miðvikudagur, júní 28, 2006

Ég er aðallega í Freiheitssjokki þessa dagana! Fór beint úr því að klára skólann í að pakka niður búslóðinni og flytja. Eftir flutningana skelltum við hjónin okkur í brúðkaupsferðina, lágum í 10 daga barnlaus á S-Ítalíu og nutum lífsins. Komum svo í rúma viku til Íslands að sækja Kjartan og náðum að hitta einhverja vini og ættingja í leiðinni. Komum aftur núna á laugardaginn og ég er bara í því að ná áttum og eiginlega fatta hvað ég eigi af mér að gera.

Annars fannst mér mjög sætt í gær, maðurinn minn svaraði því til að ég væri busy við að vera ólétt! Ánægð með það! Og það var planið, að liggja og hvíla sig í allt sumar. Ekki veitir af, við fórum í sónar á mánudaginn og þá kom í ljós að þetta er annar strákur! Og miðað við spörkin verður hann mjög fjörugur, jafnvel fjörugri en stóri bróðir hans. Það veitir heldur ekki af því að hvíla sig, ég verð bara óléttari og þyngri á mér, en þarf að vera að hlaupa á eftir einum 2ja ára orkubolta. Svo tíminn sem hann er á leikskóla fer bara í slökun og leti! Maður hefur allaveganna afsökun fyrir því núna svo um að gera að nýta sér það.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Til hamingju Eddi, æðislegar fréttir :)

Það er allt fínt að frétta af okkur. Ég er á fullu (eða þannig) í unglingavinnunni hálfan daginn í sumar og Tóti er heima í fæðingarorlofi. Í vetur fer ég svo aftur að kenna á Eyrarbakka og er bara spennt að fara að kenna aftur. Finnst mjög gaman að vinna með krökkum, allavega ennþá, sjáum til hvað ég segi um áramótin.

Hvað eruð þið hin að bralla??
Það má með sanni segja að það reynist erfitt að hóa fólki saman þessa dagana. Og ekki hjálpar þegar meðlimir familíunnar eru dreifðir um heiminn!

Elsku Eddie, til hamingju tilvonandi viðbót við fjölskylduna! Ég segi enn og aftur, 2006 verður stór árgangur. Þetta er þá 13. barnið í kringum mig sem kemur í heiminn 2006, fyrir utan mitt eigið! Þvílík frjósemi í gangi! Gangi ykkur bara sem best með flutningana norður! En hvaða djobb fékkstu fyrir norðan? Ein forvitin...

laugardagur, júní 24, 2006

Elsku fólk! þessi tími er vondur, við erum ungt fólk að starta fjölskyldu og byrja starfsframa og enginn hefur tíma í neitt! Ég var að enda við að stilla sama 10 ára stúdenta við MA og það er algert hell! Hinsvegar er það á svona tímum þegar bönd styrkjast einnig hvað best og ég legg því til að við föllum ekki frá tilraunum okkar!! Miðum á haustið, ég verð mikið erlendis og í því að flytja og koma 3 ( að verða 4 manna) fjölskyldu fyrir en við gerum þetta samt ... hvernig hljómar ferð norður í land ??

Að verða 4 manna ?? = 7. des núna kemur nr. 2, það kvu vera strákur með nafnið 'Hermann Þór' (ef reynist strákur)

miðvikudagur, júní 07, 2006

ok, enginn 10. júní, sjáum til með haustinu, ágúst-sept, hlýtur einhver að geta reddað bústað (spurning með OR bústaðinn Stebba?) og endilega ákveða dagsetningu sem fyrst, allir að borga þá strax sem ætla með, þá er erfiðara að hætta við :)

þriðjudagur, júní 06, 2006

Jæja.... við Gamla vorum að spá....eigum við ekki bara að kíkja í sumarbústað í haust?
Kannski útá landi, þá komast allir sem eiga heima útá landi!
Okkur finnst svo gaman þegar allir komast :)

Góðan daginn gott fólk og langt síðan síðast. Ég kemst kannski á laugardaginn 10. júní, fer eftir ýmsu. Annars fór ég á toppinn um daginn eins og flestir Íslendingar gera þessa dagana. Fór semsagt á Hvannadalshnúk með Actavis þar sem Helga vinnur í engu skyggni. Aðalmálið var náttúrulega að fara upp, fer bara aftur í betra skyggni. Myndin er af toppnum í 2110 m hæð. Ég er annar frá vinstri, Helga er lengst til vinstri.

mánudagur, júní 05, 2006

Ég kemst ekki. Ég mun þá vera í heimsókn hjá unnusta mínum og tilvonandi tengdaforeldrum hans austur á landi.

sunnudagur, júní 04, 2006

Eigum við ekki bara að segja laugardaginn 10.júní? Komast fleiri?