Smá föstudagspæling frá mér.... ekkert sem tengist sumarbústaðaferð, Kúbu né eldhúsi...
Þar sem við erum eða höfum öll verið í samböndum - segiði mér þá eitt. Þegar karlmaðurinn á heimilinu er spurður af vinum sínum hvort hann ætlar á djammið og hann svarar því neitandi - AF HVERJU fær hann þá commentið: " ertu ekki með útivistarleyfi?" eða " er kellingin eitthvað að ráðskast með þig??" eða " áttu að vera þægur um helgina??"...?? Þess má geta að það er samkomulag okkar Halla að hann fer þegar hann vill og ég fer þegar ég vil. Halli var eitthvað að pirra sig á þessu í dag, því 2 vinnufélagar spurðu hann hvort ætti ekki að skella sér á vinnudjamm sem er í kvöld. Hann svaraði neitandi.. en fékk einmitt spurninguna: "fékkstu ekki útivistarleyfi hjá kellingunni?". Þetta pirraði hann alveg óskaplega því í fyrsta lagi þekkir hann þessa vinnufélaga nánast ekki neitt og þeir ekki mig til að kalla mig kellingu ;) og auk þess þegar hann svaraði að hann ætlaði bara að slaka á heima með börnunum og gera ekki neitt, þá fékk hann bara "jájá einmitt" og blikk. Þegar ég er spurð af mínum vinkonum hvort ég ætli ekki á djammið og ég svara: "nei", þá fæ ég til baka: "ætlið þið fjölskyldan bara að hafa það notalegt í kvöld?" Er ekki bara einhver vanþroski í gangi?? Jah maður spyr sig......
föstudagur, nóvember 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli