mánudagur, september 06, 2004

Ég náttúrlega mætti ekki í Mörtudjamm. Til hamingju með stórafmælið Marta! Halli fór ekki einu sinni út þannig að ég hef ekki aðra afsökun heldur en peningaleysi, bílleysi, þreytu og vælandi barn/börn. Hvernig er það með ykkur... finnst ykkur bíllinn ykkar nauðsynlegur? Við eigum nefnilega ekki bíl og höfum aldrei átt, erum komin með 2 börn og förum allt í strætó, leigubíl, eða fáum bíla lánaða eða far.. og ég er orðin heldur þreytt á þessu. Maður skreppur ekkert í heimsókn, skreppur ekkert í búðir og skreppur auðvitað ekkert í bíltúr.. ÞEtta er reyndar komið á forgangslistann þegar Halli fær vinnu.. þá kemur vandamálið. Ég vil fá einhvern sparneytinn, rúmgóðan, ódýran bíl... meðan Halli vill flottan, kraftmikinn, dýran bíl... Þetta er kannski ástæðan fyrir því að við erum ennþá bíllaus.
Það er eitthvað rugl í tölvupóstinum mínum - þannig að ef þú fékkst ekki Ágústu-staðfestinguna þá er hún hér: Ég mæti. (svo fremi sem ég fái far eða lánaðan bíl! )
... og Stebba,.. það er allt í gangi... ferðu kannski að þurfa rimlarúmið þitt aftur? :)

Engin ummæli: