mánudagur, janúar 10, 2005

Ella, ég skil mjög vel að þú saknir okkar mikið :) Erum svo sæt og góð.
Jólin voru rosa fín með áti og tilheyrandi, fórum í sumarbústað með fjölskyldunni hans Snorra, þau eru alltaf í sumarbústað um jólin. Það var nýtt fyrir mig, mjög skemmtilegt. Svo flökkuðum við bara á milli matarboða á Skaganum og í Reykjavík svona fram á nýtt ár, og erum núna í nammibanni :(
Ég verð að fara að taka á því með gömlu í skvassinu.

Þú þarft að koma heim í vor, við þurfum að skipuleggja sumarbústaðapartý!


Engin ummæli: