Ég mundi alltí einu eftir þegar við héldum karókí keppni á Ölver. Það fannst mér hrikalega skemmtilegt. Ég held ég hafi verið gógó pía hjá Axel, eða hvort við sungum Grease!
Þetta var allavega rosa gaman.
Á hvolfi á Hvolsvelli var vel heppnað.
Svo var einhver Þórsmerkurferð, hún var skemmtileg.
Svo hélt ég einusinni partý eftir vísindaferð, og rútan setti ALLA út fyrir utan heima hjá mér. Það var eitthvað leiðinlegt lið af árinu á undan sem við losuðum okkur við. Fórum svo örugglega á Nellýs. Það var oft gaman á Nellýs. Við Inga fórum þangað um daginn, og ég fékk smá flashback.
Man eftir partýinu í framheimilinu, það var fjör.
Tala nú ekki um suðurlandsferðina, hún var rosalega skemmtileg.
Ég þarf að grafa upp myndirnar sem ég á og skanna þær inn.
Var svo bara ólétt á 3. ári, tókst ekki að taka þátt í mörgu þá. En var líklega búin að bæta mér það upp á 2.ári þegar ég var í stjórn Fjallsins og var alltaf með. Svo voru oft partý á Grettisgötuni hjá Hildi, og svo á Nellys.
Einusinni ætluðum við stelpurnar að spila heima hjá Hildi, það endaði í alsherjar fyllerýi, drukkum stroh og fórum svo niðrí bæ.. var það ekki stelpur?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli