sunnudagur, janúar 21, 2007

Ég mæli sko með lúxuxhótelinu á Rue Kelle í Brussel, mjög gaman að vera þar. Mæli með öllum vínunum og matnum, alveg hreint ljómandi. Þetta var nokkurskonar húsmæðraorlof nema að fundurinn var ansi strembinn. Ég er að reyna að skilja Vatnatilskipun Evrópusambandsins og hvernig við getum framkvæmt hana á Íslandi. Ég geri ekki ráð fyrir að skilja nokkurntíman hvers vegna íslensk stjórnvöld reyna endalaust að telja okkur trú um að hér sé allt í lagi og við þurfum ekki tilskipanir um umhverfisvernd, en það er annað mál og sem betur fer ekki mitt djobb.

Mér líst mjög vel á að við setjum hér inn allt um mat og vín.
Ég get sagt frá því að ég keypti mína fyrstu púrtvínsflösku í fríhöfninni. Ég hef alltaf keypt Baccardi þegar ég fer í gegn, en gleymi því að mér er svo sjaldan boðið í partý og ef ég mæti með flösku í partý, þá klárast hún aldrei. Sökum aldurs ákvað ég því að kaupa eitthvað annað, og lét vaða á púrtvínið. Ég fékk svo góða púrtvínssósu um jólin. Ég bjó til púrtvínssósu með lambakjöti á föstudaginn, það virkar mjög vel. Svo hafði ég heyrt að það væri voða gott að sjússa sig á púrtvíni eftir matinn, en sem betur fer fannst mér það vont, þannig að ég held að ég sé bara ekki orðin svo gömul. Mig langaði samt ekki í Cuba Libre, þannig að kannski er ég heldur ekki ung lengur.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Líst vel á þessa hugmynd Böddi... við endum á því að gera bloggið að matar og vínbloggi!!!

Maður ætti nú alveg að geta sett inn punkta um vín og mat reglulega... við Brusselhjónin höfum þvílíkt gaman að því að kokka og sötra vín með... að vísu er 95% af öllu víni sem fæst hér franskt, sem er ekki reyndin heima, þannig að ég veit ekki hvernig ykkur gengur að finna það en það má alveg láta vaða.

Annars skilaði ég Stebbu frænku í lest í morgun, hún er búin að vera hér í Brusslu í 2 daga. Kom sér í vinnuhóp á vegum Evrópuráðsins og verður því reglulegur gestur hér í Brusslu. Við að sjálfsögðu notuðum tækifærið og heltum í hana voða góðu víni (Vosne-Romanée 2003 frá Gros Frère et Soeur fyrir ykkur vínspekúlantana) og gáfum henni steik! Yfir steikinni kom það svo í ljós að við erum giftar inn í sömu ættina, Snorri og Hrafnkell eru náskyldir, og synir okkar því frændur!!! Við munum því ekki aðeins hittast í Kúbudjammi næstu áratugina heldur líka í jólaboðum!!!!

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Þar sem þetta er nú blogg um allt... þá finnst mér hafa vantað smá tillögur frá okkur um mat og vín :) eitthvað vorum að ræða þetta í sumarbústaðnum sl. haust að benda hvort á öðru á eitthvað sem við höfum prófað og fílum.

Í dag bendi ég á gott vín frá Ástralíu sem ég prófaði með jólasteiknni, sem var rjúpa að þessu sinni. Lýsing frá www.vinbud.is: Tempus Two Vine Vale Shiraz. Dökkrúbínrautt. Mjúk meðalfylling, þurrt, ferskt, þroskuð tannín með þéttum hindberja og skógarberjakeim.

Það kostar reyndar slatta í ríkinu, 1.800 kr en það er alveg þess virði með góðum mat, gef þessu 86 af 100.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun mála á Kúbu á næstunni. Var að lesa þetta um grey kallinn hann Castro á BBC vefnum.

mánudagur, janúar 15, 2007

Gleðilegt ár :) Takk fyrir ÖLL gömlu og góðu ;) eg er greinilega slugsinn hér inni á blogginu þarf að fara að taka mig á :)
Gleðilegt ár öll saman

Já árin líða svo sannarlega, 10 ár frá HÍ, 20 ár frá útskrift grunnskóla, 30 ár... nei ekki meir!!
Líst vel á brjálað partí með öllu genginu.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Gleðilegt árið elskurnar og takk fyrir þau gömlu!!!!

Vonandi gerði ég ykkur engan óleik með þessari uppfærslu á Bloggernum. Ég er hins vegar búin að lenda í þvílíkri vitleysu með Brusselbloggið mitt og hef ekkert getað póstað!

Vonandi höfðuð þið það sem best yfir hátíðarnar. Við nutum þess í botn að vera á Klakanum en maður var orðinn heldur þreyttur undir það síðasta, stöðugar heimsóknir og boð. Maður mátti ekkert vera að því að slappa af!!! En nú erum við komin aftur "heim" til Belgíu, í hversdaginn og smá afslöppun, amk til að byrja með.

10 ár frá byrjun landafræðináms... svalt! Ég er reyndar búin með Ó mæ god, ég er að verða gömul pakkann í bili. Árið áður en ég fór í landafræðina var ég úti í Montpellier og hópurinn sem var með mér þar og hefur hisst síðan hélt einmitt upp á 10 ára afmælið nú um jólin! Allir komu með myndir svo það var nóg af ó mæ god mómentum þar!!!

En ég legg til að við hóum öllum gömlu landfræðinemunum saman í brjálað partý þegar kemur að 10 ára útskriftarafmæli!!!!

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Gleðilega nýja árið kæra kúbu-fjölskylda ! takk fyrir skemmtilegar samverustundir á árinu 2006.... sjáumst vonandi fljótlega öll hress og ligeglad ! Brátt verða 10 ár liðin síðan við hófum okkar nám í HÍ-landafræði, pælið í því ;)