miðvikudagur, maí 19, 2004

Við skulum ekki láta kjaftablaðrið detta niður á síðunni (í eldhúsinu), getum ekki verið þekkt fyrir það.
Eruð þið viss um að pabbi kunni á þetta? Hann sendi póst en minntist ekkert á bloggið, og er ekki búinn að logga sig inn. Kannski ekki enn runnið af honum eftir Barcelona.
Ég fór í munnlegt próf í gær og fékk 10, veit nú ekki hvað danir meina með 10 því þeir gefa 11 og 13 líka, stórskrítnir.
Við fórum á sommerfest í leikskólanum á sunnudaginn, fullt af skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin, og svo var seldur bjór í massavís, og danir bara héngu með bjór í annari og sígó í hinni meðan skríllinn hljóp um.
Leikskólinn er svo öðruvísi en heima, börnin mega taka með sér leikföng, og það er mjög vinsælt hjá strákunum að fara með sverð, hníf eða byssu í leikskólann, enda öðlast maður virðingu með því og engu öðru, nema þá ef maður er sterkur og getur slegist. Sonur minn er himinlifandi í þessum leikskóla, og ég sendi hann alvopnaðann á hverjum degi, svo hann verði nú ekki undir þetta litla grey (hohohohohoho).
Ég ætla að fara aftur að læra, 3 próf eftir,... segi eins og mutter.. org hjelp.


Engin ummæli: