Það var æðislega gaman í London, hefðum bara þurft að vera lengur til að geta skoðað svoldið meira. Við fórum í smá útsýnisferð og svo var nú bara verslað og verslað. Hótelið sem við vorum á var mjög lítið og þröngt og skakkt en það var allavega þokkalega hreint og við fengum æðislega þjónustu. Einn gaurinn í lobbíinu var mjög spenntur fyrir systur minni svo við fengum alveg extra góða þjónustu, ekki slæmt það. Við erum held ég allar alveg ákveðnar í að fara aftur til London, svona til að klára að skoða allt sem við komust ekki yfir í þessari ferð.
Ágústa, til hamingju með nafnið, æðislegt nafn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli