þriðjudagur, september 21, 2004

Til hamingju með afmælið Inga.
Hér er einn í tilefni daganna.
Tveir giftir-sitja á barnum og eru að spjalla saman.
"Ég skil ekkert í þessu, í hvert skiptið semég fer heim af barnum þá slekk ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf!" "Iss" segir hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann, hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?" "Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi."

Engin ummæli: