þriðjudagur, apríl 19, 2005

Jæja gamla mín, til hamingju með flutninginn. Verst að komast ekki að sjá dýrðina þann þrítugasta. En það verður nú heldur betur gleði hér í svíaríki þann dag, Helga ætlar að koma til mín í nokkra daga eftir að hafa verið á ráðstefnu í Uppsala og þennan dag 30 apríl halda svíar út á götur borga og bæja og skvetta ærlega úr klaufunum. Þetta er þeirra verslunarmannahelgi þannig að það verður gríðarlegt stuð. Annars er fer þetta nú að styttast í annan endann hjá mér, ekki nema rúmar 6 vikur eftir af náminu og þá er það bara Skandinavískt frí í hálfan mánuð með familíunni. Var að ljúka við að lesa bókina Engla og Djöfla eftir Dan Brown. Fjallar um þegar allt fer fjandans til þegar verið er að kjósa nýjan páfa. Mjög dramatískir og hroðalegir atburðir eiga sér stað. Hvet fólk til að lesa hana núna á meðan páfakjörið fer fram.
BT

Engin ummæli: