sunnudagur, júní 17, 2007

Sælar elskurnar, nóg að skrifa um hjá mér í þetta skiptið. Er búinn að vera á leiðinni að skrifa en búið að vera svo brjálað að gera. Við fjölskyldan erum búin að skíra litla drenginn okkar og fékk hann nafnið Ísak Helgi :) meira á síðunni hans á barnalandi nr. 59373.

Einnig erum við búin að selja ofan af okkur í Grafarvoginum og flutt til Ísafjarðar (tímabundið í sumar hjá tengdó), þar sem við erum að fara til Danmerkur í haust, Kaupmannahöfn. Ég er að fara í nám í landslagsarkitektúr ef ég kemst inn (á frekar von á því en hitt, fæ svar loks í byrjun júli), ef ekki - þá fer ég í Kort- og landmælingatækni í KTS. Spennandi tímar framundan og vonandi ef einhver er í Köben að hann hafi samband, alveg gistipláss í íbúðinni fyrir áhugasama :)

Ég hætti í vinnunni, hjá skipulags- og byggingarsviði 31.maí sl., eða reyndar hætti ég ekki formlega fyrr en um miðjan des. þar sem ég er núna í sumarfríi og fer svo í framhald af því í fæðingarorlof, sniðugt þetta fæðingarorlof - gott að geta nýtt sér þetta svona vel :)

Þessi maí mánuður og síðustu mánaðarmót voru alveg klikk, skírðum Ísak Helga 19.maí, losuðum íbúðina 30.maí og fórum til Köben í smá ferðalag 1. - 8. júní og svo gistum við hjá pabba mínum í Rvk. í nokkrar nætur og fórum svo í beinu framhaldi nánast af Köben ferðinni til Ísafjarðar og veðrum þar í sumar :) Loksins komin í ró og næði og sá litli fílar það alveg í tætlur, voða góður og sprækur - sveitin er fín, ég held ég sé smá sveitamaður í mér !

Erum búin að redda okkur flottri íbúð rétt hjá Islands brygge svæðinu sem er nokkuð nálægt centrum Köben, Strikinu og því svæði, og svo er innan við 3 km í skólann minn. Við förum út 15.ágúst.

Engin ummæli: