þriðjudagur, janúar 04, 2005

Eitt gott góðverk á ári:
Ég ákvað það á gamlársdag að hætta þessum árlegum pælingum um hvort ég eigi að gerast styrktarforeldri barns og sló til. Núna fær Apiyo Ketty 10 ára stúlka frá Uganda að njóta skólagöngu og læknisaðstoðar vegna 950 króna sem teknar eru af mér á mánuði. Mamma hennar var drepin af uppreisnarmönnum í fyrra og pabbi hennar hann Alfonsio sem er smábóndi, fól móðursystur Ketty, henni Santa, börnin því hann getur ekki annast þau. Hún sér um 5 aðra munaðarleysingja, þar af 2 systkyni Ketty.
..... ég segi nú bara, af hverju var ég ekki löngu búin að þessu??......

Engin ummæli: