föstudagur, nóvember 12, 2004

Hva getur maður sagt! Þessir vinnufélagar hafa bara mislesið Halla, einmitt vegna þess að þeir þekktu hann ekki neitt og föttuðu ekki að hann var farin skrefinu lengra en þeir. Það er eflaust hægt að búa til afar einfaldaða mynd af þroskakúrvu drengja með mjög auðmerktum dæmigerðum stigum held ég, eitt þeirra er sambandsviðhorf sem byggir á hlutgeringu og sýndarmennsku, svo kemur næsta stig...yfirleitt með barneignum:) Hinsvegar er líka merkilegt að það þykir bara sjálfsagt að konur fari ekkert að djamma, enginn pressa, engar kröfur: Þið komist auðveldlega upp með að vísa til barna og fjölskyldu á meðan við drengir verðum bara eitthvað 'gay' ef við pælum á þeim nótum. aumingjar eða ....undir járnhæl skassins...en fer eftir kunningskap og þroskastigi...:) eru ekki dæmigerð samfélagsviðmið skemmtileg...trikkið er að lesa þau frá því sem er óásættanlegt og þá birtast steretýpurnar sjálfkrafa....sbr. dæmi Halla....argh ég held ég hætti í háskóla og gangi í sjóherinn...

Engin ummæli: