fimmtudagur, maí 13, 2004

Horfðuð þið á eurovision forkeppnina í gær... algört katastrophe. Danir komust ekki áfram, en GRIKKIR komust áfram með hörmulegt lag, eina sem var ágæt (og það var reyndar rúmlega ágætt) var rassinn á söngvaranum.
Danir sögðu bara 'det svær' og skiptu fegnir yfir á þátt um Mary og Friðrik. Það er allt að verða vitlaust útaf konunglega brúðkaupinu á föstudaginn, og allt gott og fallegt rifjað upp um konungsfjölskylduna. Í gær voru þau öll svo gáfuð og falleg að það greinilegt að þau eiga þetta allt skilið.
Annars erum við Snorri búin að panta okkur far til Sikileyjar í endaðan júní, þegar við erum búin að taka prófin og pakka dótinu okkar í skipið. Komum heim til Íslands 7.júlí,til að vinna eins og apar.
Smá saga af Halldóri:
Hann er búinn að vera að safna skordýrum í krukku úti, köngulær, ormar, bjöllur, sniglar og allskonar óféti. Hann kíkir á dýrin sín á hverjum morgni, svo í morgun hrópaði hann ,,ég vissi það! Snigillinn ER að reyna að hjálpa þeim að flýja". Snigillinn er nefnilega alltaf kominn efst í krukkuna þegar hann opnar hana.

Engin ummæli: