mánudagur, janúar 24, 2005

Það er alltaf gaman að rifja upp svona í upphafi hvers árs... ég var að pæla í háskólaáranum um daginn og reyndi að rifja upp sem flestar skemmtanir (eða ferðir) frá 1997-2000, meðan maður var í námi ! Hverjar voru eftirminnilegar og af hverju.... endilega komið með ykkar eigin lista en hérna er minn TOPP-11 og mín upplifun af þessu !

1. Kúbuferðin - vorið 1999... mögnuð ferð, hver einasti dagur skemmtilegur og alltaf eitthvað fjör í gangi, hiti, malacon, ströndin, sól. Kanada kom á óvart. Kúbufjölskyldan fæddist !
2. Árshátíð Fjallsins - vorið 1999... mögnuð ferð á Hvolsvöll. Svanni lét konuna keyra sig því hann nennti ekki í rútuna en dauðsá svo eftir því þegar við hringdum í hann á leiðinni. Við Hjörtur og Axel vorum með svaka stripsjóv og fíflalæti. Froskabrandarinn fæddist !
3. Vísindaferð, Landsbankinn - haustið 1998... svakalegt fjör, byrjaði snemma og endaði á LA-café... góður matur og óendanlega mikið veitt af áfengi og allir orðnir piss-fullir fyrir kl. 20 !
4. Vestfirðir - vorið 1999... 10 tíma rútuferð, skemmtilegt og öðruvísi umhverfi. Frábær stemmning og upphitun fyrir það sem koma skyldi á kúbu.
5. Þórsmerkurferðir - haustönn 1998 og 1999.... tvær góðar og skemmtilegar ferðir. Ekkert nema fjör !
6. Jólagleði Fjallsins - 1999... byrjaði í smá partý heima hjá mér fyrir okkur strákana, fórum svo á Hard Rock í Kringlunni í mat, svo strætó í Jarðfræðihús, mættum frekar fullir, fjör fram eftir nóttu, enduðum held ég á balli á Sögu.
7. Árshátið Fjallsins - vorið 1998... fyrsta árshátiðin, fórum í Reykholt og maður þekkti voðalega fáa í eldri bekkjum. „Skemmtilegir“ hlutir gerðust, Svanni var magnaður það kvöld, ekta Svanni á fyllerí - með kjaft og brandaralæti á víxl !
8. Árshátíð Fjallsins - vorið 2000... Nesjavellir, fáir úr okkar árgangi mættu, rosalega gaman og margir þ.á.m. undirritaður enduðu naktir í heita pottinum seint um nóttina !
9. Vísindaferð (man ekki hvar?) - vorið 1999... fyrst vísindaferð bjór og kynning, svo farið heim til Áshildar í Híðunum í drykk, því næst labbað í FRAM-heimilið (Tónabær núna), þar sem var Raunvísindadeildarskemmtun að mig minnir, helvíti gaman, svo enduðu sumir að manni skilst heima hjá Villu á kantinum eða eitthvað !
10. Skíðaferð Akureyri - vorið 2000... held að ég, Eddi og Axel Ben. vorum þeir einu úr okkar árgangi sem nenntu með, löng rútuferð, klikkað veður sem bara jók á stemmninguna, djamm á Akureyri og margir útlendingar með, gaman að rugla í þeim !
11. Bláfjöll - haustið 1997... fyrsta djamm/ferðin okkar saman, allir að kynnast og gaman að því ! Elduðum mat og drukkum, skítkalt um nóttina og Norðurljós, ekkert nema góðar minningar.

....maður er örugglega að gleyma helling enda 5 ár næstum liðin og lengra frá sumum atburðum. Hvað munið þið eftir ?

Engin ummæli: