mánudagur, janúar 31, 2005

Ég hefði átt að tuða meira yfir þessum þorramat um daginn. Sama dag kom drengurinn mjög svekktur úr leikskólanum af því að hann hafði misst af þorramatnum í leikskólanum vegna veikinda vikuna áður. Hann hafði föndrað sér víkingakórónu með hornum til að bera á þorrablótinu.
Foreldrarnir brugðust auðvitað strax við og fóru í Nóatún og snöruðu fram þessu fína heimatilbúna þorrablóti (töluðum ekkert um hvað við hötum súran mat). En þetta var fínt, átum mest hangiket og harðfisk með smjeri og snáðinn var hinn ánægðasti með víkingakórónua sína á hausnum og smakkaði hrútspunga og lundabagga. Harðfiskurinn sló nú mest í gegn.
Svo að ef þú færð ekki þorrablót Eddie minn, þá mæli ég með þessari aðferð, sérstaklega kórónunni ;)

Það er gaman að fjölskyldan er alltaf á einhverju flakki, gamla var að koma frá Köben líka. Ég ætla að fara með henni næst, og þá tek ég Ingu örugglega með.
MIG LANGAR A ÞORRABL'OT!!!! oh ég er einn af þessum örfáu Íslendingum sem elska þorramat og það er bara ekkert andsk. þorrablót sem mér er boðið á eða ég veit um og get troðið mér að í... ég er gráti næst!

Lundur er ráðstefna landfræðinga á norðulöndum: http://www.ngm.cc .... svo er Félag landfræðinga með bjórkvöld á póstbarnum á lördag... allavega athuga með vandrarhjem í Sverige, ég er með eina local í málinu líka, og svo gæti flækt mál að ég smygla sennilega einum 12 ára með í handfarangri...


Mér sýnist bara að hálf fjölskyldan hafi verið í Köben undanfarna daga. Maður þarf kannski að kíkja á borgina og hitta ykkur þar! Meira flakkið á þessari familíu.

Ég tók út þorrablótsfílinginn um helgina, litla nýlendan hélt sitt þorrablót að raufarhöfnskum sið, mikið stuð, að vísu lítið sungið vegna skorts á söngtextum, iss, þetta fólk kann ekki neina texta!!! Heimasoðin skemmtiatriði og svo tjúttað við diskótekið Dollý fram á nótt. Hversu íslenskara verður það!!!! Ég stóð mína pligt og át hákarl og brennivín eins og sönnum Íslendingi sæmir, maður verður að sýna þessum útlendingum hvað maður er mikill víkingur! En ég er samt svo fegin að það er ekki nema einu sinni á ári sem maður þarf að ganga í gegnum þetta!!! Belgísk tollayfirvöld ætluðu nú varla að hleypa þessum þorramat inn í landið. Það tók 2 sendiráðsmenn 9 og hálfan tíma að bjarga þorramatnum frá eyðingu! Yfirdýralæknirinn sefur eflaust illa! En þeir fengu loksins "góðgætið" en með því skilyrði að öllum afgangi yrði eytt!!!! Belgar.... skil þá samt vel.... hver myndi hleypa slíku inn í sitt land?????

Talandi um flakk þá er Íslandsferð mín líklegast á dagskrá um miðjan apríl, verður gaman að sjá ykkur og Klakann aftur...


Skrapp til Köben rett eins og Inga, var mikid fjor. Fer svo aftur til Köben naestu helgi a torrablot. Ta verdur nu etid og drukkid eins og sannur Islendingur. Hakallinn er alltaf godur og audvitad islenska brennivinid...iskalt.

Eddie, eg er natturulega med ibud sem tu getur fengid ad gista i en ta tarf ad redda dynu tvi tad er bara eitt rum. Eg held ad vid reynum ekkert ad sofa saman aftur, tad gaeti haft hörmulegar afleidingar i för med ser. Annars eru farfuglaheimili i Lundi sem eru ekki dyr ef tu vilt tad frekar. Sja upplysingar um vandrarhem: http://www.lund.se/templates/Page____735.aspx
Hvad ertu annars ad fara ad gera i Lundi?

BT
Nei ég hef sko aldrei verið að hangsa eitthvað í denninu. Mér finnst nefnilega svo gaman í núinu :) Var að koma frá Köben í gær. Ég skrapp á föstudaginn með Möggu frænku og versluðum og djömmuðum og þetta var alveg frábært! Ég hef aldrei komið til Köben og borgin kom mér svo á óvart! Hef aldrei verið spennt fyrir þessarri borg en miðbærinn er þvílíkt fallegur! Rosalegar byggingar, en verst eru þessi SONY, HERTZ og öll hin neonljósaskiltin sem búið er að troða ofan á stórkostlega fallega turna og styttur efst á byggingunum. Ég væri sko alveg til í að búa þarna til lengri tíma. Keypti mér slatta af flíkum enda magnað að verlsa þarna líka. N æst verður farið með insiders eins og Stebbu og Mörtu!

laugardagur, janúar 29, 2005

Hei nostalgíu fíklar! The future is now, ég held við ættum að vinna að sköpun fleiri stunda svo ég legg til partý með þemanu: 'Trashing Oldies new Den', laugardagskvöld 19. feb. Staður: Well er titillinn ekki augljós?

Dad! I need info, ef ég kem í Lund 10/5 og verð til 14/5 hvar á ég að gista þar sem ég þarf ekki að bjóða sálu mína að líkama í skiptum, i.e. ódýrt :)

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Ég mundi alltí einu eftir þegar við héldum karókí keppni á Ölver. Það fannst mér hrikalega skemmtilegt. Ég held ég hafi verið gógó pía hjá Axel, eða hvort við sungum Grease!
Þetta var allavega rosa gaman.
Á hvolfi á Hvolsvelli var vel heppnað.
Svo var einhver Þórsmerkurferð, hún var skemmtileg.
Svo hélt ég einusinni partý eftir vísindaferð, og rútan setti ALLA út fyrir utan heima hjá mér. Það var eitthvað leiðinlegt lið af árinu á undan sem við losuðum okkur við. Fórum svo örugglega á Nellýs. Það var oft gaman á Nellýs. Við Inga fórum þangað um daginn, og ég fékk smá flashback.
Man eftir partýinu í framheimilinu, það var fjör.
Tala nú ekki um suðurlandsferðina, hún var rosalega skemmtileg.
Ég þarf að grafa upp myndirnar sem ég á og skanna þær inn.
Var svo bara ólétt á 3. ári, tókst ekki að taka þátt í mörgu þá. En var líklega búin að bæta mér það upp á 2.ári þegar ég var í stjórn Fjallsins og var alltaf með. Svo voru oft partý á Grettisgötuni hjá Hildi, og svo á Nellys.
Einusinni ætluðum við stelpurnar að spila heima hjá Hildi, það endaði í alsherjar fyllerýi, drukkum stroh og fórum svo niðrí bæ.. var það ekki stelpur?

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Já.... það er óhætt að segja að þessi tími sé í mikilli móðu mín megin. Margir misskemmtilegir hlutir, mikið rugl, stundum skemmtilegt rugl, stundum leiðinlegt rugl. Árshátíðir renna saman .... man reyndar vel eftir Svanna. Virðist eiginlega hafa verið ein stór vísindaferð. Ég hrundi niður í einkunnum.. þangað til haustið 1999 þá byrjaði nýtt líf :) Fyrsta Bláfjallaferðin 1997 er mér mjög minnisstæð þegar við vorum öll að kynnast. Þá var fyrsta alvörurifrildið við fyrrverandi kallinn og þau urðu nú þó nokkur eftir það. Mér fannst ekki gaman að lenda í bekknum á eftir vegna Londonferðarinnar. Átti enga samleið með neinum þar og saknaði ykkar. Mér fannst reyndar Suðurlandsferðin frábær og ég held að hún standi uppúr. En það besta var auðvitað að ég kynntist fullt af stórskemmtilegu fólki :)

mánudagur, janúar 24, 2005

Það er alltaf gaman að rifja upp svona í upphafi hvers árs... ég var að pæla í háskólaáranum um daginn og reyndi að rifja upp sem flestar skemmtanir (eða ferðir) frá 1997-2000, meðan maður var í námi ! Hverjar voru eftirminnilegar og af hverju.... endilega komið með ykkar eigin lista en hérna er minn TOPP-11 og mín upplifun af þessu !

1. Kúbuferðin - vorið 1999... mögnuð ferð, hver einasti dagur skemmtilegur og alltaf eitthvað fjör í gangi, hiti, malacon, ströndin, sól. Kanada kom á óvart. Kúbufjölskyldan fæddist !
2. Árshátíð Fjallsins - vorið 1999... mögnuð ferð á Hvolsvöll. Svanni lét konuna keyra sig því hann nennti ekki í rútuna en dauðsá svo eftir því þegar við hringdum í hann á leiðinni. Við Hjörtur og Axel vorum með svaka stripsjóv og fíflalæti. Froskabrandarinn fæddist !
3. Vísindaferð, Landsbankinn - haustið 1998... svakalegt fjör, byrjaði snemma og endaði á LA-café... góður matur og óendanlega mikið veitt af áfengi og allir orðnir piss-fullir fyrir kl. 20 !
4. Vestfirðir - vorið 1999... 10 tíma rútuferð, skemmtilegt og öðruvísi umhverfi. Frábær stemmning og upphitun fyrir það sem koma skyldi á kúbu.
5. Þórsmerkurferðir - haustönn 1998 og 1999.... tvær góðar og skemmtilegar ferðir. Ekkert nema fjör !
6. Jólagleði Fjallsins - 1999... byrjaði í smá partý heima hjá mér fyrir okkur strákana, fórum svo á Hard Rock í Kringlunni í mat, svo strætó í Jarðfræðihús, mættum frekar fullir, fjör fram eftir nóttu, enduðum held ég á balli á Sögu.
7. Árshátið Fjallsins - vorið 1998... fyrsta árshátiðin, fórum í Reykholt og maður þekkti voðalega fáa í eldri bekkjum. „Skemmtilegir“ hlutir gerðust, Svanni var magnaður það kvöld, ekta Svanni á fyllerí - með kjaft og brandaralæti á víxl !
8. Árshátíð Fjallsins - vorið 2000... Nesjavellir, fáir úr okkar árgangi mættu, rosalega gaman og margir þ.á.m. undirritaður enduðu naktir í heita pottinum seint um nóttina !
9. Vísindaferð (man ekki hvar?) - vorið 1999... fyrst vísindaferð bjór og kynning, svo farið heim til Áshildar í Híðunum í drykk, því næst labbað í FRAM-heimilið (Tónabær núna), þar sem var Raunvísindadeildarskemmtun að mig minnir, helvíti gaman, svo enduðu sumir að manni skilst heima hjá Villu á kantinum eða eitthvað !
10. Skíðaferð Akureyri - vorið 2000... held að ég, Eddi og Axel Ben. vorum þeir einu úr okkar árgangi sem nenntu með, löng rútuferð, klikkað veður sem bara jók á stemmninguna, djamm á Akureyri og margir útlendingar með, gaman að rugla í þeim !
11. Bláfjöll - haustið 1997... fyrsta djamm/ferðin okkar saman, allir að kynnast og gaman að því ! Elduðum mat og drukkum, skítkalt um nóttina og Norðurljós, ekkert nema góðar minningar.

....maður er örugglega að gleyma helling enda 5 ár næstum liðin og lengra frá sumum atburðum. Hvað munið þið eftir ?
Ég er sko algerlega sammála ykkur um þorramatinn, þvílíkur viðbjóður. Ég á reyndar svo skrítinn kall að honum finnst þetta rosalega góður matur. Ég gaf honum því dós af hákarli og sviðasultu í bóndadagsgjöf og hann var alveg hæstánægður. Ég verð s.s. að loft út alla vikuna því lyktina af hákarlinum er ógeðsleg og angar út um allt hús.

Mér líst vel á myndakvöld þegar Ella kemur, eigum við samt ekki öll svipaðar myndir frá Kúbu? Ég var að renna yfir mínar um daginn og sá að ég verð eiginlega að fara að fjárfesta í almennilegu myndaalbúmi til að setja þær í.

B.T. þú verður að fara í Stadstparken fyrir mig og fá þér einn öllara og spila boccia með gömlu köllunum.
Sko mútter, þetta er allt að koma!
Andmælendurnir verða svo bara settir í súrt ef þeir eru með kj..
Ég verð aldrei vör við þorra, hvað þá þorramat, vedóa algjörlega hið arfaleiðinlega þorrablót Orkustofnunar, með leiðinlegasta bandi hvers árs og versta mat í heimi.
Frétti bara af þorra ef ég álpast norður til ömmu og afa, eða horfi óvart á Ísland í dag, þar sem er verið að tala um þennan veðbjoð.
Fékk annars skrítna súpu í hádeginu, karrýsúpa með kókosmjólk, lax, hörpudisk og rækjum. Rosa góð.
Talandi um mat, þá fórum við út að borða á Austur Indíafélaginu og það var æði, er búin að vera á leiðinni þangað í mörg ár. Loksins. Fór líka að sjá finding neverland, hún var líka æði.
Langar alveg svakalega mikið í sumarfrí, eða gott partý. Hvenær mætir þú á klakann ELLA?


föstudagur, janúar 21, 2005

Til hamingju með daginn strákar!
Ég verð nú að segja að ég er voða fegin að vera laus við þennan þorramat, ekki mitt uppáhald. Styð Ingu í grænmetislasagnanu. Hér verður nú bara poulet cacciatore í matinn... jumm... og meira að segja karlinn ætlar að elda! Finnst ykkur þetta hægt?

Mútta, gangi þér vel með andmælendurnar og gamla mín, til hamingju með nýju íbúðina, lítur allt mjög vel út svona fokhelt! Ég eiginlega bara öfunda þig, mér finnst svo gaman að standa í svona innréttingum og máleríi. Ég verð greinilega að fara hring í íbúðaskoðunum þegar ég kíki á Klakann í vor, allir bara í íbúðakaupum!
Ég stika í hringi og keðjureyki fyrir utan lokaðar dyr prentstofu landfræðinnar, þar sem fyrsta barn ársins er í fæðingu (bindingu). Allt er prentað og komið heim og saman með leiðréttingum og öllu. Nú er ekki annað en að heyra dóm þeirra sem andmælenda sem ég fæ í vörninni, meira get ég ekki gert.

Gamla til hamingju með íbúð !! sá engar myndir en kem bara að skoða hana 'live' þar sem við erum grannar svo gott sem. Þorrinn æði!! 5 á síðan minns var síðast með í Þorramat, gemmer lifur, nyru, þvag og allt hvað eina, bara kjamms kjamms gott!

Jæja best að fara að skoða líðan hugarfóstursins ...


Til hamingju með daginn strákar! Ég var sett í það að versla Þorramat fyrir kvöldið ..... þannig að í matinn í kvöld er þorramatur og grænmetislasagne. Ég er ekki mikið fyrir dýr sem hafa ekki nýru svo að þvagefnin fara í kjötið..... Inga pempía.
Til hamingju Gamla með nýju íbúðina :) var að skoða myndir af hinu blogginu þínu og ó-mæ ÞOKKALEGA mikið að gera við að standsetja íbúðina ! en verður svo þess virði örugglega þegar allt er búið, þið mæðgur fluttar inn og búnar að koma ykkur fyrir.... haltu áfram að taka myndir og setja inn, gaman að fylgjast með þessu. Hvenær áætlið þið svo að flytja ?

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Stebba, þú átt alla mína samúð. Helv... ritgerðin...!!!! Ég er enn ekki búin að lesa mína aftur. Henti henni út í horn þegar ég var loksins búin, veit ekki einu sinni hvar hún er!!! Veit ekki hvað þurfa að líða mörg ár í viðbót þar til ég þoli að lesa hana...

Jei, líst vel á Kúbudjamm með myndum og mat þegar ég kem á Klakann. Kannski ég láti þá drífa í því að koma mínum myndum á stafrænt form. Það er líka hægt ef þið eigið jafn tæknilegann dvd-spilara og við að skoða myndir á geisladiskum í sjónvarpinu! Algjört brill!
Íslandsferðin hefur ekki verið dagssett en líklega verður það ekki fyrr en eftir páska, apríl er mjög líklegur kandídat fyrir ferðalög!!!

Eddie, gúd lökk með að klára... svo var ég að frétta að þú ættir geggjaða kaffivél inn á skrifstofunni hjá þér! Maður verður greinilega að kíkja í kaffi!

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Rokk og ról! Kem heim á laugardag og er til í allt. Stebba samúð mín er með þér. Ég er að skila dr. á föstudag og vinn dag og nótt núna að loka frágang þetta er ógeðslegt stress...

þriðjudagur, janúar 18, 2005

lýst vel á allt!!! :) eg er sauðurinn að þessu sinni og á eftir að gera upp fyrir bústaðinn! þar sem ekki er boðið uppá minni þa veit eg að eg skulda stebbu og..???? látið mig vita meðan ég á pen :) Er á fullu við að afeytra íbúðina og koma henni í stand! þannig ef þið eruð í málingar eða spasl stuði þá eru allir velkomnir ;) Annars er ég að fara til köben á sunnudaginn... vvviiii þannig eg verð hinumegin við sundið frá þer dad ;) En munið Tilbúin að rokka hvenær sem er!!!
Matarboðs - myndakvöld þegar Ella kemur heim - hjá Stebbu og Snorra ! Stemmning fyrir því?.... Ellla þú lætur vita hvenær/þegar þú ert í bænum. Allir að koma með myndaalbúmin sín, væri jafnvel skemmtilegra ef allt væri til á slide-show eða á geisladiskum, meiri stemmning í því ! Ég er jafnvel að spá í bráðlega þegar ég nenni að skanna inn allar kúbumyndirnar mínar, þá væri hægt að rúlla þessu í gegnum tölvu sem væri tengd í sjónvarp; ekkert nema stemmning og með cuba libre sér við hönd - þá erum við að tala saman !!

mánudagur, janúar 17, 2005

Rosalega er gaman að fara inn og sjá fullt af póstum, það er svo gaman að lesa frá ykkur.
Það er frábært að Ella kemst til okkar, þá verður kúbupartý, allavega dúndrandi partý sama hvað það heitir á undan eins og Lille bro stakk uppá. Leist vel á myndakvöldið! Mér líst líka vel á matarboð í bænum, kannski við ættum bara að gera bæði?
Ég er allavega með fullt af myndum heima ef við borðum hjá mér.
Það gerist ekki mikið í mínu lífi þessa dagana, bara mikið að gera í vinnunni. Er á leiðinni í vond mál með mastersritgerðina mína, kemst aldrei til að vinna neitt í henni útaf annari vinnu. Ég er orðin verkefnisstjóri, og þá þarf maður að vera að gera alls konar hluti sem taka ALLTOF langan tíma.
En ég VERÐ að útskrifast í júní, held að HÍ reki mig ef ég fer á 4 önn í verkefninu, þetta gengur ekki. Fæ nú bara kvíðakast að hugsa um þetta. Sum ykkar þekkið þessa óbærilegu kvöl.

Hej

Eg er i Lundi sem er mjog fin stadsetning, er ca. klukkutima i lest til Köben. Tek tvo kursa sem dekka valid i umhverfisnaminu sem eg er i vid HI tannig ad eg er skiptistudent. Byrja nuna i framhaldskursi i GIS og tek sidan kurs i fjarkonnun fra 31. mars til 5. juni. Tad eru allir ad sjalfsogdu velkomnir i heimsokn til Lundar, tetta er mjog notalegur baer ca 100.000 manns en med smabaearbrag. Baerinn er mjog gamall herna er t.d. flaggskipid domkirkja sem var byggd fra 1060 til 1160. Midbaerinn er vida upprunalegur og sumar gotur eins og taer voru fyrir 300 arum sidan. Sidan er tessi fina itrottaadstada i 10 min gongufaeri fra ibudinni sem eg aetla ad nota til ad koma mer i gott form.
Kvedja,
BT

laugardagur, janúar 15, 2005

Hæ hæ! Árið liðið og allir glaðir. Mín jól voru bara þrælfín en var í 1. sinn í Reykjavík yfir jólin með minni litlu fjölskyldu sem fer stækkandi! svo var rennt norður í byl og brjálæði fyrir áramótin. Milli þess var ég að vinna mikið og fór svo til Mexíkó borgar...hún er æði og þessi píramídar utan við borgina eru dúndur...svo ekki slæmt að fá smá sól og sumaryl í Janúar, nettur Kúbukeimur af öllu og náttúrlega sólbrann ég á skallanum! Svo kom ég í gær frá Mexíkó via Chicago og eftir 30 tíma ferðalag var minns mættur í útskriftarpartý í Durham en ég verð hér í eina viku. Kem svo aftur 22. jan (afmælisdegi Ástu, svo minns er með gjafir frá Mex, US og UK gaman gaman!) en þá hefst full kennsla (sem er byrjuð á mín) 120 nemendur í 4 kúrsum...það fyrsta sem ég heyri frá þeim eru mailar sem spyrja: þarf ég að mæta í tíma?? DOH! Nei nei vinur farðu bara í vinnuna og sendi þér prófin þín...ætti ég kannski að benda á fríar prófgráður frá Nigeríu á netinu??

Inga pinga alltaf sami Samverjinn, nú verður maður að fylgja þínu fordæmi! minnir mig á lokaatriði myndarinnar 'About Smith' sem fær mig alltaf til að teygja mig í vasaklútinn

föstudagur, janúar 14, 2005

Dad, hvar ertu í Svíþjóð og hvaða nám er þetta sem þú ert í?

Skil vel að það sé ekki auðvelt að skilja fjölskylduna eftir heima, en þetta verður fljótt að líða! Kúbufjölskyldan ætti kannski að heimsækja dad og djamma með honum til að hressa hann við!!!
Hi

Kom til Sverige a midvikudag og er kominn a fullt i Saenskunam. Byrja svo i kursum a midvikudag i naestu viku. Sotti um herbergi a korridor en fekk ibud med serinngangi, badi og eldunaradstodu. Tetta er einhver VIP adstada, veit ekki af hverju eg fekk tetta, kannski einn af tessum heppnu. Natturulega soldid erfitt ad fara fra familiunni, Kristjana helt ad eg vaeri ad grinast tegar eg sagdi henni fra tvi ad eg vaeri ad fara, en tetta lidur nu fljott. Mer lidur eins og blomi i eggi, get aeft eins og madur og tarf ekki ad hugsa um neinn annan en sjalfan mig. Verd alveg svakalega fitt tegar eg kem aftur heim i vor.

Kvedja fra Lundi,
BT

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Jei, lífsmark hérna inni!!! Svakalega er ég glöð!!! Kíki oft á dag hingað inn og sakna þess að heyra ekki í ykkur! Ekki mikið að gera í húsmæðrahlutverkinu þessa dagana, kannski post-jólablús í gangi, svo ég ligg á netinu að finna mér nám næsta vetur. Þrátt fyrir allar yfirlýsingar um að ég ætlaði ALDREI aftur, humm, þá hérna, ég ætla í meira nám! Bara 1 ár og læra svolítið um verkefnastjórnun og fleira, það er að segja ef ég finn rétta prógrammið!! Það er prógram þar sem er lítið fjallað um peninga og þ.a.l. lítið um stærðfræði!!
En til að gleðja ykkur... og mig... þá hef ég fengið leyfi til að nota frípunktana til að skella mér í húsmæðraorlof á Klakann. Er ekki komin með dagssetningar, skýrist fljótlega, en við gætum stefnt á eitthvað Kúbugeim þá!!! Mér finnst allaveganna að ég megi vera með einu sinni á ári!!!!
Gleðilegt ár!!! Loksins er maður að komast í gang aftur eftir jólin og áramótin. Ég hafði það ofsalega gott, var auðvitað í jólafrí frá 17.des-3.jan. Stærsti kosturinn við kennarastarfið er sko pottþétt þessi frí, ekkert smá næs að fá svona langt og gott jólafrí. Við gerðum nú samt mest lítið vorum aðallega í því að liggja í leti og fara í heimsóknir. Vorum í sveitinni um jólin og svo á Eyrarbakka um áramótin, ég þurfti s.s. ekkert að standa í eldamennsku eða eyða peningunum mínum í stórsteikur.
Og nú er kennslan byrjuð á fullu, alltaf sama fjörið þar. Ég segi bara eins og einn nemandi minn í dag, mikið verður gott þegar það kemur páskafrí!!
Ella og Inga, takk fyrir jólakortin, æðislegar myndir af krílunum ykkar. Og talandi um kríli, til hamingju Eddie minn með væntanlega erfingja.
Gleðilega nýja árið !
Voðalega hefur maður verið latur að commenta eitthvað hér síðan fyrir jól.... reyndar ekki verið einn um það greinilega ! Takk fyrir jólakortið frá Belgíu Ella, alltaf gaman að fá svona kort frá útlöndum :) Vona að allir hafi haft það gott og notið hátiðanna... sjálfur var ég í UK um jólin í góðu yfirlæti, mikið etið og drukkið - samt asnalegt hvað pöbbarnir úti loka snemma (kl. 23.00) næ þessu ekki, maður nennti oftast ekki að skreppa út bara út af því að hann var alveg að fara loka ! Áramótin liðu síðan sinn vanagang með meira áti og drykkju... til morguns... skaupið var bara alveg ágætt og flugeldarnir standa alltaf fyrir sínu.
Hvað er svo framundan hjá kúbufjölskyldunni í ár ? Að sjálfsögðu eigum við að stefna að því að hittast sem oftast, síðasta ár var nokkuð gott hjá okkur.... þó fyrri hluti ársins hafi farið fyrir lítið... reyndar má ekki gleyma að bloggið byrjaði í maí og það hefur nú aldeilis staðið fyrir sínu ! Lengi lifið bloggið sem Ella stofnaði... hvað eigum við svo að gera í næsta hitting ? Er það bústaður aftur sem endar í dúndrandi partý, er það matarboð í heimahúsi sem endar í dúndrandi partý, er það heimsókn til Ellu í Belgíu (ég hef allavega ekki efni á því sem stendur, veit ekki með ykkur hin) með fullt af partýum, er það myndakvöld frá kúbu sem endar í dúndrandi partý, eða er það dúndrandi dúndrandi partý ?!?!? Hugmyndir óskast.........

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Auðvitað sakna ég ykkar. Hrikalegt að vera svona langt í burtu og sjá ykkur aldrei!!! Jamms, ég veit ég verð að koma bráðum í heimsókn, dauðlangar að kíkja í vor en ekki víst að ég fái peningaleyfi, við erum of dugleg að eyða peningunum okkar í flakk... og svo á víst að reyna að spara fyrir the big event í sumar... humm... og það eru útsölur...!!!! Ekki víst að það takist!
Sjáum bara til hvernig þetta þróast...
En hvernig var það, hvenær ætluðuð þið að koma í heimsókn til mín???

mánudagur, janúar 10, 2005

Ella, ég skil mjög vel að þú saknir okkar mikið :) Erum svo sæt og góð.
Jólin voru rosa fín með áti og tilheyrandi, fórum í sumarbústað með fjölskyldunni hans Snorra, þau eru alltaf í sumarbústað um jólin. Það var nýtt fyrir mig, mjög skemmtilegt. Svo flökkuðum við bara á milli matarboða á Skaganum og í Reykjavík svona fram á nýtt ár, og erum núna í nammibanni :(
Ég verð að fara að taka á því með gömlu í skvassinu.

Þú þarft að koma heim í vor, við þurfum að skipuleggja sumarbústaðapartý!


Auglýsi hér með eftir Kúbufjölskyldunni. Ekkert hefur spurts til hennar lengi!!!
Þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum, hæðum og breiddum! Ef einhver hefur séð eða heyrt til þeirra vinsamlegast látið Ellu vita!!!

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Ég skráði mig hjá www.abc.is en svo er líka www.sos.is
hvar skráir maður sig Inga? ég ætla að gera þetta líka

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gott hjá þér Inga! Ég hef einmitt lengi hugsað það sama, en aldrei drifið í því. Kannski ég fari bara eftir þínu fordæmi!
Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir það gamla!
Ég vona að maður nái að hitta ykkur á nýju ári! Mér finnst vera svo voðalega langt síðan ég sá framan í familíuna!

Voru ekki jólin notaleg hjá ykkur?
Við vorum í huggulegheitum hér heima á aðfangadagskvöld, elduðum góðan mat, tókum upp pakka og innbyrgðum heilan helling af kampavíni, rauðvíni og púrtara! Bara eins og aðfangadagskvöld eiga að vera. Á jóladag var svo Íslendingajólaboð þar sem allt var yfirfullt af þjóðlegum og óþjóðlegum mat og drykk og þegar leið á kvöldið voru dregin fram spil! Voða gaman.
27. des lögðum við litla familían svo af stað í Spánarreisu og þvældumst um Andalúsíu, fórum til Sevilla, upp í fjöllin til Ronda og svo til Granada. Alveg geggjuð fer og voða gaman að skoða Spán. Ýmislegt fleira en strendur sem leynist þar!
Núna er maður svo bara að koma sér niður á jörðina og hafa sig í að leita að einhverju til að gera! Er að hugsa um að koma mér í smá nám... já ég veit, ég lofaði síðast að ég væri hætt... en mér finnst það meira spennandi en að fara í 9-6 vinnudag, sérstaklega þegar ég þarf ekkert að vinna frekar en ég vil! Frekar að leika sér í smá námi og leika við Kjartan inn á milli!
En fyrst þarf ég að finna eitthvað skemmtilegt til að læra og finna pössun fyrir orminn.

Farið nú að hrissta af ykkur jólaslenið og senda smá kveðjur hingað innn...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Eitt gott góðverk á ári:
Ég ákvað það á gamlársdag að hætta þessum árlegum pælingum um hvort ég eigi að gerast styrktarforeldri barns og sló til. Núna fær Apiyo Ketty 10 ára stúlka frá Uganda að njóta skólagöngu og læknisaðstoðar vegna 950 króna sem teknar eru af mér á mánuði. Mamma hennar var drepin af uppreisnarmönnum í fyrra og pabbi hennar hann Alfonsio sem er smábóndi, fól móðursystur Ketty, henni Santa, börnin því hann getur ekki annast þau. Hún sér um 5 aðra munaðarleysingja, þar af 2 systkyni Ketty.
..... ég segi nú bara, af hverju var ég ekki löngu búin að þessu??......