svo varð ég líka veik. Hrafnkell var búinn að fá frí í vinnunni síðustu dagana fyrir jól og við ætluðum bara að vera að frílista okkur í bænum, meðan Kjartan væri á crèche og undirbúa jólin í rólegheitum. En enduðum á því að stroka allrækilega út af listanum okkar og redda því bráðnauðsynlegasta í dag og á morgun. Ekkert stress, bara minni flottheit! Fyrir vikið verða jólagjafirnar til hvors annars loforð (sem verða vonandi efnd í rólegheitum milli jóla og nýárs!).
Jeps, life is what happens to you while you're busy planning something else!

Þrátt fyrir erfiða byrjun er ætlunin að njóta jólanna, borða góðan mat, liggja í leti yfir bókum (eða Stubbunum fyrir suma fjölskyldumeðlimi), fara í góða göngutúra og almennt slappa af!
Vona að þið gerið það sama.... enn og aftur gleðileg jól!

fimmtudagur, desember 22, 2005

Gleðileg Jól!!

fimmtudagur, desember 15, 2005

Elsku fólk! Ég er að upplifa sanna jólageðveiki að hætti Frónbúa í fyrsta skipti. Sumsé ég er ekkert farin að hugsa um jólin þar sem ég er svo svaka upptekin við að reyna að klára allt áður en jólin koma. Hið óhjákvæmilega gerist náttúrulega: Jólin koma, og þá ferð ég á ferð með örvæntingarblik í augum og reyni að hamstra í kappi við gamlar konur og klambra saman gjöfum í brúnan pappa á síðustu stundu þar sem jólapappír gleymdist auðvitað. Gleðin ómæld og stressið með, gamli maðurinn á efri hæðinni tók forskot á sæluna og skellti sér snemma í árlega spítala ferð og er víst ekkert á því að koma heim fyrir jól þó læknarnir vilji losna við hann...kannski maður ætti bara að gera það sama, fara strax á stofnun og láta stjana við sig þar af úrillum og illa borguðum sjúkraliðum sem voru neyddir á jólavakt.

Allavega gleðileg jól og við þiggjum heimboð hjá Bödda eftir jól of-course?? og munið! ef sést skína í rauða skotthúfu er best að taka út hólkinn.

miðvikudagur, desember 14, 2005


Lífsmark!!! :) Ja það er tilvalið að hittast eftir jólinn! Enda verður maður búin að troða sig svo út .. og engin ástæða til að hætta þvi þó hátíðn verði liðin.
Þá getum við farið að plana Bústaðarferðina:) En elsku fjölskylda min .. Gleðileg jól... étið og drekkið eins og engin sé morgundagurinn. Takk kærlega fyrir árið sem er að líða... Eins og öll hin árin höfum við staðið okkur rosalega vel í hittingi og skemmtunum... og eins og alltaf hefur verið ROSALEGA gaman hjá okkur! Set mynd af stóra dýrinu mínu... engar áhyggjur.. eg kom ekki nálægt þessum bakstri.. as you know, i specialise in sauces !!!! ;) .... þetta er enn versta sósa sem eg hef smakkað!!!! allavega.. sjáumst kannski á jólarölti/hlaupum/snappi... Gamla

mánudagur, desember 12, 2005

Jæja gott fólk, þið segið það :)
Nú líður að jólum og við væntanlega öll að fara hafa það gott.... spurning að við reynum að plana hitting fljótlega á nýju ári, t.d. langar mig að bjóða ykkur heim til mín og Hildar, í mat og drykki eða eitthvað sniðugt - hvernig líst ykkur á ? Svo væri nú ekki vitlaust að fara huga að sumarbústaðaferðinni næsta vor eins og við ræddum um hjá Edda í síðasta hitting. Svo skora ég á alla að láta í sér heyra allavega einu sinni fyrir jól ;) Gleðileg jól ef ég sé eða heyri ekki frá ykkur á síðunni fyrir jól... læt eina góða mynd flakka frá einni af jólagleðinni okkar, fyrir ca. 2 árum síðan, þokkalegur stemmari !!