mánudagur, nóvember 22, 2004

Mig langar til að óska Stebbu okkar (og Snorra auðvitað!) kærlega til hamingju með giftinguna :) Hún gifti sig sem sagt með LEYND um helgina og var víst fallegust í heimi! Mér sýnist það allavega á myndunum á Mörtubloggi. Ég er orðin uppiskroppa með atriði til að skoða á þeim 3 myndum sem þar eru í boði svo að ég vil endilega sjá fleiri myndir svo ég geti vælt pínu meira. Ég er búin að fá staðfestingu hjá Mörtu að blómin frá okkur hinum kellingunum hafi borist. Mér leist ekkert á frúnna í blómabúðinni og rétti henni með trega peninginn sem hún stakk í VASANN. Ég útskýrði vel hvernig ætti að komast á áfangastað (í bláu og gulu blokkina, upp stigann o.s.frv. ) og blómin mættu ALLS ekki vera komin seinna en 3 því við vildum nú ekki trufla vígsluna. Það vantaði barahjá kerlu "WHATEVER DARLING". En þetta gekk upp :)Þúsund kossar!

Engin ummæli: