miðvikudagur, mars 15, 2006

Oh, væri ég til í að koma með!!! Redda sér þyrlu, er það ekki málið??? Drekkið einn kokteil fyrir mig!

Halló allir! Sorrí hvað ég hef verið löt við að pósta undanfarið. Til hamingju þið sem eigið hamingjuóskir skildar - Böddi og BT fyrir afmælin og BT og Eddie fyrir útskriftir!! Glæsilegt hjá ykkur strákar! Þið hin fáið líka hamingjuóskir bara fyrir að vera þið!!!

En guð hvað ég sakna þess að sjá ykkur aldrei!!! Íslandsheimsóknir verða eitthvað stopular þetta árið, hugsanlega verð ég á ferðinni í júní, það verður kannski hægt að hóa ykkur saman þá?

Annars er bara allt gott að frétta úr Brusslu. Nóg að gera í skólanum, voða skemmtilegt nám nema ég er alveg komin með ógeð á verkefnum og prófum. Svo tók ég líka upp á því að verða ólétt (að vísu planað) svo orkan hefur ekki verið mikil. Þegar ég er búin að læra, sjá um heimilið, sósíalísera og hugsa um strákana mína þá fer allur afgangstími í að sofa!!!! Hlakka til þegar skólinn er búinn og ég get bara einbeitt mér að því að sofa!!! En næsta kríli á sem sagt að koma 5. okt og ég er búin að panta ÞÆGA stelpu í þetta sinn!!! Svo það verður fjör hér á bæ næsta vetur!

Jæja, nóg að sinni, en ég lofa að vera duglegri að láta í mér heyra!

Engin ummæli: