Til hamingju með daginn strákar!
Ég verð nú að segja að ég er voða fegin að vera laus við þennan þorramat, ekki mitt uppáhald. Styð Ingu í grænmetislasagnanu. Hér verður nú bara poulet cacciatore í matinn... jumm... og meira að segja karlinn ætlar að elda! Finnst ykkur þetta hægt?
Mútta, gangi þér vel með andmælendurnar og gamla mín, til hamingju með nýju íbúðina, lítur allt mjög vel út svona fokhelt! Ég eiginlega bara öfunda þig, mér finnst svo gaman að standa í svona innréttingum og máleríi. Ég verð greinilega að fara hring í íbúðaskoðunum þegar ég kíki á Klakann í vor, allir bara í íbúðakaupum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli