miðvikudagur, janúar 12, 2005

Gleðilegt ár!!! Loksins er maður að komast í gang aftur eftir jólin og áramótin. Ég hafði það ofsalega gott, var auðvitað í jólafrí frá 17.des-3.jan. Stærsti kosturinn við kennarastarfið er sko pottþétt þessi frí, ekkert smá næs að fá svona langt og gott jólafrí. Við gerðum nú samt mest lítið vorum aðallega í því að liggja í leti og fara í heimsóknir. Vorum í sveitinni um jólin og svo á Eyrarbakka um áramótin, ég þurfti s.s. ekkert að standa í eldamennsku eða eyða peningunum mínum í stórsteikur.
Og nú er kennslan byrjuð á fullu, alltaf sama fjörið þar. Ég segi bara eins og einn nemandi minn í dag, mikið verður gott þegar það kemur páskafrí!!
Ella og Inga, takk fyrir jólakortin, æðislegar myndir af krílunum ykkar. Og talandi um kríli, til hamingju Eddie minn með væntanlega erfingja.

Engin ummæli: