þriðjudagur, október 19, 2004

Svakalega væri ég til í að mæta á laugardagskvöldið!!! Alveg! Þið verðið bara að djamma fyrir mig líka... sé ykkur á MSN eða eitthvað!

Ég er búin að vera að taka til í drasli hjá mér og reyna að minnka hauginn af dóti sem maður safnar að sér... er ekki alveg að ná takmarki búddistans að eiga ekkert, efast um að það gerist einhvern tíman! En ég er hins vegar að setja inn myndir frá Kúbuferðinni okkar frægu. LOKSINS! Og þvílíkt sem maður er að upplifa aftur þessa ferð! Með sólheimaglottið á fésinu á hverju kvöldi! (Það er svona þegar maðurinn minn tekur upp á því að vinna á kvöldin).

Nema hvað, ég fann þetta hér!!

Staður ferðarinnar: Malecon
Drykkur ferðarinnar: Cuba libre, Pina Colada
Pöbb ferðarinnar: Fiat-hommastaðurinn
Bjór ferðarinnar: Cristal
Fyllerí ferðarinnar: Malecon og strandpartíið...
Rommflaska ferðarinnar: 7 ára Havana Club drukkin í rommkeppni á Malecon
Hádegisfyllerí ferðarinnar: Stebba og Marta í Trinidad
Þreyta ferðarinnar: Eddie í rútunni og Stebba á fyrirlestrinum
Stjórnandi ferðarinnar: Ella fyrir "Sumu fólki þarf bara að stjórna"
Koss ferðarinnar: Stebba og Áshildur frá Ronaldo vindlasölumanni í Pinar del Rio
Outfitt ferðarinnar: Árni fyrir gulu skyrtuna, grænu stuttbuxurnar og sólgleraugun!!!
Perri ferðarinnar: Eddie fyrir "Það þyrfti að refsa þessu helvíti"
Kjaftaskur ferðarinnar: Bjössi fyrir "Mas um mat, malbik, körfubolta og kynlíf!"
Hösslari ferðarinnar: Böddi fyrir lookið, sólgleraugun, rakspírann og gelið
Lag ferðarinnar: Ricky Martin, Living la Vida Loca og rapparalagið
Dansleikur ferðarinnar: Casa de la Musica
Blóm ferðarinnar: Hneturnar hans Eddie. Alias rómantík ferðarinnar
Niggari ferðarinnar: Hildur
Upplifun ferðarinnar: Köfun
Tilfinning ferðarinnar: Kláði
Óvinur ferðarinnar: Moskító og kakkalakkar
Klaufaskapur ferðarinnar: Stebba að leika Titanic
Vökumet ferðarinnar: Stebba, Marta og Ella eftir strandpartý

Ef einhver á myndir af sumum þessara atriða má hinn sami senda þær á Kúbubloggið!!!!!

BTW, hvenær átti að fara aftur til Kúbu????

Engin ummæli: