Ég er sko algerlega sammála ykkur um þorramatinn, þvílíkur viðbjóður. Ég á reyndar svo skrítinn kall að honum finnst þetta rosalega góður matur. Ég gaf honum því dós af hákarli og sviðasultu í bóndadagsgjöf og hann var alveg hæstánægður. Ég verð s.s. að loft út alla vikuna því lyktina af hákarlinum er ógeðsleg og angar út um allt hús.
Mér líst vel á myndakvöld þegar Ella kemur, eigum við samt ekki öll svipaðar myndir frá Kúbu? Ég var að renna yfir mínar um daginn og sá að ég verð eiginlega að fara að fjárfesta í almennilegu myndaalbúmi til að setja þær í.
B.T. þú verður að fara í Stadstparken fyrir mig og fá þér einn öllara og spila boccia með gömlu köllunum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli