Gleðilega nýja árið !
Voðalega hefur maður verið latur að commenta eitthvað hér síðan fyrir jól.... reyndar ekki verið einn um það greinilega ! Takk fyrir jólakortið frá Belgíu Ella, alltaf gaman að fá svona kort frá útlöndum :) Vona að allir hafi haft það gott og notið hátiðanna... sjálfur var ég í UK um jólin í góðu yfirlæti, mikið etið og drukkið - samt asnalegt hvað pöbbarnir úti loka snemma (kl. 23.00) næ þessu ekki, maður nennti oftast ekki að skreppa út bara út af því að hann var alveg að fara loka ! Áramótin liðu síðan sinn vanagang með meira áti og drykkju... til morguns... skaupið var bara alveg ágætt og flugeldarnir standa alltaf fyrir sínu.
Hvað er svo framundan hjá kúbufjölskyldunni í ár ? Að sjálfsögðu eigum við að stefna að því að hittast sem oftast, síðasta ár var nokkuð gott hjá okkur.... þó fyrri hluti ársins hafi farið fyrir lítið... reyndar má ekki gleyma að bloggið byrjaði í maí og það hefur nú aldeilis staðið fyrir sínu ! Lengi lifið bloggið sem Ella stofnaði... hvað eigum við svo að gera í næsta hitting ? Er það bústaður aftur sem endar í dúndrandi partý, er það matarboð í heimahúsi sem endar í dúndrandi partý, er það heimsókn til Ellu í Belgíu (ég hef allavega ekki efni á því sem stendur, veit ekki með ykkur hin) með fullt af partýum, er það myndakvöld frá kúbu sem endar í dúndrandi partý, eða er það dúndrandi dúndrandi partý ?!?!? Hugmyndir óskast.........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli