miðvikudagur, apríl 26, 2006

sorrý elskurnar :(
Ég afpanta þá bústaðinn. Það er orðið erfitt að finna bústað í júní. En það ætti að vera hægt að fá einhvern helgina á eftir.
En hvernig væri annars að hittast og grilla?
Svo væri ég alveg til í að skreppa á Selfoss...trallalalala :)
jamm, frestum - veit ekki með helgina á eftir hjá mér, 27.maí þá stendur smá til en á eftir að koma betur í ljós. Helgin eftir rúma viku gæti hentað mér ágætlega ef bústaðurinn er laus.... ef við frestum fram í júní þá komumst við ekki í bústað, nema einhver hafi aðgang að bústað í fjölskyldunni ! Gætum líka hist í bænum eða á Selfossi - eldað, grillað og grínað :)

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Ekkert smá mikið krútt sem þú átt Eddi! Og öll hin börnin að sjálfsögðu líka ;) Það væri nú samt gaman að hittast einhvern tíman með krakkana og sjá þau "live".

Ég kemst ekki í bústað helgina eftir því þá verður barnaafmæli hér. En hvernig væri að fresta þessu bara þangað til að Ella kemur til landsins (ef Ella hefur tíma til að hitta okkur?)?? Þið eruð meira en velkomin í pottapartí til mín! Og svo get ég líka komið til Rvk, færðin hlýtur að vera sæmileg í júní :)

Stebba, ertu byrjuð að vinna aftur? Við Telma Björg erum alltaf á leiðinni í heimsókn....

sunnudagur, apríl 23, 2006

ja eg kemst helgina á eftir:) það er þvílíkt komin tími á að fara í pottinn, drekka kokteila og grilla gómsætan mat
Kæra familía,
Ég var að fá dagsetningu á fund sem ég þarf að vera á í Danmörku, og það er einmitt þegar við ætlum í sumarbústað. Ég fer á fund í vikunni fyrir bústaðaferðina og Snorri á að vera á fundi mánudeginum eftir. Þannig að við verðum bara í Danmörku með króana okkar þennan tíma.
Hvað viljið þið gera með bústaðarferð? Þið megið auðvitað fara án mín :(
Ég kæmist helgina eftir, hvað segið þið?

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Það er nú meira hvað þessi familía framleiðir falleg börn!!!! Algjörar rófur!

Hafið það nú gott í bústað, ég mun hugsa til ykkar... það hlýtur að fara að styttast að ég komist með!! Annars verð ég á Klakanum 15. til 24. júní ef einhver er geim í hitting!

Ciao úr sólinni,
Ella

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hlakka strax til að fara í bústað !

Förum á besta tíma, vorið komið - sumarið á næsta leyti... vonum að sólin skíni grimmt þennan dag :) svo held ég að það sé eurovision kvöld þannig að það ætti að vera stuð; það er ef Silvia Night, shining in the light... kemst áfram úr undankeppninni !

mánudagur, apríl 10, 2006


Hér er mynd af Ossabæ, bústaðurinn sem við erum að fara í þann 20.maí.
Ég trúi því ekki að við höfum farið uppí bústað með þessum manni:
http://www.flickr.com/photos/89391482@N00/119312114/in/photostream/
Þetta er algjör dúlla, virkilega sætar myndir :)