mánudagur, desember 10, 2007

Sæl öll sömul!

Gaman að heyra fréttir frá Köben og Egilsstöðum.

Frá Brussel eru bæði skemmtilegar og leiðinlegar fréttir. Við erum núna á fullu að undirbúa flutninga aftur heim á Klakann. Munum pakka niður og flytja heim í lok janúar. Enn eru milljón ófrágengir endar eins og íbúð, pössun fyrir Tobba, hvað þá vinna fyrir mig og fleira, það er ekki einu sinni búið að fastsetja flutningadaga eða kaupa flugmiða... en við verðum amk komin áður en Hrafnkell byrjar að vinna 1. feb. Svo mun ég bara fara í það að leita að dagmömmu fyrir Tobba og vinnu handa mér. Ef þið vitið um eitthvað skemmtilegt endilega látið mig vita.

Í miðju flutningaskipulagsstressinu erum við svo að reyna að undirbúa jólin, nema það gengur hálf brösulega. Strákarnir eru búnir að vera meira og minna veikir í nóv og des og ég lítið komist út úr húsi. Fyrst fengum við hlaupabóluna í heimsókn og sú törn tók 3 vikur... svo var ég sloppin út í nokkra daga en þá kom kvef og hálsbólga og annað slíkt. Frá 1. des hef ég varla farið út!!!! Ég er einmitt algjört jólabarn, elska að skipuleggja gjafirnar, fara í leiðangra og kaupa í pakkana, föndra og baka, pakka gjöfunum inn fínt og allskyns dúllerí, að sjálfsögðu með jólatónlistina í botni. En það hefur farið lítið fyrir slíku fyrir þessi jól enda er ég busy að leika hjúkrunarkonu! Og gjöfunum hefur að mestu verið reddað með aðstoð internetsins og amazon!!!

Jamms.... En febrúar verður partý-mánuður!!!!

P.s. Inga, ég skal hjálpa þér að ná þessum skvísum út að borða... okkur tekst það á endanum!!!!

Engin ummæli: