þriðjudagur, október 19, 2004

Djöfull hefur nú þetta verið skemmtilegt ferðalag hjá ykkur. Ég meina.. það eru 5 ár síðan þið fóruð og ennþá svona stemming í kringum þetta. Við hin hljótum öll að vera að naga okkur í handabökin fyrir að hafa ekki farið. Ég fer næst......

Loksins er lífið að skýrast hjá okkur. Halli er kominn með vinnu! Hjá Fjársýslu Ríkisins. Loksins...loksins, einmitt þegar ég var að verða spjaralaus ;) Ekki amalegt að fá TEKJUR inn á heimilið! Ég náttúrlega rauk til og pantaði mér tíma í klippingu og strípum.. hárið er orðið eins og notuð skúringarmoppa og eitthvað farið að styttast í bleika jogginggallann með stroffinu... EN NEI... Núna verður eitthvað gert í sínum málum. Mér líst bara vel á þetta alltsaman. Var orðin hálfstressuð að við værum að flytja til Egilsstaða, en allavega ekki í bili. Hann fær að byrja á mánudaginn og hann er bara ansi spenntur - og skemmtilegri en hann hefur verið áður :) ... svo sem ekkert gaman að vera atvinnulaus.

Ég held að ég mæti bara á laugardaginn, þ.e.a.s. ef ekkert stórvægilegt kemur upp. Ég hef nú aldeilis gott af því að skella á mig svolitlum maskara og ilmvatni - áður en þetta fer allt að mygla!

Hlakka til að sjá ykkur! Ég er til í Kúbuferð - stranddjamm, hádegisfyllerí, og kúbverskir vindlasölumenn hljóma bara veeeel..

Engin ummæli: