mánudagur, desember 10, 2007

Hæ. Allt hið besta frá Egilsstöðum. Ég hef reyndar 2x reynt að smala stúlkum Kúbufjölskyldunnar + Ágústu, saman þegar ég hef verið að koma í bæjarferð en það hefur ekki tekist. Best að leyfa einhverjum öðrum að taka það að sér næst ;-)

Annars er ég að fara yfirum í jólaskapi. Held það finnist varla jafnmikil þrítug jólastelpa og ég á Íslandi. Þá er ég ekki að meina bakstur og föndur skreytinga og gjafa ( það kann ég ekki). Heldur meira að sitja og lesa með seríur allt í kringum mig, jólate og piparkökur. Skoða uppskriftarbækur og reyna að ákveða hvað ég á að hafa í matinn á aðfangadag því í ár eru fyrstu jólin sem við verðum heima. Bara við. Og ég get ekki beðið.

Svo verður flogið til Reykjavíkur þann 3. í jólum og viku eytt hjá tengdó.

Þá er kominn janúar 2008 og ekki hægt að segja að það sé minn mánuður. Uppáhaldsmánuðurinn búinn og ekkert nema snjóbylur, kuldi og rútína tekur við. Mér fannst svo leiðinlegt á Egilsstöðum í Janúar og febrúar í fyrra að það munaði engu að ég pakkaði niður og flytti út í heim. Núna verða gerðar ráðstafanir svo það gerist ekki aftur.

Gaman að heyra fréttir frá Köben. Til hamingju með prófin og gangi þér vel með rest.

Engin ummæli: