miðvikudagur, september 08, 2004

Hvaða hvaða, ok kannski létt of-soðnir taugahnyðlingar í hausnum, eða kannski er maður bara svona mikill rómantíker og á bara eftir að lenda í öllu fjörinu...ég í fílabeinsturni??? Nei aldrei :)...allavega ég sé bara hvernig er komið fyrir Bretum. Búa allir sem lengst frá vinnunni og keyra alla morgna inn í bæ og borg með umferðar öngþveyti sem oft varir klukkutímum saman og er tugir km á lengd. Allir einir í bíl með tómum strætisvagn á 1 km fresti fastur í röðinni. Bæirnir eru ekkert nema götur, bílar um allt hávaði, mengun og læti allir að troðast áfram til að komast sitt í tífalt framlengdum eigin líkama...hvurslags samfélag er þetta eiginlega?? Ég vil meina að þó við 10földum Hringbrautina verður samt nóg af bílum til að fylla hana svo lengi sem við tökum ekki upp aðeins önnur gildi..Amen!

Engin ummæli: