Nei ég hef sko aldrei verið að hangsa eitthvað í denninu. Mér finnst nefnilega svo gaman í núinu :) Var að koma frá Köben í gær. Ég skrapp á föstudaginn með Möggu frænku og versluðum og djömmuðum og þetta var alveg frábært! Ég hef aldrei komið til Köben og borgin kom mér svo á óvart! Hef aldrei verið spennt fyrir þessarri borg en miðbærinn er þvílíkt fallegur! Rosalegar byggingar, en verst eru þessi SONY, HERTZ og öll hin neonljósaskiltin sem búið er að troða ofan á stórkostlega fallega turna og styttur efst á byggingunum. Ég væri sko alveg til í að búa þarna til lengri tíma. Keypti mér slatta af flíkum enda magnað að verlsa þarna líka. N æst verður farið með insiders eins og Stebbu og Mörtu!
mánudagur, janúar 31, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli