Já.... það er óhætt að segja að þessi tími sé í mikilli móðu mín megin. Margir misskemmtilegir hlutir, mikið rugl, stundum skemmtilegt rugl, stundum leiðinlegt rugl. Árshátíðir renna saman .... man reyndar vel eftir Svanna. Virðist eiginlega hafa verið ein stór vísindaferð. Ég hrundi niður í einkunnum.. þangað til haustið 1999 þá byrjaði nýtt líf :) Fyrsta Bláfjallaferðin 1997 er mér mjög minnisstæð þegar við vorum öll að kynnast. Þá var fyrsta alvörurifrildið við fyrrverandi kallinn og þau urðu nú þó nokkur eftir það. Mér fannst ekki gaman að lenda í bekknum á eftir vegna Londonferðarinnar. Átti enga samleið með neinum þar og saknaði ykkar. Mér fannst reyndar Suðurlandsferðin frábær og ég held að hún standi uppúr. En það besta var auðvitað að ég kynntist fullt af stórskemmtilegu fólki :)
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli