miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Hurðu Inga Congrats!! Ég verð þá örugglega í bandi allar þekkingastöðvar, háskólasetur og nefndu það um allt land eru á okkar radar með samstarf og samvinnu.

Enn er stefnt að innflutningsboði 1. - 2. des. þar sem 6. des á Hermann Þór að fæðast og betra að vera ekki í partýi þá. Ég fer svo í langt jólafrí (fæðingarorlof)

Annars er það títt að ég er öll kvöld og allar helgar að böggla saman íbúðinni, eldhúsið er klárt utan gólfið og nú er IKEA varningur uppá um 100.000 komin í hús og verkfræðingar Legolands mega bara vara sig þegar ég verð búin með það!! Næst er svo baðið ....nóg að gera en þetta er allt að koma. Svo er maður utan þess allavega 2 daga í viku einhverstaðar úti á landi en mest þó í borg dauðans. Nóg að gera, en munið að ef þið eigið leið norður þá á að koma í heimsókn!... og jú Seli Ben er komin á Hvammstanga, Svanni sést hér endrum og sinnum á pöbbum og Tryggvi hringdi í mig en hann og hundurinn hans búa hér en hann er fjá fmr!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Til lukku með nýja starfið Inga Jóns... allt að gerast fyrir austan !

Ella, þú verður bara að fara flytja heim með settið ;) gengur ekki að missa af öllum partýum fjölskyldunnar !

Eddi, hvernig er lífið fyrir norðan.... gengur allt vel bara ?

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Það gerist aldrei neitt á Kúbublogginu nema þegar verið er að plana partý! Hvurslags!

Ég kem ekki á Klakann fyrr en 16. des svo ég beila á enn eitt partýið!

Héðan er annars allt gott að frétta, busy busy að reka heimili með 2 litla stubba... en ég læri þetta að lokum... fæ einhvern tíman aftur tíma fyrir sjálfa mig og sofa heila nótt!!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Annars er það að frétta úr sveitinni að þann 1. desember næstkomandi mun ég minnka vinnuframlag mitt til Landsbanka Íslands um 50% en hefja um leið 50% vinnu sem verkefnastjóri Símenntunar hjá Þekkingarneti Austurlands. Það er allt að gerast í sveitinni....
Hæ. Jólahlaðborð hjá mér 1. des.
Það var plönuð Akureyrarferð helgina 8. des en það verður líklega ekki af henni heldur :-(