fimmtudagur, mars 24, 2005

Konukvöldið var hrikalegt.
Það var uppboð á einhverju drasli og glötuð dansskemmtiatriði. Svo var tískusýning dauðans. Ljótustu föt sem ég hef séð, svo hallærislega sett fram. Ég var í menningarsjokki. Stelpurnar voru dúðaðar í síð pils og drusluföt og gamlar skrukkur í mínípilsum. Ég var lengi á klóinu meðan fjöldasöngurinn var. Get svarið það... ég mun ekki jafna mig í einhvern tíma. Þetta geri ég ekki aftur.

Landfræðiráðstefnan var fín, Eddie og Marta slógu í gegn. Ég var bara meðhöfundur og þurfti ekki að flytja neitt.
Það var rosa gaman hjá okkur. Mikið af skemmtilegu efni.
Við erum að spá í að skella okkur bara í stjórn!! Mætið þið ekki á aðalfundinn til að styðja okkur??

Engin ummæli: