Rosalega er gaman að fara inn og sjá fullt af póstum, það er svo gaman að lesa frá ykkur.
Það er frábært að Ella kemst til okkar, þá verður kúbupartý, allavega dúndrandi partý sama hvað það heitir á undan eins og Lille bro stakk uppá. Leist vel á myndakvöldið! Mér líst líka vel á matarboð í bænum, kannski við ættum bara að gera bæði?
Ég er allavega með fullt af myndum heima ef við borðum hjá mér.
Það gerist ekki mikið í mínu lífi þessa dagana, bara mikið að gera í vinnunni. Er á leiðinni í vond mál með mastersritgerðina mína, kemst aldrei til að vinna neitt í henni útaf annari vinnu. Ég er orðin verkefnisstjóri, og þá þarf maður að vera að gera alls konar hluti sem taka ALLTOF langan tíma.
En ég VERÐ að útskrifast í júní, held að HÍ reki mig ef ég fer á 4 önn í verkefninu, þetta gengur ekki. Fæ nú bara kvíðakast að hugsa um þetta. Sum ykkar þekkið þessa óbærilegu kvöl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli