þriðjudagur, mars 20, 2007

Jæja Lilli, vonandi lætur krílið ekki bíða lengi eftir sér.
2.apríl er samt mjög góður dagur, en þá á Halldór minn afmæli. Hann er að verða 7 ára, trúið þið því!!! Muniði þegar ég var ólétt á 3.ári, jessús minn, það er svo stutt síðan.

Ég var að koma frá Kína, þvílíkt skemmtileg ferð að ég er alveg í skýjunum. Þetta var soldið lík ferð og Kúbuferðin, því þetta var námsferð hjá MBA náminu hans Snorra. Við fórum í fyrirtæki og fengum fyrirlestra um hitt og þetta í Kína. En mér tókst nokkrum sinnum að skrópa í skólanum og væflast um hverfin og fara á markaðina. En það er algjört bisness nám útaf fyrir sig, því að maður þarf að prútta brjálæðislega.
Það var samt gott að koma heim og finna 2 litla menn sem ráða sér ekki úr gleði að fá mömmu aftur.
En þessi mamma er frekar erfið og þarf að fara til Brussel á morgun á ráðstefnu um vatnatilskipun Evrópu. Að sjálfsögðu mun ég vera hjá Ellu og hef vonandi meiri tími núna en síðast til að skreppa í bæinn. Miðað við bloggið hjá Ellu, þá er komið vor í Brussel. Ekki slæmt, því að heima hjá mér í Grafarholtinu í morgun var norðan næðingur og skafrenningur.

Hvað ætlar fólk að gera um páskana?

Daddy, til hamingju með nýja starfið, það veitir ekki af öflugum mönnum í skógræktina á Íslandi. Sérstaklega ef Gunnar Birgisson ætlar að halda áfram að láta svona. Þá þarft þú bara að mæta honum með vélsögina góðu og taka Roy með þér.

Engin ummæli: