mánudagur, október 11, 2004

Skruppum í sveitina á miðvikudaginn. Skyndiákvörðun því flugfargjaldið var frekar hentugt. Núna þegar Rakel Birta er orðin 2ja ára þá kostar um 50.000 kall fyrir okkur að skreppa austur - þó við náum nettilboði! Þetta þýðir bara það að ég þarf að segja skilið við fjölskylduna mína fyrir austan og finna mér einhverja nýja hérna í bænum. Hef engan vegin efni á að hitta þetta fólk! Annars slapp þetta vel því að það var krónutilboð fyrir Rakel og góður díll fyrir okkur hin... svo keyrðum við í bæinn. Það var sem sagt aðal-markmið ferðarinnar, að ná í bíl bróður míns því við ætlum að fá hann lánaðan í vetur :) Dæhatsú sjareid 90 módel! Ó já... aðal-kagginn á Hagamelnum! Þetta ætti að duga þangað til við höfum efni á einhverju betra :)

En þetta er í fyrsta skipti sem við leggjum í langferð með stelpurnar. Ég var búin að hlakka svolítið til... fjölskyldan að keyra um landið - stoppa á Akureyri - leigja notalega íbúð og kaupa fullt af snakki til að borða á leiðinni.... EN þetta geri ég ALDREI aftur... allavega ekki næstu 4 árin. Ég gelymdi bara að hugsa út í að það er ekki það sama að ferðast 2 fullorðnir eða 2 fullorðnir með 2 lítil börn. "Ég vil vera frammí hjá pabba, nei, ég vil vera afturí hjá mömmu, ég vil kókópöffs!, ég vil svala! ég vil annan svala!, ég er búin að kúka, ég missti 1 kókópöffs á milli sætanna! og annað!, og annað!, ég vil ekki vera í bílstólnum!, ég vil horfa á Latabæ!" .... fyrir utan ungabarnið sem grét en enginn vissi hvað var að...... en ég er komin HEIM!!!! ég elska Reykjavík!..... finn það kannski sérstaklega núna þar sem það getur verið að Halli fái vinnu á Egilsstöðum :( Vil ekki tala um það nánar því það er ekki komið á hreint, en ég get ekki að því gert að ég ligg svolítið andvaka á kvöldin að reyna að finna jákvæða punkta við flutning til Egilsstaða... þeir eru ekki margir.... ég elska nebblega Reykjavík og er orðin alger borgarstelpa. Jú gott að vera nálægt mömmu og pabba og ódýrara og frábært tækifæri fyrir Halla... hmmmm ætla að reyna að hætta þessum pælingum þangað til þetta er komið á hreint!

Engin ummæli: