miðvikudagur, mars 09, 2005

Enn gaman að sjá svona marga pósta!!! Segi eins og Inga, maður var alltaf að kíkja og alltaf svekktur yfir að enginn væri búinn að skrifa, en samt skrifaði maður ekki sjálfur. Stundum þarf bara að sparka í rassinn á sér... og öðrum :-D

Böddi, ekki vissi ég að þú værir svona mikill púki!!! Grey Inga, ég sé alveg fyrir mér hissasvipinn á henni!!! Ég hefði líka verið hissa! Það má ekki stríða fólki svona!!!!

Og með strákana, Stebba og BT, þetta eru bara strákar. Ég hef oft sagt að Kjartan hlyti að hafa orðið fyrir áhrifum frá Halldóri Þór, hann er hrikalega fjörugur og lætur heyra vel í sér. Maður skilur ekki hvaðan þau hafa þetta! En þetta eru bara strákar. Þeir þurfa að hafa hátt, klifra og príla og leika sér með stórt dót!!! Kjartan veit ekkert skemmtilegra en að þvælast um með húsgögnin í stofunni!!!! Og lætur heyra í sér ef honum líkar ekki eitthvað eða fær ekki það sem hann vill. Hann er þrjóskari en andskotinn svo það er ekkert gefist upp!!! Fljótlega þarf ég að fara að ala barnið upp!!! Úff, þetta var orðið svo þægilegt, ungabarnaummönnuninni lokið! Uppeldi... hvað er það?

Engin ummæli: