mánudagur, janúar 31, 2005

Ég hefði átt að tuða meira yfir þessum þorramat um daginn. Sama dag kom drengurinn mjög svekktur úr leikskólanum af því að hann hafði misst af þorramatnum í leikskólanum vegna veikinda vikuna áður. Hann hafði föndrað sér víkingakórónu með hornum til að bera á þorrablótinu.
Foreldrarnir brugðust auðvitað strax við og fóru í Nóatún og snöruðu fram þessu fína heimatilbúna þorrablóti (töluðum ekkert um hvað við hötum súran mat). En þetta var fínt, átum mest hangiket og harðfisk með smjeri og snáðinn var hinn ánægðasti með víkingakórónua sína á hausnum og smakkaði hrútspunga og lundabagga. Harðfiskurinn sló nú mest í gegn.
Svo að ef þú færð ekki þorrablót Eddie minn, þá mæli ég með þessari aðferð, sérstaklega kórónunni ;)

Það er gaman að fjölskyldan er alltaf á einhverju flakki, gamla var að koma frá Köben líka. Ég ætla að fara með henni næst, og þá tek ég Ingu örugglega með.

Engin ummæli: