mánudagur, ágúst 28, 2006

Hæ.
Það væri gaman að koma en var fyrir stuttu í bænum og maður getur víst ekki leyft sér þann munað oft að fljúga á milli. Er annars eðlilegt að borga 23.990 fyrir flug fram og til baka til Rvk? Það er ekki eins og þjónustan sé margra þúsund kalla virði. Reyndar fékk ég súkkulaðimola með kaffinu. Af hverju í ósköpunum er verið að hafa þessar flugfreyjur með? Getur aðstoðarflugmaðurinn ekki tautað eitthvað í hljóðnemann og bent manni á upplýsingarit sem nauðsynlegt er að kynna sér áður en maður fer í loftið. Hann getur svo tekið eitt rölt ef það er bráðnauðsynlegt og tékkað hvort allir séu með beltin spennt og svona.... Ég myndi alveg getað fórnað flugfreyjunni og kaffinu fyrir ódýrara flug. Við erum nú bara að tala um klukkutíma...

Engin ummæli: