fimmtudagur, júlí 15, 2004

Svo varðandi matseðilinn, hér er tillaga:
Forréttur:
Salat með ruccola, ristuðum furuhnetum, cherry tómötum, rauðlauk og risarækjum. Dressing úr soyjasósu, hindberjasafa og balsamedik.
Aðalréttur:
Grillaður allskonar fiskur með tzatziki (gúrku og hvítlaukssósa án vanillujógúrts) og kartöflum
Eftirréttur:
Eplapæ að hætti Hildar.

Ég nenni ekki að skrifa alla drykkina alls staðar inní prógramminu. Ég sting uppá hvítvíni, strawberrry margarita, mojito og pina colada. Nema að það er eitt vandamál með pina colada, kekkist alltaf ef við notum kókosmjólk. Veit einhver góða lausn á því máli?

Engin ummæli: