miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Sæl kæru vinir!

Gaman að sjá einhverja hreyfingu hér inni, veit svo sem að ég hef ekki verið mannanna best í þeim efnum.

Til hamingju með framhaldsnámið Böddi og Inga, til lukku með tilvonandi brúðkaup Inga og hamingjuóskir til þín Marta með að klára masterinn!!! Alltaf nóg að gera hjá Kúbufjölskyldunni.

Ég segi allt fínt, búin að vera í löngu sumarfríi, fyrst 2 vikur í S-Frakklandi, í risastóru húsi í Rónardalnum, innan um sólblóm og vínvið. Lágum þar í leti í sólinni. Höfðum svo smá viðkomu í rigningunni í Brussel áður en við komum hingað á Klakann. Erum nýkomin aftur í siðmenninguna eftir vikudvöl á Hornströndum. Höfðum alla familíuna með norður, ömmur og afa, systkini mín og svo guttana tvo og höfðum það náðugt. Fengum að vísu 1 og hálfan sólarhring í vitlaust veður svo það var varla fært út úr húsi. En það gekk yfir og þá tók bara blíðan við, íslenskt sól og sumar í flíspeysu og ullarfötum :-D

Eftir nokkra daga í siðmenningunni og 1 brúðkaup á laugardaginn höldum við svo aftur heim á leið.

En fyrst Böddi er á leið til Köben, hvað með Kúbumót í Köben??? Anyone???

Engin ummæli: