miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir það gamla!
Ég vona að maður nái að hitta ykkur á nýju ári! Mér finnst vera svo voðalega langt síðan ég sá framan í familíuna!

Voru ekki jólin notaleg hjá ykkur?
Við vorum í huggulegheitum hér heima á aðfangadagskvöld, elduðum góðan mat, tókum upp pakka og innbyrgðum heilan helling af kampavíni, rauðvíni og púrtara! Bara eins og aðfangadagskvöld eiga að vera. Á jóladag var svo Íslendingajólaboð þar sem allt var yfirfullt af þjóðlegum og óþjóðlegum mat og drykk og þegar leið á kvöldið voru dregin fram spil! Voða gaman.
27. des lögðum við litla familían svo af stað í Spánarreisu og þvældumst um Andalúsíu, fórum til Sevilla, upp í fjöllin til Ronda og svo til Granada. Alveg geggjuð fer og voða gaman að skoða Spán. Ýmislegt fleira en strendur sem leynist þar!
Núna er maður svo bara að koma sér niður á jörðina og hafa sig í að leita að einhverju til að gera! Er að hugsa um að koma mér í smá nám... já ég veit, ég lofaði síðast að ég væri hætt... en mér finnst það meira spennandi en að fara í 9-6 vinnudag, sérstaklega þegar ég þarf ekkert að vinna frekar en ég vil! Frekar að leika sér í smá námi og leika við Kjartan inn á milli!
En fyrst þarf ég að finna eitthvað skemmtilegt til að læra og finna pössun fyrir orminn.

Farið nú að hrissta af ykkur jólaslenið og senda smá kveðjur hingað innn...

Engin ummæli: