Mér sýnist bara að hálf fjölskyldan hafi verið í Köben undanfarna daga. Maður þarf kannski að kíkja á borgina og hitta ykkur þar! Meira flakkið á þessari familíu.
Ég tók út þorrablótsfílinginn um helgina, litla nýlendan hélt sitt þorrablót að raufarhöfnskum sið, mikið stuð, að vísu lítið sungið vegna skorts á söngtextum, iss, þetta fólk kann ekki neina texta!!! Heimasoðin skemmtiatriði og svo tjúttað við diskótekið Dollý fram á nótt. Hversu íslenskara verður það!!!! Ég stóð mína pligt og át hákarl og brennivín eins og sönnum Íslendingi sæmir, maður verður að sýna þessum útlendingum hvað maður er mikill víkingur! En ég er samt svo fegin að það er ekki nema einu sinni á ári sem maður þarf að ganga í gegnum þetta!!! Belgísk tollayfirvöld ætluðu nú varla að hleypa þessum þorramat inn í landið. Það tók 2 sendiráðsmenn 9 og hálfan tíma að bjarga þorramatnum frá eyðingu! Yfirdýralæknirinn sefur eflaust illa! En þeir fengu loksins "góðgætið" en með því skilyrði að öllum afgangi yrði eytt!!!! Belgar.... skil þá samt vel.... hver myndi hleypa slíku inn í sitt land?????
Talandi um flakk þá er Íslandsferð mín líklegast á dagskrá um miðjan apríl, verður gaman að sjá ykkur og Klakann aftur...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli