laugardagur, janúar 15, 2005

Hæ hæ! Árið liðið og allir glaðir. Mín jól voru bara þrælfín en var í 1. sinn í Reykjavík yfir jólin með minni litlu fjölskyldu sem fer stækkandi! svo var rennt norður í byl og brjálæði fyrir áramótin. Milli þess var ég að vinna mikið og fór svo til Mexíkó borgar...hún er æði og þessi píramídar utan við borgina eru dúndur...svo ekki slæmt að fá smá sól og sumaryl í Janúar, nettur Kúbukeimur af öllu og náttúrlega sólbrann ég á skallanum! Svo kom ég í gær frá Mexíkó via Chicago og eftir 30 tíma ferðalag var minns mættur í útskriftarpartý í Durham en ég verð hér í eina viku. Kem svo aftur 22. jan (afmælisdegi Ástu, svo minns er með gjafir frá Mex, US og UK gaman gaman!) en þá hefst full kennsla (sem er byrjuð á mín) 120 nemendur í 4 kúrsum...það fyrsta sem ég heyri frá þeim eru mailar sem spyrja: þarf ég að mæta í tíma?? DOH! Nei nei vinur farðu bara í vinnuna og sendi þér prófin þín...ætti ég kannski að benda á fríar prófgráður frá Nigeríu á netinu??

Inga pinga alltaf sami Samverjinn, nú verður maður að fylgja þínu fordæmi! minnir mig á lokaatriði myndarinnar 'About Smith' sem fær mig alltaf til að teygja mig í vasaklútinn

Engin ummæli: