sunnudagur, febrúar 11, 2007

Já gaman að heyra frá fyrstu Ólympíukandidötunum fyrir Pekingleikana. Annars er ég að skipta um vinnu, er að fara til Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Verð engu að síður með starfsaðstöðu á Keldnaholti. Er semsagt sérfræðingur í landupplýsingakerfum við þessa ágætu stofnun. Mikið felt og mikið gaman í sumar.

föstudagur, febrúar 09, 2007

Jæja, Lilli bara kominn með skúbbið. Jú jú við kella erum að slá í gegn, og erum byrjaðar að læra kínversku til að geta bjargað okkur í Peking 2008.
Ni hao.
Annars fór gamla án mín til Akureyrar að æfa fyrir vetrarólympíuleikana. Slær í gegn allsstaðar.

mánudagur, febrúar 05, 2007

sælt veri fólkið, samkvæmt óstaðfestum orðrómi frá mjög óáreiðanlegum aðila þá eru stebba og marta að meika það "feitt" í skvassinu þessa dagana og stefna ótrauðar á kvennalandsliðið og sæti í skvasslandsliði íslands á ólympíuleikunum í Peking 2008 !

annars, hvað segist... nú bíður minn bara spenntur eftir 18. mars, tæpar 6 vikur í væntanlegan erfingja :)

já hótelið í Brussel kemur sterkt inn ef maður leggur leið sína þangað e-h tímann.... 5 stjörnur og "all-inclusive", getur ekki klikkað ! Púrtvín á ég eftir að smakka, hef alltaf fundist það frekar kellingalegur drykkur, en sama er sagt um Bailey's sem ég fíla alveg ágætlega... go stebba go marta, kína kallar 2008 peking - no pain no gain, you can do it - adriaannnn (rocky balboa).