föstudagur, september 30, 2005

Mútta, þú gleymdir, það eru 2 með í anda!

Oh, slef, öfund öfund!!! Ætli ég fari ekki bara að draga fram kúbönsku uppskriftirnar sem Stebba sendi mér einhvern tíman og velja úr þeim fyrir matseðil helgarinnar.... sniff sniff, langar að vera með!!!

Skemmtið ykkur óxla, verð með ykkur í anda!!!

p.s. Orishas eru að spila í Brussel í nóvember, mætiði????
Mæti að sjálfsögðu í Kringluna sem aðstoðarkokkur. Líst mjög vel á þennan matseðil.
Ok kúbanskar uppskriftir 'galore' Humar a'la Karíbahafið (afar spes) og svo Nautakjöt að social realískum stíl...skv minni talningu erum við 8 (BT+Helga, Stebba+Snorri, Edzer+Ásta, Marta+Bingi)...

Mig vantar kokka með í Kringlu um 15.00, hvernig er með ykkur Binga og BT, aðrir mæta Stigahlíð 20 ... 18.00 ok?

fimmtudagur, september 29, 2005

Ég held að ég sleppi því að koma í þetta skipti, kíki vonandi bara næst.
Ég var að skíra um helgina og daman fékk nafnið Telma Björg.
Góða skemmtun á laugardaginn...
Ég kem einn í matinn á laugardag, hildur er vant við látin og kemst ekki með !
Hlakka til að sjá litla krílið ykkar ástu, eddzer.... verðum svo í bandi strákar með hvað við eigum að kaupa í matinn og elda, færðu humar billigt ed ?
Hvenær eigum við að hafa mætingu, er það ekki bara upp úr kl. 18, jafnvel aðeins fyrr fyrir okkur kokkana ? Enga kokkteila fyrir mig í þetta sinn.....

miðvikudagur, september 28, 2005

Skemmtisaga miðvikudagsins - af því ég kemst ekki á kúbukvöld.

.... ég var að fara heim úr vinnunni einn daginn og var með báðar stelpurnar afturí. Rakel heimtaði að fá "púkanammi" sem er uppáhaldsnammið hennar og þar sem ég var orðin ansi þreytt eftir daginn brunaði ég beintí næstu bílalúgu til að kaupa "púkanammi". Þar tók á móti mér strákur sem var greinilega að byrja ekki alls fyrir löngu. Í fyrsta lagi átti hann í hálfgerðum erfiðleikum með að opna lúguna og svo þegar hann opnaði sagði hann "hæ!". Ég hafði aldrei séð þennan strák áður svo ég bauð kurteislega góðan daginn og bað um "púkanammi". Hann varð hálf-vandræðalegur með bros á vör og spurði "ha?" "Púkanammi sagði ég aftur og svo í þriðja skipti grafalvarleg. Eftir þriðja ha-ið .... horfði hann hissa á börnin aftur í og svo mig og sagði svo hálfbrosandi og hálfhissa...... Kúkanammi??????? Ég fór að hlægja svo mikið að ég kom engu orði upp, ég bara hló og hló og allt heimsins stress sem ég var búin að safna upp síðustu daga braust út í þessu geðveika hláturskasti... ég man bara ekki eftir því að hafa hlegið svona mikið... tárin voru farin að leka niður svo að ég ákvað að skella bara í gír og keyra í burtu. Núna talar strákurinn örugglega um geðveiku mömmuna sem bað um "kúkanammi" handa börnunum, hló svo eins og geðsjúklingur og keyrði í burtu... Húmor :-)
Hæ! Úff mikið að gera...........
Kemst því MIÐUR ekki :-( Er að fara með Halla og stelpunum í bústað. ... Hef ekki verið nógu góð mamma undanfarið og ætla að reyna að bæta það upp um helgina með vatnslitum, púsli og mömmó. Kannski tekst mér líka að elda eitthvað svona einu sinni.... Ég hef heyrt að ég sé þessi svokallaða "móðir í hjáverkum".. hef reyndar ekki haft tíma til að lesa bókina.....
Skemmtið ykkur vel!

þriðjudagur, september 27, 2005

Hver nær í Ingu?? Hvernig er með Hildi??

mánudagur, september 26, 2005

Sounds good thar sem svo margir eru edrúistar og svoleiðis...stelpur með eftirmat í stað brennivíns...svo er vínskápurinn heima ekki alveg tómur og ég er vanur að veita af því...

laugardagur, september 24, 2005

Fyndið að einhverjum finnist við skemmtileg....þú ert greinilega vel gift Ella mín :=)

Ég er fyrir laugardaginn, og við Snorri mætum bæði. Mér líst svona rosalega vel á humar, það er æðislegur matur, og ég treysti ykkur alveg til að elda hann eins og listakokkar.
Svo er spurning með áfengi og dót, eru það bara ávaxtasafar?? Það er svo misjafnt hvað fólk vill (má!!) drekka svo að það er kannski best að allir komi með fyrir sig og við stelpurnar reddum einhverjum góðum eftirrétt. Hvað segið þið um það?

föstudagur, september 23, 2005

Ójá, ég verð sko með í anda! Þið drekkið nokkra kokteila fyrir mig og skálið fyrir Brusslu! Væri alveg til í að vera með.... og Hrafnkell líka. Hann hefur dauðlangað með á annað Kúbudjamm frá því ég fékk að taka hann með í eitt geimið! Segið svo að við séum ekki skemmtileg ;-)

Og svo ein stuðmynd frá síðasta geimi...
Ég mæti að sjálfsögðu og tek Helgu með.
Sem vísindamaður verð ég til sýnis í dag fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur frá kl. 17:30 til 21:00.

fimmtudagur, september 22, 2005

Ég held að laugardagur verði að far undir þetta þar sem ég á miða í leikhús kvöldið áður... maður gæti nú kannski fengið humar tiltölulega billega en ég kann að matreiða hann svo vel sé, það gæti verið magnað.

drengir með mat og stúlkur með vín og aðra drykki, ávaxtakokteila etc... :9

Mæting so far
Eddie og maki
Bingi og maki ?
Stebba og maki?
Marta og leynivinurinn Jói geimvera
BT??
Hildur??
Inga??
Ella í anda
Endilega setja inn myndir Ella frá brúðkaupinu, við viljum skoða :)

Styttist í skemmtunina, hvort eigum við að taka föstudaginn eða laugardaginn í þetta ? Ef ykkur er sama þá ætla ég ekki að vera með í kokkteila dæmi þetta kvöldið, bara minn bjór og rauðvín með matnum - kokkteilar, rauðvín og bjór blandast eitthvað illa í mig og ég verð hálf skrýtinn þegar fer að líða á kvöldið og þynnkan frekar mikil daginn eftir, því miður !!

Við Eddi og BT finnum síðan eitthvað gómsætt í matinn - að venju.... hrikalega langar mig í humar eftir síðustu helgi, vorum í sumarbústað og þar voru grillaðir humarhalar með hvítlaukssmjöri og þvílíkt góðir. Reyndar var kokkur sem vinnur á Hótel Sögu með í för sem eldaði matinn - kannski skýrir hvað þeir voru góðir. Verst hvað humar er dýr :( annars væri hann ansi regulega á mínum matardiski.

Fór einhver á GI-norden í síðustu viku, veit að Marta fór - einhver annar ? Var maður nokkuð að missa af einhverju... nennti ómögulega auk þess sem var brjálað að gera á vinnustaðnum.

Haustferð í vinnunni á morgun, skreppum á suðurlandið, Keldur og Urriðafoss skoðaður, skoðum hella rétt hjá Hellu og borðum á Hótel Rangá, Hildur þú ættir að þekkja þetta umhverfi eitthvað? Býst við fjöri enda allt... "on the house" !

þriðjudagur, september 20, 2005

hæ hæ hæ hæ!!!!! hef ekki kíkt inn lengi.. en eg kem í til þin eddie... veit samt ekki með baðið með stebbu!!! hlakka til og la de svinge!!

mánudagur, september 19, 2005

Ja hann er bara laglegur karlinn, og Madame Eloine ekki slæm heldur :)

Allavega ég er búin að fylla út öll eyðublöð og fá öll nauðsynleg samþykki í 3 riti varðandi 1. okt. hvernig er það gengur það ekki bara upp...koma ekki svo gott sem allir. Stigahlíðin er á voða hentugum stað við allar megin akbrautir til vesturs og suður um allt land...og norður...
Jæja, kæra fjölskylda, þetta er þvílík leti sem hrjáir okkur. Ég hef ákveðið að rífa þögnina...

Allir sem eiga hamingjuóskir skyldar, til hamingju (með það sem var að gerast)!!!! Búin að missa töluna á hvað er að gerast hvar...

Gaman að sjá mynd af snúllunni þinni Hildur, voða sæt stelpa! Má maður spyrja um nafnið? Forvitin, forvitin...

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar... Mér finnst ég ekkert breytt þótt ég sé gift kona og geti titlað mig Frú Elín... íks... einhvern vegin hljómar Madame Ella betur!!!

En dagurinn var geggjaður í alla staði, fengum besta veður sem hægt er að hugsa sér og allt var bara frábært. Væri alveg til í að endurtaka þetta ;-)
Skellti með einni mynd af okkur hjónakornunum svífandi um á einhverju hamingjuskýi!
Við eigum eftir að fá allar myndirnar og þá munum við velja úr og setja á netið, sendi ykkur slóðina þegar það er búið... ef það þá gerist á þessu ári!
Ég er nefnilega byrjuð í námi... aftur... I know, get ekki hætt! Skellti mér í diploma í Project Management. Boston University er með útibú hér í bæ, allt voða lítið og sætt en helvíti góðir kennarar. Allt byrjaði með trukki fyrir 2 vikum síðan og ég er varla komin í gang með að læra! Á meira að segja að skila fyrsta hluta af annar-verkefni á morgun og það er ekki langt komið. Gúlp! Voða gaman, en samt óþolandi þessi tilfinning sem fylgir með að manni finnst alltaf eins og maður eigi að vera gera eitthvað annað þegar maður stendur upp frá bókunum!

Vonandi hefur þessi langi pistill rofið þögnina og maður fari að heyra meira í ykkur hérna í "eldhúsinu".

föstudagur, september 09, 2005

JESS!! allir í bað hjá múttu. Þetta verður stemming :)
það eru 1,5 fermetra svalir á íbúðinni...svona fyrir þá sem vilja sumarbústaða fíling, ég get líka látið renna í bað fyrir þá sem vilja busla í 'potti' :)

fimmtudagur, september 08, 2005

Mér heyrist stemming fyrir matarboði sé svona að verða ofan á...1. okt...ég lagði til við mína spússu að leggja Stigahlíðina undir þetta...hvernig hljómar það??

Til hamingju með giftinguna Ella og Marta til hamingju með afmælið.

Það gengur allt rosavel hjá okkur, daman stækkar og stækkar og er bara ofsalega dugleg.
Ég ætla ekki að lofa að ég komi í matarboð en lofa að reyna, líst allavega betur á það en bústað eins og er.
Eigum við að taka frá 1.okt og stefna að kúbukvöldi!!!

þriðjudagur, september 06, 2005

Til hamingju með afmælið gamla - ekki slæmt að halda upp á það í köben !
Ekkert mál mín vegna að fresta bústaðaferð um einhverja mánuði, förum bara seinna þegar hentar betur :)

mánudagur, september 05, 2005

Þetta hljómar nú alveg rosa vel hjá Lille Bro.
Ég ætla samt að stinga upp á aðeins einfaldara plani :)
Ég er ekki neitt rosalega spræk þessa dagana, er alltof léleg í að vera ólétt. Gætum við í þetta skipti hist í bænum og farið í sumarbústaðaferð seinna? Við gömlurnar ræddum þetta og vorum sammála um að við værum alveg eins til í kósí matarkvöld í bænum a la familia.
Hvað segið þið?
Jæja mér sýnist við allavega vera 7 (Inga hvað segir þú?) sem förum þannig að stebba þú getur auðveldlega pantað bústaðinn ef þú ert ekki þegar búinn að því ?

Ég var síðan að spá hvort við gætum ekki tekið daginn snemma, og komið okkur upp í bústað og tekið eins og eina góða göngu á eitthvert fjallið í nágrenninu - ræktað smá landfræðinginn í okkur - áður en við eldum, förum í pottinn og allur sá pakki ! Hvernig líst fólki á það...... stebba þú ert að sjálfsögðu undanskilin enda tæplega hentugur tímapunktur fyrir soleis rölt hjá þér !
Marta! ertu orðin 31 núna?? var það ekki á laugardag?? til hamingju :) Hvernig var Danmörk...minns og Gamala hittumst á Leifstöð í síðust viku minns á leið til London og hu´n Köben...can you beleive it!!
Til hamingju Ella min! Knús :)

fimmtudagur, september 01, 2005

Til hamingju með giftinguna Ella, þetta hefur örugglega verið mjög gaman.
Auðvitað mætir maður í Skógarkot, tek Helgu með. Mæti á glænýjum bíl beint úr kassanum, þeir geta þetta þessir námsmenn....
Ég mæti,
Hildur kemst því miður ekki.