föstudagur, desember 23, 2005

Elskurnar mínar, gleðileg jól!! Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar!

Hér fór allur jólaundirbúningur í skrall, Kjartan búinn að vera veikur í viku og svo varð ég líka veik. Hrafnkell var búinn að fá frí í vinnunni síðustu dagana fyrir jól og við ætluðum bara að vera að frílista okkur í bænum, meðan Kjartan væri á crèche og undirbúa jólin í rólegheitum. En enduðum á því að stroka allrækilega út af listanum okkar og redda því bráðnauðsynlegasta í dag og á morgun. Ekkert stress, bara minni flottheit! Fyrir vikið verða jólagjafirnar til hvors annars loforð (sem verða vonandi efnd í rólegheitum milli jóla og nýárs!).
Jeps, life is what happens to you while you're busy planning something else!

Þrátt fyrir erfiða byrjun er ætlunin að njóta jólanna, borða góðan mat, liggja í leti yfir bókum (eða Stubbunum fyrir suma fjölskyldumeðlimi), fara í góða göngutúra og almennt slappa af!
Vona að þið gerið það sama.... enn og aftur gleðileg jól!

Engin ummæli: